Blæðingin stöðvuð Elín Hirst skrifar 3. október 2013 06:00 Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri hættu. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2014 gefur hins vegar fyrirheit um að skorist verði í leikinn og að sjúklingurinn nái fullri heilsu. Í ár munu 30 milljarðar, sem við eigum ekki til, renna úr ríkiskassanum. Eytt hefur verið um efni fram, eins og undanfarin fjögur ár. Peningana verður að taka að láni og ríkissjóður þarf að sjálfsögðu að greiða vexti og afborganir af þessu lánsfé. Vextirnir eru blóðpeningar, svo ég noti áfram sömu myndlíkingu, sem annars gætu farið í mikilvæg verkefni. Ríkissjóður greiðir nú um 70 milljarða í vexti af lánum sínum árlega. Það er eins og nýr Landspítali. Ríkisbókhaldið er í raun og veru ekkert öðruvísi en venjulegt heimilisbókhald. Hugsum okkur fjölskyldu sem eyðir um efni fram. Á hverju ári þarf hún að taka bankalán til þess að endar nái saman. Þessi snjóbolti er fljótur að stækka og stöðugt fer meira af heimilistekjunum í vexti og afborganir. En nú hefur fjölskyldan ákveðið að stokka upp spilin til að losna út úr þessum vítahring. Það er alls ekki sársaukalaust. Hugmyndir um að stækka sumarbústaðinn verður að leggja til hliðar, hinni árlegu utanlandsferð er slegið á frest og ýmislegt fleira er gert til að endar nái saman. En með því að ná jöfnuði í heimilisbókhaldinu fær fjölskyldan smátt og smátt meira fé til ráðstöfunar og getur veitt sér ýmsa hluti án þess að taka fyrir því lán. Ný fjárlög fyrir árið 2014 hafa nú verið kynnt. Markmiðið er skýrt, að ná hallalausum ríkisrekstri. Þetta er algjörlega nauðsynlegt að mínu mati. Hagvöxtur á Íslandi er of lítill og fjárfesting sömuleiðis. Hvort tveggja leggur grunn að betri lífskjörum til framtíðar. Núverandi ríkisstjórn er með það efst á blaði að snúa við þessari þróun. Við sem tilheyrum stjórnarliðinu höfum fjögur ár til stefnu til að virkja Ísland til framfara á nýjan leik. Þjóðin á það skilið að við skilum okkar verki vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri hættu. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2014 gefur hins vegar fyrirheit um að skorist verði í leikinn og að sjúklingurinn nái fullri heilsu. Í ár munu 30 milljarðar, sem við eigum ekki til, renna úr ríkiskassanum. Eytt hefur verið um efni fram, eins og undanfarin fjögur ár. Peningana verður að taka að láni og ríkissjóður þarf að sjálfsögðu að greiða vexti og afborganir af þessu lánsfé. Vextirnir eru blóðpeningar, svo ég noti áfram sömu myndlíkingu, sem annars gætu farið í mikilvæg verkefni. Ríkissjóður greiðir nú um 70 milljarða í vexti af lánum sínum árlega. Það er eins og nýr Landspítali. Ríkisbókhaldið er í raun og veru ekkert öðruvísi en venjulegt heimilisbókhald. Hugsum okkur fjölskyldu sem eyðir um efni fram. Á hverju ári þarf hún að taka bankalán til þess að endar nái saman. Þessi snjóbolti er fljótur að stækka og stöðugt fer meira af heimilistekjunum í vexti og afborganir. En nú hefur fjölskyldan ákveðið að stokka upp spilin til að losna út úr þessum vítahring. Það er alls ekki sársaukalaust. Hugmyndir um að stækka sumarbústaðinn verður að leggja til hliðar, hinni árlegu utanlandsferð er slegið á frest og ýmislegt fleira er gert til að endar nái saman. En með því að ná jöfnuði í heimilisbókhaldinu fær fjölskyldan smátt og smátt meira fé til ráðstöfunar og getur veitt sér ýmsa hluti án þess að taka fyrir því lán. Ný fjárlög fyrir árið 2014 hafa nú verið kynnt. Markmiðið er skýrt, að ná hallalausum ríkisrekstri. Þetta er algjörlega nauðsynlegt að mínu mati. Hagvöxtur á Íslandi er of lítill og fjárfesting sömuleiðis. Hvort tveggja leggur grunn að betri lífskjörum til framtíðar. Núverandi ríkisstjórn er með það efst á blaði að snúa við þessari þróun. Við sem tilheyrum stjórnarliðinu höfum fjögur ár til stefnu til að virkja Ísland til framfara á nýjan leik. Þjóðin á það skilið að við skilum okkar verki vel.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar