Verkin vinnast með Lýðræðisvaktinni Sjöfn Rafnsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný. Það er sorglegt að sjá hversu græðgin, spillingin og einkahagsmunahyggjan hefur riðið hér húsum, hvernig réttindi fólks eru fótum troðin, sjá hér gegndarlausa eignaupptöku á heimilum fólks, þrjú heimili daglega, og þjóðarviljann vanvirtan. Það er mál að linni! Hér verður að snúa af rangri leið. Ég vil sjá Íslendinga taka höndum saman og leiðrétta þær misgjörðir sem skilið hafa eftir sig hér sviðna jörð. Ég vil sjá sveitirnar blómstra á ný, stórefla þarf íslenskan landbúnað og auka tækifæri fólks á að hefja hvers konar búskap. Gera þarf úttekt á núverandi úthlutunarreglum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar ríkisjarðir. Hvernig má það vera að biðtími, árafjöldi umsækjenda sem uppfylla öll skilyrði til að fá ábúð, hefur ekkert vægi í núverandi úthlutunarkerfi? Hér verður einnig að gæta að fæðuöryggi þjóðarinnar, nýta ber ræktanlegt land skynsamlega, ég vil ekki sjá nytjaland verða að sumardvalarstað ríkra. Ég vil ekki heldur sjá að fiskveiðar í ám og vötnum verði eingöngu fyrir þá sem hafa efni á veiðinni, hér verður að vera hægt að fara einhvern milliveg. Ég vil sjá sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað og örva fyrirtæki til að hasla sér völl á landsbyggðinni, t.d. með skattaafslætti, og ekki skal hamla ylræktinni með allt of háu rafmagnsverði. Það er ólíðandi að hér skuli landsmenn neyddir til að borga með rafmagni til stóriðju á meðan innanlandsmarkaður á í vök að verjast. Auka þarf lífrænan búskap og það að eiga þess kost að kaupa beint frá býli, geta verið viss um innihaldið! Hvað viðkemur dýrahaldi vil ég ekki sjá hér verksmiðjuiðnað þar sem dýrin líða og fá aldrei að koma út undir bert loft, sjá aldrei sólina. Það sama á við kjúklingarækt þar sem fuglarnir eru hafðir nokkrir saman í búrum, í miklum þrengslum, ofaldir til að þjóna markaðinum. Það er aldrei hægt að rökstyðja pyntingar á dýrum út frá litlum vitsmunum þeirra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að fara vel með og virða dýr, þau eiga líka sín réttindi. Nokkrir sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa það vald að selja vatnsréttindi til erlends aðila eins og gert var í tilviki Ottos Spork, til 95 ára. Vörumst ágang og ágirnd stórfyrirtækja og einkaaðila sem hafa arðrán að atvinnu sinni. Varðveitum sameiginlegar auðlindir þessa gjöfula lands, Íslands, náttúruna, vatnið, orkuna, fiskinn í sjónum, í þágu þjóðarinnar. Ég vel að gera það í samvinnu við Lýðræðisvaktina, Lýðræðisvaktin er og verður á vaktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný. Það er sorglegt að sjá hversu græðgin, spillingin og einkahagsmunahyggjan hefur riðið hér húsum, hvernig réttindi fólks eru fótum troðin, sjá hér gegndarlausa eignaupptöku á heimilum fólks, þrjú heimili daglega, og þjóðarviljann vanvirtan. Það er mál að linni! Hér verður að snúa af rangri leið. Ég vil sjá Íslendinga taka höndum saman og leiðrétta þær misgjörðir sem skilið hafa eftir sig hér sviðna jörð. Ég vil sjá sveitirnar blómstra á ný, stórefla þarf íslenskan landbúnað og auka tækifæri fólks á að hefja hvers konar búskap. Gera þarf úttekt á núverandi úthlutunarreglum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar ríkisjarðir. Hvernig má það vera að biðtími, árafjöldi umsækjenda sem uppfylla öll skilyrði til að fá ábúð, hefur ekkert vægi í núverandi úthlutunarkerfi? Hér verður einnig að gæta að fæðuöryggi þjóðarinnar, nýta ber ræktanlegt land skynsamlega, ég vil ekki sjá nytjaland verða að sumardvalarstað ríkra. Ég vil ekki heldur sjá að fiskveiðar í ám og vötnum verði eingöngu fyrir þá sem hafa efni á veiðinni, hér verður að vera hægt að fara einhvern milliveg. Ég vil sjá sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað og örva fyrirtæki til að hasla sér völl á landsbyggðinni, t.d. með skattaafslætti, og ekki skal hamla ylræktinni með allt of háu rafmagnsverði. Það er ólíðandi að hér skuli landsmenn neyddir til að borga með rafmagni til stóriðju á meðan innanlandsmarkaður á í vök að verjast. Auka þarf lífrænan búskap og það að eiga þess kost að kaupa beint frá býli, geta verið viss um innihaldið! Hvað viðkemur dýrahaldi vil ég ekki sjá hér verksmiðjuiðnað þar sem dýrin líða og fá aldrei að koma út undir bert loft, sjá aldrei sólina. Það sama á við kjúklingarækt þar sem fuglarnir eru hafðir nokkrir saman í búrum, í miklum þrengslum, ofaldir til að þjóna markaðinum. Það er aldrei hægt að rökstyðja pyntingar á dýrum út frá litlum vitsmunum þeirra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að fara vel með og virða dýr, þau eiga líka sín réttindi. Nokkrir sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa það vald að selja vatnsréttindi til erlends aðila eins og gert var í tilviki Ottos Spork, til 95 ára. Vörumst ágang og ágirnd stórfyrirtækja og einkaaðila sem hafa arðrán að atvinnu sinni. Varðveitum sameiginlegar auðlindir þessa gjöfula lands, Íslands, náttúruna, vatnið, orkuna, fiskinn í sjónum, í þágu þjóðarinnar. Ég vel að gera það í samvinnu við Lýðræðisvaktina, Lýðræðisvaktin er og verður á vaktinni.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun