Eðlismunur lífsleikni og starfsmennta Sturla Kristjánsson skrifar 27. desember 2013 07:00 Hlutverk grunnskólans er uppeldi og mótun; að laða fram mannlega eiginleika sem þeir lifna og birtast, – þroska þá og móta til hæfileika og færni, einstaklingum og samfélagi til hamingju og heilla. Það má líka orða það svo að hlutverk grunnskólans sé að leiða vaxandi ungviði í sannleikann um mannlegt eðli svo og að kenna og þjálfa félagslega færni, siði og reglur mannlegra samskipta. Sálar,- uppeldis- og kennslufræðin eiga síðan að svara okkur því hver fræðsla og viðfangsefni, hvenær og hvernig unnin, megi best tryggja árangur skólastarfsins. Lífsskeið grunnskólanemandans er skeið vaxtar og þroska – líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega. Með grunnskólalögum skuldbindur samfélagið sig til þess að hlúa að, örva og móta mannlega möguleika hvers og eins. Hlutverk grunnskólans er að sinna þörfum uppvaxandi ungviðis, að rækja skyldur samfélagsins við börn og unglinga. Hlutverkið er mannrækt, að búa ungviðinu leikni og færni til þess að ferðast áfallalítið um mannheima og velja sér verkefni, sem hæfa áhuga og getu. Viðfangsefni grunnskólans er því lífsleikni og þá má líta á lokaskírteini grunnskólans sem eins konar haffærniskírteini á lífsins ólgusjó. En fæstum er það nóg að fljóta – menn vilja sigla og ráða för. Hlutverk framhaldsskólans er annars eðlis, það er að hlusta á raddir samfélags og atvinnulífs og setja þeim kröfur og skilmála um þekkingu og leikni sem vilja sigla og ráða för.Viðurkennum ekki eðlismun Framhaldsnám skal undirbúa nemendur undir tiltekin störf sem krefjast viðeigandi sérmenntunar. Einnig má orða það svo, að viðfangsefni skyldunámsins sé lífsleikni en viðfangsefni framhaldsnámsins starfsleikni. Ég tel grunnskólann líða fyrir það að við viðurkennum ekki eðlismun lífsmennta og starfsmennta. Nú er meginhlutverk grunnskólans, lífsleiknin, orðin sjálfstæð námsgrein. Ekki líst mér á að loka þetta viðfangsefni af sem einangraða námsgrein í grunnskólanum og opna þá jafnvel fyrir enn meiri stýringu framhaldsskólans. Ég vil halda kröfunni um mannrækt og lífsleikni grunnskólans ofar kröfu framhaldsskólanna um tiltekna þekkingu í einstökum námsgreinum. Til þess að skilja á milli eðlislega óskildra markmiða grunnnáms og framhaldsnáms er ef til vill nauðsynlegt að lengja tímabilið þar á milli frá einu sumri, jafnvel að leggja inn millistig sem verði þá hvort tveggja í senn fullnumun og prófraun lífsleikninnar og undirbúningur sérhæfingar. Á kerfismáli vildi ég sjá lok skyldunáms á fermingarvori nemandans eða með 8. bekk. Eftir skólaskylduna tæki síðan við þriggja ára frjáls miðskóli, mjög sveigjanlegur, en vel skilgreindur og væri „unglingamiðaður“ – legði megináherslu á verk- og listgreinar, félagsþroskun og persónumótun. Skólaskyldan væri þá átta ár en fræðsluskylda stæði þremur árum lengur. Framhaldsskólinn væri síðan þriggja ára skóli. Sveigjanleiki væri í kerfinu til að ljúka hverju skólastigi fyrir sig á skemmri tíma. Inntökupróf væru haldin við framhaldsskóla, lokapróf áfanga eftir ástæðum og útskrift ræðst af námshraða nemenda, sem gætu þá hafið háskólanám mun fyrr en verið hefur. Skyldunámið, grunnskólinn, ætti að vera í umsjá ríkisins, en miðskólinn og framhaldsmenntunin á betur heima í umsjá sveitarfélaga og samtaka þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hlutverk grunnskólans er uppeldi og mótun; að laða fram mannlega eiginleika sem þeir lifna og birtast, – þroska þá og móta til hæfileika og færni, einstaklingum og samfélagi til hamingju og heilla. Það má líka orða það svo að hlutverk grunnskólans sé að leiða vaxandi ungviði í sannleikann um mannlegt eðli svo og að kenna og þjálfa félagslega færni, siði og reglur mannlegra samskipta. Sálar,- uppeldis- og kennslufræðin eiga síðan að svara okkur því hver fræðsla og viðfangsefni, hvenær og hvernig unnin, megi best tryggja árangur skólastarfsins. Lífsskeið grunnskólanemandans er skeið vaxtar og þroska – líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega. Með grunnskólalögum skuldbindur samfélagið sig til þess að hlúa að, örva og móta mannlega möguleika hvers og eins. Hlutverk grunnskólans er að sinna þörfum uppvaxandi ungviðis, að rækja skyldur samfélagsins við börn og unglinga. Hlutverkið er mannrækt, að búa ungviðinu leikni og færni til þess að ferðast áfallalítið um mannheima og velja sér verkefni, sem hæfa áhuga og getu. Viðfangsefni grunnskólans er því lífsleikni og þá má líta á lokaskírteini grunnskólans sem eins konar haffærniskírteini á lífsins ólgusjó. En fæstum er það nóg að fljóta – menn vilja sigla og ráða för. Hlutverk framhaldsskólans er annars eðlis, það er að hlusta á raddir samfélags og atvinnulífs og setja þeim kröfur og skilmála um þekkingu og leikni sem vilja sigla og ráða för.Viðurkennum ekki eðlismun Framhaldsnám skal undirbúa nemendur undir tiltekin störf sem krefjast viðeigandi sérmenntunar. Einnig má orða það svo, að viðfangsefni skyldunámsins sé lífsleikni en viðfangsefni framhaldsnámsins starfsleikni. Ég tel grunnskólann líða fyrir það að við viðurkennum ekki eðlismun lífsmennta og starfsmennta. Nú er meginhlutverk grunnskólans, lífsleiknin, orðin sjálfstæð námsgrein. Ekki líst mér á að loka þetta viðfangsefni af sem einangraða námsgrein í grunnskólanum og opna þá jafnvel fyrir enn meiri stýringu framhaldsskólans. Ég vil halda kröfunni um mannrækt og lífsleikni grunnskólans ofar kröfu framhaldsskólanna um tiltekna þekkingu í einstökum námsgreinum. Til þess að skilja á milli eðlislega óskildra markmiða grunnnáms og framhaldsnáms er ef til vill nauðsynlegt að lengja tímabilið þar á milli frá einu sumri, jafnvel að leggja inn millistig sem verði þá hvort tveggja í senn fullnumun og prófraun lífsleikninnar og undirbúningur sérhæfingar. Á kerfismáli vildi ég sjá lok skyldunáms á fermingarvori nemandans eða með 8. bekk. Eftir skólaskylduna tæki síðan við þriggja ára frjáls miðskóli, mjög sveigjanlegur, en vel skilgreindur og væri „unglingamiðaður“ – legði megináherslu á verk- og listgreinar, félagsþroskun og persónumótun. Skólaskyldan væri þá átta ár en fræðsluskylda stæði þremur árum lengur. Framhaldsskólinn væri síðan þriggja ára skóli. Sveigjanleiki væri í kerfinu til að ljúka hverju skólastigi fyrir sig á skemmri tíma. Inntökupróf væru haldin við framhaldsskóla, lokapróf áfanga eftir ástæðum og útskrift ræðst af námshraða nemenda, sem gætu þá hafið háskólanám mun fyrr en verið hefur. Skyldunámið, grunnskólinn, ætti að vera í umsjá ríkisins, en miðskólinn og framhaldsmenntunin á betur heima í umsjá sveitarfélaga og samtaka þeirra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar