Innlent

Háhýsi með 141 íbúð á Grandavegi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Lýsishúsið á Grandavegi var rifið 2006.
Lýsishúsið á Grandavegi var rifið 2006. Fréttablaðið/GVA
Félagið Þingvangur hefur fengið byggingarleyfi fyrir tveggja til níu hæða fjölbýlishúsi með 141 íbúð á Grandavegi 42-44.

Undir húsinu verður bílakjallari á tveimur hæðum með stæði fyrir 173 bíla. Um er að ræða svokallað Lýsislóð sem Þingvangur keypti af Landey hf., dótturfélagi Arion banka.

Sjávarlóðin hefur verið auð frá því Lýsishúsið var rifið fyrir sjö árum. Að því er fram kom á Vísi í nóvember í fyrra gerir skipulag ráð fyrir hjúkrunarheimili í hinum enda lóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×