Skoðun

Ákvörðun í Reykjavík um byggð á sunnanverðum Vestfjörðum

Anna Benkovic Mikaelsdóttir skrifar
Ég er fædd og uppalin í 101 rvk. Núna bý ég á slóðum ömmu minnar, á sunnanverðum Vestfjörðum Íslands.

Það er einfalt að reikna dæmið hér, vegna þess að Alþingi Íslendinga er einmitt í 101 rvk og það þing verður að taka ákvörðun um hvort halda skuli byggð á sunnanverðum Vestfjörðum, eða ekki!

Við erum rúmlega fimmtán hundruð manneskjur hér. Ef ákvörðunin er að láta sunnanverða Vestfirði fara í eyði, þá er heiðarlegast að hjálpa fimmtánhundruð manneskjum (1.500) að flytja burt.

Er þetta ekki hverju barni augljóst?

Kvótakerfið hefur nú þegar rústað byggð hér og það vita allir.

Hvers vegna tekur ekki sama þing Íslendinga allra ákvörðun um að hjálpa eigin fólki við að flytja það burt?

Flóttafólk frá Afganistan er velkomið og frá Palestínu og frá Víetnam til dæmis. Er flóttafólk frá sunnanverðum Vestfjörðum Íslands velkomið til Reykjavíkur á sömu kjörum og annað flóttafólk?




Skoðun

Sjá meira


×