Leik- og söngkonan Kylie Minogue toppaði sjálfa sig algjörlega á frumsýningu frönsku myndarinnar Les Salauds á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vikunni.
Kylie verður 45 ára í næstu viku en það sést ekki á henni. Hún í einu orði sagt ljómaði á rauða dreglinum í guðdómlegum kjól frá Roberto Cavalli.

Deit Kylie á sýningunni var leikstjórinn Leos Carax sem leikstýrði Kylie í kvikmyndinni Holy Motors á síðasta ári.

