Skoðun

Jólagjöfin þín í ár

Staðreynd: Vandamál er ekki vandamál fyrr en þú ákveður að sjá það sem vandamál!

Staðreynd: Þú getur endalaust fundið afsakanir fyrir því að bíða með að taka skrefin í átt að draumnum þínum!    

Staðreynd: Þú getur endalaust  bent hingað og þangað og á alla aðra en sjálfan þig, og sagt að ástæðan fyrir hinu og þessu sé eitthvað sem aðrir gerðu eða gerðu ekki, en ekki þú.

Staðreynd: Það er til fólk sem lætur draumana sína rætast... sama hvað á dynur, og það er fólk sem lærir af eigin reynslu og tekur ákvarðanir sem gerir þau að sterkari leiðtogum í sínu eigin lífi. Þú þarft ekkert próf til að verða leiðtogi í þínu eigin lífi, ekkert diploma, það er einfaldlega ákvörðun sem hvert og eitt okkar getur tekið, og því fyrr sem við tökum þessa ákvörðun, því fyrr erum við farin að stjórna athöfnum okkar og gjörðum.



Hvað gaf þér gleði og hamingju á árinu 2013? 

Nú þegar einungis um 3 vikur eru eftir af árinu, er gott að líta um öxl og skoða hvað árið 2013 gaf þér og hvað þú vilt sjá að nýtt ár komi til með að gefa þér? Hvað stendur uppúr á árinu sem er að líða? Hverjir voru sigrarnir í lífi þínu og vinnu? Hvað myndir þú vilja hafa meira af á komandi ári? Hvað myndir þú vilja hafa minna af?

Já, fólk sem nær afburðar árangri í lífi og starfi er á þessum tíma árs, að velta upp framtíðarsýn sinni fyrir komandi ár. Líkt og vel rekin fyrirtæki sem smella upp áætlunum sem gefa línuna um hvernig reksturinn er áætlaður á næsta ári. Það sama gerir leiðtoginn með sitt eigið líf, og þá er eitt sterkasta vopnið, að vera meðvitaður um sín eigin gildi, ástríðu og framtíðarsýn.

Leiðtoginn sem er trúr sjálfum sér, veit hvert hann er að fara en lifir í nú-inu, er óhræddur við að fylgja hjartanu, byggir upp innihaldsrík samskipti, ræktar af einlægni og virkir tengsl sín við aðra, er lausnamiðaður og síðast en ekki síst afslappaður og gefur samferðafólki sínu þakklæti og traust til aðgerða með virkri hlustun og innblæstri til góðra verka, er sannkallaður leiðtogi sem tekið er eftir.

Eflaust ert þú nú þegar með eitthvað af ofangreindum eiginleikum, og eflaust getur þú einnig séð eiginleika sem þú gætir styrkt í þínu eigin lífi, því jú, við lærum svo lengi sem við lifum.

Gefðu sjálfum þér stærstu jólagjöfina í ár! Taktu meðvitaða ákvörðun að gefa sjálfum þér í jólagjöf þína eigin aðgerðaáætlun sem styrkir hæfileika þína til að verða leiðtoginn í þínu eigin lífi og njóttu þess sjá og upplifa þær breytingar sem verða í kringum þig á nýju ári.




Skoðun

Sjá meira


×