Frá efnahagssamruna til efnahagslegs öryggis Guillaume Xavier-Bender skrifar 5. apríl 2013 07:00 Evrópusambandið var stofnað á grundvelli þeirrar sannfæringar að sameiginleg hagsæld myndi stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu. Innri markaðurinn, og með honum frjáls flutningur á vörum, fólki og fjármagni, hefur sannarlega auðveldað aukna samvinnu milli aðildarríkjanna og almennings. Frá bandalagi til sambands hefur Evrópusamruninn verið stigvaxandi og drifinn af efnahagssamstarfi í álfunni. Krísan á evrusvæðinu, í bland við samdrátt í efnahag heimsins og samkeppni frá vaxandi hagkerfum, er enn eitt skrefið í þróun hlutverks Evrópu í alþjóðamálum. Á meðan aðildarríki tipla á tánum í átt að dýpri samruna á sviði efnahags- og stjórnmála ætti ESB að styrkja núverandi samstarf við aðrar þjóðir.Tvíhliða samkomulag Sem slíkt er nýlegt samkomulag ESB og Bandaríkjanna um að hefja samningaviðræður um víðtækt viðskipta- og fjárfestingasamstarf eins líklegt til efnahagslegs ávinnings og til að styrkja stöðu sambandsins. Svo metnaðarfullt tvíhliða samkomulag gæti einnig stutt við hið fjölþjóða kerfi, hvort heldur sem er innan WTO eða G20. En það gæti líka verið litið á það sem varnartilraun til þess að snúa efnahagslegu samstarfi á heimsvísu aftur í þágu vestrænna hagkerfa. Það er nákvæmlega þetta jafnvægi milli frjálslyndis og verndarstefnu, milli efnahagslegs ávinnings og styrkingar á stöðu innan alþjóðakerfisins, sem mótar hvernig litið er á hlutverk Evrópu í heiminum. Í raun gætu þýðingarmestu leiðir ESB í utanríkismálum verið tengsl þess í efnahagsmálum.Enn stærsta hagkerfið Þrátt fyrir hægan endurbata er ESB enn stærsta hagkerfi heimsins. Það er stærsti innflutningsaðili heimsins, stærsti fjárfestir og sá aðili sem nýtur mestra beinna erlendra fjárfestinga. Þrátt fyrir að efnahagskreppan hafi ekki dregið úr almennum stuðningi við frjálslyndisstefnuna hefur hún eflt ákallið eftir aukinni vernd fyrir evrópsk hagkerfi og samfélög. Kjarninn í því að taka utanríkissambönd ESB til endurskoðunar er að vernda þessar réttarreglur gegn auknum ytri þrýstingi. Í slíku samhengi styrkist sambandið milli efnahags- og utanríkisstefnu og munurinn þar á milli verður æ óskýrari. Af því leiðir, í viðskiptum sem og víðar, að ESB ætti að halda áfram að tryggja hlutfallslega yfirburði sína. Til þess getur þurft að móta nýjar verkreglur til að hafa eftirlit með erlendum fjárfestingum innan sambandsins og stýra aðgangi að innri markaðinum. Efnahagslegt öryggi er hins vegar ekki efnahagsleg verndarstefna heldur snýst það um áhrif skulda, gjaldmiðla, fjárfestinga, iðngetu, auðlinda, orku, tækni og mannauðs á öryggi, bæði á landsvísu sem og svæðisbundið. Það snýst um getu og færni til að skapa, viðhalda og vernda efnahagslega velmegun og félagslegar undirstöður. Þrátt fyrir áskoranir sem felast í þróun á efnahagslegum samskiptum á heimsvísu eru grunnstoðir Evrópu enn sterkar. En nú er kominn tími fyrir ESB að byggja ný sambönd og til að endurhugsa núverandi sambönd út frá efnahagslegu öryggi og samskiptum sem styrkja stöðu sambandsins. Leiðin að eigin efnahagslegum endurbata ESB gæti sprottið fyrst og fremst út frá efnahagslegum samböndum þess út á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið var stofnað á grundvelli þeirrar sannfæringar að sameiginleg hagsæld myndi stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu. Innri markaðurinn, og með honum frjáls flutningur á vörum, fólki og fjármagni, hefur sannarlega auðveldað aukna samvinnu milli aðildarríkjanna og almennings. Frá bandalagi til sambands hefur Evrópusamruninn verið stigvaxandi og drifinn af efnahagssamstarfi í álfunni. Krísan á evrusvæðinu, í bland við samdrátt í efnahag heimsins og samkeppni frá vaxandi hagkerfum, er enn eitt skrefið í þróun hlutverks Evrópu í alþjóðamálum. Á meðan aðildarríki tipla á tánum í átt að dýpri samruna á sviði efnahags- og stjórnmála ætti ESB að styrkja núverandi samstarf við aðrar þjóðir.Tvíhliða samkomulag Sem slíkt er nýlegt samkomulag ESB og Bandaríkjanna um að hefja samningaviðræður um víðtækt viðskipta- og fjárfestingasamstarf eins líklegt til efnahagslegs ávinnings og til að styrkja stöðu sambandsins. Svo metnaðarfullt tvíhliða samkomulag gæti einnig stutt við hið fjölþjóða kerfi, hvort heldur sem er innan WTO eða G20. En það gæti líka verið litið á það sem varnartilraun til þess að snúa efnahagslegu samstarfi á heimsvísu aftur í þágu vestrænna hagkerfa. Það er nákvæmlega þetta jafnvægi milli frjálslyndis og verndarstefnu, milli efnahagslegs ávinnings og styrkingar á stöðu innan alþjóðakerfisins, sem mótar hvernig litið er á hlutverk Evrópu í heiminum. Í raun gætu þýðingarmestu leiðir ESB í utanríkismálum verið tengsl þess í efnahagsmálum.Enn stærsta hagkerfið Þrátt fyrir hægan endurbata er ESB enn stærsta hagkerfi heimsins. Það er stærsti innflutningsaðili heimsins, stærsti fjárfestir og sá aðili sem nýtur mestra beinna erlendra fjárfestinga. Þrátt fyrir að efnahagskreppan hafi ekki dregið úr almennum stuðningi við frjálslyndisstefnuna hefur hún eflt ákallið eftir aukinni vernd fyrir evrópsk hagkerfi og samfélög. Kjarninn í því að taka utanríkissambönd ESB til endurskoðunar er að vernda þessar réttarreglur gegn auknum ytri þrýstingi. Í slíku samhengi styrkist sambandið milli efnahags- og utanríkisstefnu og munurinn þar á milli verður æ óskýrari. Af því leiðir, í viðskiptum sem og víðar, að ESB ætti að halda áfram að tryggja hlutfallslega yfirburði sína. Til þess getur þurft að móta nýjar verkreglur til að hafa eftirlit með erlendum fjárfestingum innan sambandsins og stýra aðgangi að innri markaðinum. Efnahagslegt öryggi er hins vegar ekki efnahagsleg verndarstefna heldur snýst það um áhrif skulda, gjaldmiðla, fjárfestinga, iðngetu, auðlinda, orku, tækni og mannauðs á öryggi, bæði á landsvísu sem og svæðisbundið. Það snýst um getu og færni til að skapa, viðhalda og vernda efnahagslega velmegun og félagslegar undirstöður. Þrátt fyrir áskoranir sem felast í þróun á efnahagslegum samskiptum á heimsvísu eru grunnstoðir Evrópu enn sterkar. En nú er kominn tími fyrir ESB að byggja ný sambönd og til að endurhugsa núverandi sambönd út frá efnahagslegu öryggi og samskiptum sem styrkja stöðu sambandsins. Leiðin að eigin efnahagslegum endurbata ESB gæti sprottið fyrst og fremst út frá efnahagslegum samböndum þess út á við.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar