Viðskipti innlent

Enn eitt metið slegið í fjölda farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll

Heimir Már Pétursson skrifar
mynd/anton brink
Þó tæpir tveir mánuðir séu eftir af árinu þá hafa nú þegar fleiri farþegar farið um Keflavíkurflugvöll í ár en allt árið 2012.

Fréttasíðan Túristi segir að gert sé ráð fyrir að farþegum fjölgi um nærri fjögur hundruð þúsund frá því í fyrra. Fyrstu tíu mánuði ársins hafi rétt rúmlega 2,4 milljónir farþega flogið til og frá Keflavík. Það sé um þrjátíu þúsund fleiri en fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar allt síðasta ár.

Árið 2012 hafi verið metár í farþegaumferð á Keflavíkurflugvelli og farþegum fjölgað um 12,7 prósent frá 2011. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia sé gert ráð fyrir að um 2,7 milljónir farþega fari um flugvöllinn í ár sem jafngildi fjölgun um 15,5 prósent á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×