Viðskipti innlent

90% sprotafyrirtækja gera ráð fyrir aukinni veltu

Haraldur Guðmundsson skrifar
44 prósent sprotafyrirtækja hefur notfært sér aðstoð í formi handleiðslu og leiðsagnar.
44 prósent sprotafyrirtækja hefur notfært sér aðstoð í formi handleiðslu og leiðsagnar. Fréttablaðið/GVA
Yfir 90 prósent frumkvöðla- og sprotafyrirtækja á Íslandi telja líklegt að velta þeirra muni aukast á næsta ári.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýlegrar vefkönnunar sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands lét vinna fyrir vefsíðuna sprotar.is, sem er upplýsingavefur um íslensk sprotafyrirtæki.

„Könnunin leiðir í ljós að um 55 prósent fyrirtækjanna velta undir 50 milljónum króna á ári og 34 prósent þeirra er með veltu undir tíu milljónum. Hins vegar sögðust rúm 37 prósent svarenda ná veltu umfram 100 milljónir króna og því eru þarna sprotafyrirtæki á mismunandi stigum,“ segir Gauti Marteinsson, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að um 63,5 prósent frumkvöðla- og sprotafyrirtækja hafa fengið fjárhagslega aðstoð af einhverju tagi.

„Af þeim sögðust um 44 prósent hafa fengið aðra aðstoð en fjárhagslega, til dæmis í formi handleiðslu og leiðsagnar. Hins vegar sögðu 64 prósent fyrirtækjanna að þau hefðu sóst eftir fjárhagslegri aðstoð eða styrkjum án þess að fá úthlutun,“ segir Gauti.

„En tæpur þriðjungur fyrirtækjanna sagðist hafa nýtt sér aðstöðu á frumkvöðlasetri sem þýðir að þessi fyrirtæki fá einnig annars konar stuðning.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
0,22
1
2.478

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,5
7
74.377
EIK
-1,98
3
105.925
SKEL
-1,96
1
2.000
SIMINN
-1,89
11
159.118
VIS
-1,88
5
80.764
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.