Innlent

Ungur drengur varð fyrir bíl á Ísafirði

Elimar Hauksson skrifar
Lögreglan auglýsir eftir vitnum að slysinu sem varð við Edinborgarhúsið á Ísafirði.
Lögreglan auglýsir eftir vitnum að slysinu sem varð við Edinborgarhúsið á Ísafirði. mynd/GVA
Ungur drengur varð fyrir bíl í Aðalstræti á Ísafirði, rétt um þrjú leitið í dag.

Atvikið átti sér stað við Edinborgarhúsið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði hlaut drengurinn, sem er á aldrinum þriggja til fjögurra ára, þungt höfuðhögg.

Hann er ekki talinn vera lífshættulega slasaður og er með meðvitund. Drengurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Ísafirði en nú liggur fyrir að hann verður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Tildrög liggja ekki fyrir fyrir en lögreglan auglýsir nú eftir vitnum. Foreldrar drengsins hafa verið upplýstir um málið. Talið er að ökumaður bílsins hafi farið með drenginn á sjúkrahúsið á Ísafirði.

Hægt að koma ábendingum til lögreglunnar í síma 450-3730.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×