Hvernig bæti ég geðheilsu mína og annarra? Tinna Ragnarsdóttir skrifar 30. október 2013 06:00 Síðastliðið vor var haldinn opinn fundur og fræðsla í Árskógum Breiðholti um geðrækt, um var að ræða samstarfsverkefni Geðheilsumiðstöðvar Breiðholts, Geðheilsustöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Hugarafls. Í kjölfarið var gerð könnun á áhuga og þörf fyrir fræðslu um málefni tengd geðheilsu og spurt hvernig fræðslu viðkomandi vildi fá um málefni tengd geðheilsu. Gestir á fyrirlestrinum svöruðu könnuninni á staðnum og kom í ljós að mikill meirihluti eða 75% þátttakenda höfðu áhuga á að fá fræðslu um hvernig einstaklingar geti bætt geðheilsu sína og annarra. Geðheilsustöð Breiðholts, Geðheilsumiðstöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Hugarafl ætla að mæta þörfinni og halda fræðslufyrirlestur og umræður fyrir almenning í Árskógum fimmtudaginn 31. október kl. 17. Þar munu meðal annars koma fram Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og Þórey Guðmundsdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf. Þórey mun fjalla um sína reynslu af batamódeli og valdeflingu eftir að hafa glímt við geðröskun. Hugtakið valdefling hefur verið í tísku hin síðari ár og verið túlkað á ýmsa vegu. Hugarafl byggir valdeflingu sína á hugmyndafræði bandarísku baráttukonunnar Judi Chamberlin. Hún skilgreindi valdeflingu samkvæmt þörfum geðsjúkra og þróaði hugmyndafræðina eftir að hafa unnið með öðrum að rannsóknarverkefni þar sem reynt var að mæla valdeflingu í meðferðum. Þar í landi var verkefnið fjármagnað af geðheilbrigðiskerfinu fyrir notendur þess, þar sem hugtakið, valdefling var orðið vinsælt en hafði ekki verið skilgreint á greinargóðan hátt.Lykilþættir Lykilþættir valdeflingar voru tilgreindir ásamt þeim þáttum sem höfðu mikil áhrif á bata einstaklinga greindra með geðsjúkdóm. Má þar nefna að hafa gott aðgengi að upplýsingum, að hafa ákvörðunarvald, að læra að hugsa á gagnrýninn hátt og sjá hlutina í nýju ljósi. Einnig að finnast maður ekki vera einn heldur hluti af hópi, að styrkja jákvæða sjálfsímynd sína og að breyta áliti annarra á eigin getu til aðgerða svo eitthvað sé nefnt. Von er lykilhugtak hjá þeim sem glíma við geðröskun einhvern tíma ævinnar og aðstandendum þeirra. Mikilvægt er að allir þeir sem tengjast einstaklingi í alvarlegum veikindum, fjölskylda hans, nánir vinir, fagfólk og aðrir geðheilbrigðisstarfsmenn hafi vonina ávallt að leiðarljósi. Lífssagan er einnig veigamikill áhrifaþáttur í bataferli viðkomandi og mikilvægt er að tekið sé tillit til tengsla hans við fjölskyldu, maka, vini og aðra. Setja má spurningarmerki við þá nálgun að gera ráð fyrir því að einstaklingurinn sé greindur með geðsjúkdóm á einhverjum tímapunkti í sínu lífi og sé því bundinn þeirri greiningu ævilangt. Rétt greining og lyfjameðferð geta hjálpað og verið mikilvægur hlekkur í bataferlinu. En það er líka mikilvægt að líta til fleiri þátta og gera sér grein fyrir að geðrænir erfiðleikar geta verið tímabundnir og tilkomnir vegna áfalla, einangrunar, vöntunar á tilfinningatengslum og góðum samskiptum. Því er nauðsynlegt að líta sér nær, skoða samskipti sín við aðra og spyrja sig: „Hvernig get ég bætt geðheilsu mína og annarra?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor var haldinn opinn fundur og fræðsla í Árskógum Breiðholti um geðrækt, um var að ræða samstarfsverkefni Geðheilsumiðstöðvar Breiðholts, Geðheilsustöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Hugarafls. Í kjölfarið var gerð könnun á áhuga og þörf fyrir fræðslu um málefni tengd geðheilsu og spurt hvernig fræðslu viðkomandi vildi fá um málefni tengd geðheilsu. Gestir á fyrirlestrinum svöruðu könnuninni á staðnum og kom í ljós að mikill meirihluti eða 75% þátttakenda höfðu áhuga á að fá fræðslu um hvernig einstaklingar geti bætt geðheilsu sína og annarra. Geðheilsustöð Breiðholts, Geðheilsumiðstöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Hugarafl ætla að mæta þörfinni og halda fræðslufyrirlestur og umræður fyrir almenning í Árskógum fimmtudaginn 31. október kl. 17. Þar munu meðal annars koma fram Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og Þórey Guðmundsdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf. Þórey mun fjalla um sína reynslu af batamódeli og valdeflingu eftir að hafa glímt við geðröskun. Hugtakið valdefling hefur verið í tísku hin síðari ár og verið túlkað á ýmsa vegu. Hugarafl byggir valdeflingu sína á hugmyndafræði bandarísku baráttukonunnar Judi Chamberlin. Hún skilgreindi valdeflingu samkvæmt þörfum geðsjúkra og þróaði hugmyndafræðina eftir að hafa unnið með öðrum að rannsóknarverkefni þar sem reynt var að mæla valdeflingu í meðferðum. Þar í landi var verkefnið fjármagnað af geðheilbrigðiskerfinu fyrir notendur þess, þar sem hugtakið, valdefling var orðið vinsælt en hafði ekki verið skilgreint á greinargóðan hátt.Lykilþættir Lykilþættir valdeflingar voru tilgreindir ásamt þeim þáttum sem höfðu mikil áhrif á bata einstaklinga greindra með geðsjúkdóm. Má þar nefna að hafa gott aðgengi að upplýsingum, að hafa ákvörðunarvald, að læra að hugsa á gagnrýninn hátt og sjá hlutina í nýju ljósi. Einnig að finnast maður ekki vera einn heldur hluti af hópi, að styrkja jákvæða sjálfsímynd sína og að breyta áliti annarra á eigin getu til aðgerða svo eitthvað sé nefnt. Von er lykilhugtak hjá þeim sem glíma við geðröskun einhvern tíma ævinnar og aðstandendum þeirra. Mikilvægt er að allir þeir sem tengjast einstaklingi í alvarlegum veikindum, fjölskylda hans, nánir vinir, fagfólk og aðrir geðheilbrigðisstarfsmenn hafi vonina ávallt að leiðarljósi. Lífssagan er einnig veigamikill áhrifaþáttur í bataferli viðkomandi og mikilvægt er að tekið sé tillit til tengsla hans við fjölskyldu, maka, vini og aðra. Setja má spurningarmerki við þá nálgun að gera ráð fyrir því að einstaklingurinn sé greindur með geðsjúkdóm á einhverjum tímapunkti í sínu lífi og sé því bundinn þeirri greiningu ævilangt. Rétt greining og lyfjameðferð geta hjálpað og verið mikilvægur hlekkur í bataferlinu. En það er líka mikilvægt að líta til fleiri þátta og gera sér grein fyrir að geðrænir erfiðleikar geta verið tímabundnir og tilkomnir vegna áfalla, einangrunar, vöntunar á tilfinningatengslum og góðum samskiptum. Því er nauðsynlegt að líta sér nær, skoða samskipti sín við aðra og spyrja sig: „Hvernig get ég bætt geðheilsu mína og annarra?“
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar