Komu hringnum loks í réttar hendur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. september 2013 19:18 Íslensk hjón fundu fyrir tilviljun demantsskreittan hvítagullshring á Spáni fyrir fimm árum. Með hjálp veraldarvefsins og fjölmiðla tókst þeim að hafa uppi á sænskum eigendum hringsins, sem í dag komu hingað til lands til að vitja hans. Hringurinn var grafinn í sand á sólarströnd á Spáni þegar hjónin Bergljót Rist og Sveinn Atli Gunnarsson fundu hann fyrir fimm árum. Inni í hringnum stóðu tvö sænsk nöfn og ártalið 1966. Bergljót var strax ákveðin í að finna eigandann og auglýsti eftir honum í sænskum fjölmiðlum og á netinu. Það var svo þegar Sveinn setti mynd af djásninu inn á prófíl sinn á vefsíðunni Google Plus sem hjólin fóru að snúast, en sænskir fjölmiðlar fóru í kjölfarið að skrifa greinar um hringinn. Þá fékk sænskur ættfræðingur áhuga á málinu. „Ættfræðingurinn rak augun í fréttina í fjölmiðlum í Svíþjóð og einsetti sér að finna hjónin. Hann rannsakaði málið og á endanum kom bara eitt par til greina. Þá hafði hann samband við Jan og Kerstin og nú eru þau komin hingað til landsins," segir Sveinn. Hinn sænski Jan dró hringinn á fingur sinnar heittelskuðu Kerstin á brúðkaupsdaginn árið 1966, en hann glataðist þegar parið var í fríi á Spáni árið 2005. Þeim brá því heldur betur í brún þegar þau fengu símtal þess efnis að hringurinn væri líklega fundinn. Hjónin gátu ekki hugsað sér að fá djásnið sent í pósti eftir öll þessi ár, svo þau gerðu sér ferð hingað til lands til að sækja hann. Nú er hann kominn í réttar hendur, og passar enn á fingur Kerstinar. „Aldrei hélt ég að ég myndi fá hringinn minn, sem er 47 ára gamall, aftur í hendurnar. Þetta er bara algjört kraftaverk," segir Kerstin, en þau hjónin ætla að njóta helgarinnar á Íslandi ásamt Bergljótu og Sveini. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Íslensk hjón fundu fyrir tilviljun demantsskreittan hvítagullshring á Spáni fyrir fimm árum. Með hjálp veraldarvefsins og fjölmiðla tókst þeim að hafa uppi á sænskum eigendum hringsins, sem í dag komu hingað til lands til að vitja hans. Hringurinn var grafinn í sand á sólarströnd á Spáni þegar hjónin Bergljót Rist og Sveinn Atli Gunnarsson fundu hann fyrir fimm árum. Inni í hringnum stóðu tvö sænsk nöfn og ártalið 1966. Bergljót var strax ákveðin í að finna eigandann og auglýsti eftir honum í sænskum fjölmiðlum og á netinu. Það var svo þegar Sveinn setti mynd af djásninu inn á prófíl sinn á vefsíðunni Google Plus sem hjólin fóru að snúast, en sænskir fjölmiðlar fóru í kjölfarið að skrifa greinar um hringinn. Þá fékk sænskur ættfræðingur áhuga á málinu. „Ættfræðingurinn rak augun í fréttina í fjölmiðlum í Svíþjóð og einsetti sér að finna hjónin. Hann rannsakaði málið og á endanum kom bara eitt par til greina. Þá hafði hann samband við Jan og Kerstin og nú eru þau komin hingað til landsins," segir Sveinn. Hinn sænski Jan dró hringinn á fingur sinnar heittelskuðu Kerstin á brúðkaupsdaginn árið 1966, en hann glataðist þegar parið var í fríi á Spáni árið 2005. Þeim brá því heldur betur í brún þegar þau fengu símtal þess efnis að hringurinn væri líklega fundinn. Hjónin gátu ekki hugsað sér að fá djásnið sent í pósti eftir öll þessi ár, svo þau gerðu sér ferð hingað til lands til að sækja hann. Nú er hann kominn í réttar hendur, og passar enn á fingur Kerstinar. „Aldrei hélt ég að ég myndi fá hringinn minn, sem er 47 ára gamall, aftur í hendurnar. Þetta er bara algjört kraftaverk," segir Kerstin, en þau hjónin ætla að njóta helgarinnar á Íslandi ásamt Bergljótu og Sveini.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira