Handbolti

Magdeburg skellti Flensburg

Ólafur Gústafsson fann sig ekki í dag.
Ólafur Gústafsson fann sig ekki í dag.
Íslendingaliðinu Flensburg mistókst að komast upp að hlið Rhein-Neckar Löwen í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í dag er það sótti Björgvin Pál Gústavsson og félaga í Magdeburg heim.

Heimamenn í Magdeburg sterkari allan leikinn og leiddu í hálfleik, 17-15. Þeir héldu Flensburg í hæfilegri fjarlægð allan síðari hálfleikinn.

Flensburg kom með ágætt áhlaup undir lokin en missti svo dampinn. Lokatölur 34-31 fyrir Magdeburg.

Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig eða stigi meira en Fuchse Berlin. Löwen í öðru sæti með 46 stig.

Magdeburg er sjöunda sæti með 33 stig. Arnór Atlason og Ólafur Gústafsson komust ekki á blað í dag en Arnór kom ekkert við sögu. Björgvin Páll Gústavsson reyndi við eitt víti en náði ekki að verja..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×