Íslendingar vilja hjálpa sárafátækum Ragnar Schram skrifar 11. desember 2013 06:00 Við Íslendingar viljum styðja þjóðir sem eru mun fátækari en við á leið þeirra til bættra lífsgæða. Niðurstöður skoðanakönnunar sem MMR gerði fyrr á árinu sýndu að níu af hverjum tíu Íslendingum vilja óbreytt eða aukin framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þá túlka ég tölur frá ýmsum samtökum sem koma að þróunarsamvinnu einnig í þá veru en tugir þúsunda íslenskra heimila greiða mánaðarlega til slíkrar samvinnu. Það gera þeir t.d. með því að hjálpa með gagnsæjum hætti einu foreldralausu barni svo það fái fjölskyldu og geti stundað nám í góðum skóla og síðar komið að uppbyggingu heimabyggðar sinnar. Algeng mánaðarleg framlög þessara íslensku heimila eru á bilinu 1.000–5.000 krónur. Mörg heimilin búa við þröngan fjárhag og neita sér um einhver gæði til að geta hjálpað þeim sem miklu minna eiga, því vilji er stundum allt sem þarf.Vilji er allt sem þarf Íslendingar hafa ítrekað lýst því yfir að þeir vilji veita 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Í dag er hlutfallið 0,26%. Ef um einstakling með meðaltekjur væri að ræða samsvaraði það tæplega 2.000 krónum á mánuði. Sem betur fer eru þeir ekki margir sem gætu, með snjallsíma í hönd og tískusólgleraugu á nefinu, horft í augu sveltandi manns og neitað um aðstoð. Við Íslendingar viljum standa við alþjóðlegar skuldbindingar (0,7% af þjóðartekjum) á þessu sviði. Það er vel hægt. En að sjálfsögðu þurfum við að verja fénu þar sem það nýtist best og með gagnsæjum hætti. Það er einnig hægt. Svo þurfum við líka að hjálpa því fólki hér á landi sem býr við sárafátækt. Það er líka vel hægt. Vilji er allt sem þarf. En svo er líka hægt að reisa sér fílabeinsturn og lifa þar góðu lífi við allsnægtir, jafnvel með bundið fyrir augun. Það viljum við ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar viljum styðja þjóðir sem eru mun fátækari en við á leið þeirra til bættra lífsgæða. Niðurstöður skoðanakönnunar sem MMR gerði fyrr á árinu sýndu að níu af hverjum tíu Íslendingum vilja óbreytt eða aukin framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þá túlka ég tölur frá ýmsum samtökum sem koma að þróunarsamvinnu einnig í þá veru en tugir þúsunda íslenskra heimila greiða mánaðarlega til slíkrar samvinnu. Það gera þeir t.d. með því að hjálpa með gagnsæjum hætti einu foreldralausu barni svo það fái fjölskyldu og geti stundað nám í góðum skóla og síðar komið að uppbyggingu heimabyggðar sinnar. Algeng mánaðarleg framlög þessara íslensku heimila eru á bilinu 1.000–5.000 krónur. Mörg heimilin búa við þröngan fjárhag og neita sér um einhver gæði til að geta hjálpað þeim sem miklu minna eiga, því vilji er stundum allt sem þarf.Vilji er allt sem þarf Íslendingar hafa ítrekað lýst því yfir að þeir vilji veita 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Í dag er hlutfallið 0,26%. Ef um einstakling með meðaltekjur væri að ræða samsvaraði það tæplega 2.000 krónum á mánuði. Sem betur fer eru þeir ekki margir sem gætu, með snjallsíma í hönd og tískusólgleraugu á nefinu, horft í augu sveltandi manns og neitað um aðstoð. Við Íslendingar viljum standa við alþjóðlegar skuldbindingar (0,7% af þjóðartekjum) á þessu sviði. Það er vel hægt. En að sjálfsögðu þurfum við að verja fénu þar sem það nýtist best og með gagnsæjum hætti. Það er einnig hægt. Svo þurfum við líka að hjálpa því fólki hér á landi sem býr við sárafátækt. Það er líka vel hægt. Vilji er allt sem þarf. En svo er líka hægt að reisa sér fílabeinsturn og lifa þar góðu lífi við allsnægtir, jafnvel með bundið fyrir augun. Það viljum við ekki.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun