
Markaðssetning á matvöru má ekki blekkja
Það er til að mynda réttur neytenda að fá upplýsingar um innihald matvara samkvæmt lögum en þess utan merkja stundum matvælaframleiðendur vörur sínar með upplýsingum sem ekki er skylt að gera. Slík merking gæti verið „fullyrðing“ sem er skilgreind sem sérhver boðskapur eða framsetning sem gefur til kynna einhverja tiltekna eiginleika matvörunnar. Dæmi: Varan er trefjarík.
Þegar fullyrðing er notuð við markaðssetningu matvara er algengt að verið sé að vísa til þess að matvaran eða innihaldsefni í vörunni hafi jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina. Fullyrðingum er þó skipt í tvo flokka, annars vegar næringarfullyrðingar og hins vegar heilsufullyrðingar. Reglugerð Evrópusambandsins um næringar- og heilsufullyrðingar fyrir matvæli var innleidd á Íslandi árið 2010 með reglugerð nr. 406/2010 og tekur hún til þeirra þátta sem lúta að markaðssetningu matvara þegar fullyrðing er notuð.
Næringarfullyrðingar
Ef fram kemur á umbúðum matvöru að hún hafi jákvæða næringarlega eiginleika þá telst það næringarfullyrðing. Slík fullyrðing er til dæmis notuð þegar búið er að minnka eða fjarlægja næringarefni sem ekki eru talin æskileg í miklu magni. Má þar nefna mettaða fitu eða viðbættan sykur. Einnig er hægt að nota næringarfullyrðingar þegar vakin er athygli á því að matvara innihaldi mikið magn af t.d. vítamínum, steinefnum, próteinum og/eða trefjum. Til þess að mega nota næringarfullyrðingar þá þarf umrædd vara að uppfylla ákveðin skilyrði. Dæmi: ef vara er merkt sem „sykurskert“ þá þarf skerðingin á sykurmagninu að vera 30% miðað við sambærilega vöru.
Heilsufullyrðingar
Ef fullyrt er, látið að því liggja eða gefið í skyn að tengsl séu milli heilbrigðis og ákveðinnar matvöru eða eins af innihaldsefnum hennar þá telst það heilsufullyrðing. Dæmi: „Varan X er góð fyrir æðakerfið“ og „efni Y og Z styrkja varnir líkamans og draga úr blóðsykursveiflum“. Hins vegar er óheimilt samkvæmt matvælalögum að eigna matvælum þá eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á sjúkdómum manna, hafa lækningarmátt eða vísa til þess háttar eiginleika. Dæmi um ólöglega fullyrðingu: „Efnið C verndar gegn krabbameini“. Það telst þó í lagi að fjalla um hvernig draga megi úr sjúkdómsáhættu ef næg vísindaleg gögn eru fyrir hendi. Dæmi um mögulega leyfilega fullyrðingu: „Efnið C dregur úr líkunum á krabbameini“.
Til að tryggja sannleiksgildi heilsufullyrðingar þarf að sækja um leyfi fyrir notkun hennar til Evrópusambandsins og leggja fram vísindaleg gögn sem styðja það. Í fullyrðingaskrá Evrópusambandsins http://ec.europa.eu/nuhclaims/ má finna lista yfir leyfilegar fullyrðingar og jafnframt þeim sem hefur verið hafnað. Þess utan má nefna að það er ólöglegt að nota meðmæli einstakra lækna eða fagfólks í heilbrigðisþjónustu við markaðssetningu vara. Einnig eru fullyrðingar óleyfilegar sem vísa til meðmæla frá öðrum samtökum en landssamtökum lækna, næringarfræðinga og næringarráðgjafa og góðgerðarsamtaka á heilbrigðissviði.
Frá 14. desember 2012 hefur verið óheimilt að markaðssetja matvæli á Íslandi með heilsufullyrðingum sem búið er að hafna af Evrópusambandinu. Við markaðssetningu matvæla og fæðubótarefna má einungis fullyrða um jákvæða heilsufarslega eiginleika vörunnar svo framarlega sem traust vísindaleg gögn styðja það.
Matvælaöryggisstofnun Evrópu er eini aðilinn sem má meta hvort vísindaleg gögn fyrir hverja heilsufarsfullyrðingu séu fullnægjandi. Óleyfilegar fullyrðingar er hægt að tilkynna til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og/eða Matvælastofnunar.
Skoðun

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar