Fleiri konur við stjórnvölinn Steingrímur J. Sigfússon skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Hinn 1. september næstkomandi taka gildi ný lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð. Lögin voru sett árið 2010 og eru að nokkru leyti sniðin að norskri fyrirmynd. Ástæða lagasetningarinnar er einföld; hlutur kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi hefur aukist allt of hægt. Ekki er um að kenna skorti á hæfum og vel menntuðum konum til slíkra starfa. Þvert á móti útskrifast nú fleiri konur en karlar með háskólapróf í flestum greinum sem stjórnendur koma almennt úr. Ójafnt kynjahlutfall á þessu sviði sem fleirum er birtingarmynd þess sem enn er óunnið í jafnréttisbaráttunni, íhaldssemi og skorts á fagmennsku og metnaðar í trénuðu andrúmslofti feðraveldisins.Virkjum mannauðinn allan Reynslan sýnir að betri árangur næst í fyrirtækjarekstri eftir því sem kynjahlutföll eru jafnari í stjórnum og stjórnendastöðum. Reyndar því betri eftir því sem konur eru fleiri, andinn á vinnustað er heilbrigðari og vinnan skemmtilegri. Gott samstarf hefur verið um undirbúning gildistöku laganna milli stjórnvalda, viðskiptalífsins og aðila eins og Félags kvenna í atvinnulífinu.Tími til aðgerða Fram undan eru aðalfundir fyrirtækja, þeir síðustu áður en lögin taka gildi. Hér með er skorað á alla viðkomandi að gera það sem til þarf til að ákvæði laganna um minnst 40% af hvoru kyni í stjórn verði að fullu virt frá fyrsta degi. Einnig er ástæða til að senda hvatningu um hið sama til þeirra sem enn eru ekki bundnir af ákvæðum laganna. Það á við um minni fyrirtæki og stjórnir þeirra, hagsmunasamtök o.s.frv. Það er sannfæring undirritaðs að ekki aðeins sé með þessu stigið afar gagnlegt skref í jafnréttisátt og í átt til betri reksturs og eðlilegri aðstæðna í íslensku viðskiptalífi, heldur muni aukið jafnrétti á þessu sviði einnig hafa afleidd og jákvæð áhrif í jafnréttisbaráttunni að öðru leyti. Má þar nefna baráttu gegn kynbundnum launamun og gegn úreltum staðalímyndum um kynin og kynjahlutverk. Til hamingju með þetta skref og tryggjum glæsilega gildistöku nýrra laga 1. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 1. september næstkomandi taka gildi ný lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð. Lögin voru sett árið 2010 og eru að nokkru leyti sniðin að norskri fyrirmynd. Ástæða lagasetningarinnar er einföld; hlutur kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi hefur aukist allt of hægt. Ekki er um að kenna skorti á hæfum og vel menntuðum konum til slíkra starfa. Þvert á móti útskrifast nú fleiri konur en karlar með háskólapróf í flestum greinum sem stjórnendur koma almennt úr. Ójafnt kynjahlutfall á þessu sviði sem fleirum er birtingarmynd þess sem enn er óunnið í jafnréttisbaráttunni, íhaldssemi og skorts á fagmennsku og metnaðar í trénuðu andrúmslofti feðraveldisins.Virkjum mannauðinn allan Reynslan sýnir að betri árangur næst í fyrirtækjarekstri eftir því sem kynjahlutföll eru jafnari í stjórnum og stjórnendastöðum. Reyndar því betri eftir því sem konur eru fleiri, andinn á vinnustað er heilbrigðari og vinnan skemmtilegri. Gott samstarf hefur verið um undirbúning gildistöku laganna milli stjórnvalda, viðskiptalífsins og aðila eins og Félags kvenna í atvinnulífinu.Tími til aðgerða Fram undan eru aðalfundir fyrirtækja, þeir síðustu áður en lögin taka gildi. Hér með er skorað á alla viðkomandi að gera það sem til þarf til að ákvæði laganna um minnst 40% af hvoru kyni í stjórn verði að fullu virt frá fyrsta degi. Einnig er ástæða til að senda hvatningu um hið sama til þeirra sem enn eru ekki bundnir af ákvæðum laganna. Það á við um minni fyrirtæki og stjórnir þeirra, hagsmunasamtök o.s.frv. Það er sannfæring undirritaðs að ekki aðeins sé með þessu stigið afar gagnlegt skref í jafnréttisátt og í átt til betri reksturs og eðlilegri aðstæðna í íslensku viðskiptalífi, heldur muni aukið jafnrétti á þessu sviði einnig hafa afleidd og jákvæð áhrif í jafnréttisbaráttunni að öðru leyti. Má þar nefna baráttu gegn kynbundnum launamun og gegn úreltum staðalímyndum um kynin og kynjahlutverk. Til hamingju með þetta skref og tryggjum glæsilega gildistöku nýrra laga 1. september næstkomandi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar