Skortur á sæmdartilfinningu? Jón Kalman Stefánsson skrifar 11. desember 2013 06:00 Orð okkar og gerðir lýsa innra manni; Bjarni Benediktsson vill skerða framlög til þróunarmála, stórlega, og sækja þangað fjármuni í heilbrigðiskerfið. Samt höfum við Íslendingar aldrei, jafnvel ekki í mestu góðærum, staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um framlög til þróunarmála. Ekki nóg með það; við höfum ævinlega verið í hópi þeirra sem verja hlutfallslega hvað minnstum fjármunum í þennan málaflokk. Og þrátt fyrir það eigum við hugsanlega heimsmet í kaupum á dýrum rafmagnstækjum; tveir af hverjum þremur Íslendingum eiga til dæmis snjallsíma. Í Mósambik, einu þeirra landa sem við höfum aðstoðað, deyja rúmlega 100 af hverjum þúsund börnum fyrir eins árs aldur. Hér á Íslandi fæðast um 4.500 börn á ári – ef við ættum við sama harm að etja og fólkið í Mósambik, þá létust á hverju ári rúmlega 450 íslensk börn áður en þau næðu 12 mánaða aldri. Það er eins og samanlagður íbúafjöldi Búðardals og Raufarhafnar myndi þurrkast út. Á einu ári. Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn? Og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum? Og samstarfsmenn hans í Framsóknarflokknum? Það vantar vissulega fjármuni í heilbrigðiskerfið, sárlega svo, og ákvörðun hans væri skiljanleg ef þjóðfélaginu væri að blæða út; hungurdauði, borgarastyrjöld, sár fátækt, svimandi atvinnuleysi – en svo er ekki. Við eigum vissulega við vandamál að etja, en vandamál Íra eru til að mynda engu minni, þau eru að líkindum talsvert stærri, og samt leggja Írar hlutfallslega langtum meira til þróunarmála en við. Erum við þá kaldlyndari, sjálfhverfari þjóð?Ekkert réttlætir Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði. Eða afsakað. Hæpið að útskýra með vanþekkingu, allar upplýsingar um sára neyð þjóðanna liggja fyrir, tölur um barnadauða, of lítið læsi, litla möguleika til menntunar, vont aðgengi að hreinu vatni. Bjarna og hans fólki hefði verið í lófa lagið að sækja fjármuni fyrir heilbrigðiskerfið annað, stærstu sjávarútvegsfyrirtækin skila til dæmis geysilegum hagnaði; samt var það alfyrsta verk þessarar stjórnar að kippa til baka hugmyndum um veiðigjaldið. Flýttu sér svo mikið í því máli að það var eins og sjávarútvegurinn væri í stórri hættu. Og hagfræðingar á borð við Jón Steinsson hafa bent á, að ef réttlætissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við leigu á makrílkvóta, þá liggi miklar fjárhæðir þar. Svo miklar að það væri bæði hægt að hækka framlög til heilbrigðiskerfisins og þróunarmála! Við Bjarni Benediktsson munum seint verða sammála í þjóðfélagsmálum, en eitt hljótum við að geta sameinast um, og það er löngunin til að sýna góðmennsku. Löngunin að gera heiminn að betri stað. Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu. Margir þingmenn stjórnarflokkanna eru ungir, og þeir eiga ung börn. Geta þeir samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra að eignast mannsæmandi líf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Orð okkar og gerðir lýsa innra manni; Bjarni Benediktsson vill skerða framlög til þróunarmála, stórlega, og sækja þangað fjármuni í heilbrigðiskerfið. Samt höfum við Íslendingar aldrei, jafnvel ekki í mestu góðærum, staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um framlög til þróunarmála. Ekki nóg með það; við höfum ævinlega verið í hópi þeirra sem verja hlutfallslega hvað minnstum fjármunum í þennan málaflokk. Og þrátt fyrir það eigum við hugsanlega heimsmet í kaupum á dýrum rafmagnstækjum; tveir af hverjum þremur Íslendingum eiga til dæmis snjallsíma. Í Mósambik, einu þeirra landa sem við höfum aðstoðað, deyja rúmlega 100 af hverjum þúsund börnum fyrir eins árs aldur. Hér á Íslandi fæðast um 4.500 börn á ári – ef við ættum við sama harm að etja og fólkið í Mósambik, þá létust á hverju ári rúmlega 450 íslensk börn áður en þau næðu 12 mánaða aldri. Það er eins og samanlagður íbúafjöldi Búðardals og Raufarhafnar myndi þurrkast út. Á einu ári. Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn? Og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum? Og samstarfsmenn hans í Framsóknarflokknum? Það vantar vissulega fjármuni í heilbrigðiskerfið, sárlega svo, og ákvörðun hans væri skiljanleg ef þjóðfélaginu væri að blæða út; hungurdauði, borgarastyrjöld, sár fátækt, svimandi atvinnuleysi – en svo er ekki. Við eigum vissulega við vandamál að etja, en vandamál Íra eru til að mynda engu minni, þau eru að líkindum talsvert stærri, og samt leggja Írar hlutfallslega langtum meira til þróunarmála en við. Erum við þá kaldlyndari, sjálfhverfari þjóð?Ekkert réttlætir Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði. Eða afsakað. Hæpið að útskýra með vanþekkingu, allar upplýsingar um sára neyð þjóðanna liggja fyrir, tölur um barnadauða, of lítið læsi, litla möguleika til menntunar, vont aðgengi að hreinu vatni. Bjarna og hans fólki hefði verið í lófa lagið að sækja fjármuni fyrir heilbrigðiskerfið annað, stærstu sjávarútvegsfyrirtækin skila til dæmis geysilegum hagnaði; samt var það alfyrsta verk þessarar stjórnar að kippa til baka hugmyndum um veiðigjaldið. Flýttu sér svo mikið í því máli að það var eins og sjávarútvegurinn væri í stórri hættu. Og hagfræðingar á borð við Jón Steinsson hafa bent á, að ef réttlætissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við leigu á makrílkvóta, þá liggi miklar fjárhæðir þar. Svo miklar að það væri bæði hægt að hækka framlög til heilbrigðiskerfisins og þróunarmála! Við Bjarni Benediktsson munum seint verða sammála í þjóðfélagsmálum, en eitt hljótum við að geta sameinast um, og það er löngunin til að sýna góðmennsku. Löngunin að gera heiminn að betri stað. Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu. Margir þingmenn stjórnarflokkanna eru ungir, og þeir eiga ung börn. Geta þeir samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra að eignast mannsæmandi líf?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun