
Lestur brúar kynslóðabil
Börn hafa alltaf notið þess að hlusta á sögur og þau munu njóta þess áfram, hvar sem þau eru í heiminum. Við njótum þess reyndar öll að hlusta á vel sagða sögu eða áhugaverðan upplestur, hvort sem við erum lítil eða stór. Húslestur hafði ofan af fyrir þjóðinni öldum saman. Einn úr hópnum las upphátt fyrir hina eða sagði sögur og skipti þá engu hvort áheyrendur voru börn, unglingar eða fullorðnir. Fólk naut þess að hlusta saman og ræða saman um söguna. Ósjaldan voru það afi eða amma sem sögðu sögur; gjarnan þjóðsögur, ævintýri eða minningar úr eigin æsku. Með minnkandi samskiptum kynslóðanna gefast börnum æ sjaldnar tækifæri til að biðja ömmu og afa að segja sér sögu og upplifa með þeim þá ró og ánægju sem fylgir því. Það er því mikils virði að nýta þau tækifæri sem gefast til að styrkja tengsl milli kynslóða með lestri, frásögnum, samræðum og samveru.
Dagur læsis
Sunnudagurinn 8. september er alþjóðlegur dagur læsis. Í þetta sinn er dagurinn hér á landi helgaður lestri yngri og eldri kynslóðanna. Í tilefni dagsins viljum við minna á gildi gamla góða húslestrarins; að kynslóðirnar sameinist yfir góðu lesefni og njóti þess að ferðast saman á sagnaslóðir. Það er svo mikilvægt að lesið sé fyrir börn og með börnum, að börn fái lestraruppeldi, læri að njóta lestrar og leggja við hlustir. Afi og amma tekið þátt í að kenna það. Með eldri börnum eykst fjölbreytileiki lesefnis í takti við áhugasvið þeirra og fjölskyldumeðlimir geta allt eins lesið upphátt hver fyrir annan af spjaldtölvum, snjallsímum eða úr fréttablöðum og tímaritum.
Leggjum ekki sögustundirnar af þó að börnin séu orðin læs. Þau þurfa á þeim að halda. Notum bækur til að brúa kynslóðabilið, hvort sem þær eru úr pappír eða birtast á skjáum. Fáum unglingana til að kenna afa og ömmu að nota lesbretti, spjaldtölvur og hljóðbækur. Það er öldruðum mikils virði að geta áfram notið bókmennta og lesið fréttablöð þó að erfiðara sé orðið að lesa af prenti. Umfram allt, njótum lestrar og samvista á degi læsis.
Dagskrá alþjóðadags læsis má finna á síðunni.
Skoðun

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar