65% fleiri smyglmál vegna munntóbaks í ár en í fyrra Þorgils Jónsson skrifar 11. október 2013 07:00 Tollverðir hafa lagt hald á mun meira munntóbak í ár en í fyrra. Fréttablaðið/Anton Tollverðir lögðu hald á helmingi meira munntóbak á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra og 65% fleiri slík mál komu upp. Þetta kemur fram í tölum sem skrifstofa tollstjóra tók saman að beiðni Fréttablaðsins. Í ár var lagt hald á rúm 65 kíló í 275 tilfellum, en í fyrra var um að ræða tæp 44 kíló í 167 málum. Tollverðir lögðu einnig hald á um 700 sígarettukarton sem reynt var að smygla til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er um það bil þremur prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Hins vegar fjölgaði einstökum málum um tíu prósent, úr 333 tilfellum í fyrra upp í 369, sem bendir frekar til þess að fleiri hafi verið teknir með magn til einkaneyslu sem farið hefur upp fyrir lögleg viðmið. Flest málanna komu upp við leit á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið sagði í vikunni frá því að sígarettusala á fyrstu níu mánuðum ársins hafi dregist saman um tæp tíu prósent frá fyrra ári og sala á neftóbaki, sem oftar en ekki er takið í vör, dróst saman um sjö prósent. Þessi samdráttur í sölu var settur í samhengi við mikla hækkun á smásöluverði á tóbaki í kjölfar stórhækkunar á tóbaksgjöldum um síðustu áramót. Gjöld á sígarettur hækkuðu um 20% og gjöld á neftóbak tvöfölduðust. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð, virðist þessi aukning í munntóbakssmygli og fjölgun á málum vegna sígarettusmygls milli ára haldast í hendur við söluþróun hér á landi. Ólíklegt verður þó að teljast, miðað við þessar tölur, að smygl vegi að fullu upp á móti samdrætti í sölu hér á landi í ár sem nam 8500 sígarettukartonum og tæpu tonni af neftóbaki. Þá sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, að sala á sígarettum hjá þeim hafi dregist saman um 3,5% það sem af er ári. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Tollverðir lögðu hald á helmingi meira munntóbak á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra og 65% fleiri slík mál komu upp. Þetta kemur fram í tölum sem skrifstofa tollstjóra tók saman að beiðni Fréttablaðsins. Í ár var lagt hald á rúm 65 kíló í 275 tilfellum, en í fyrra var um að ræða tæp 44 kíló í 167 málum. Tollverðir lögðu einnig hald á um 700 sígarettukarton sem reynt var að smygla til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er um það bil þremur prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Hins vegar fjölgaði einstökum málum um tíu prósent, úr 333 tilfellum í fyrra upp í 369, sem bendir frekar til þess að fleiri hafi verið teknir með magn til einkaneyslu sem farið hefur upp fyrir lögleg viðmið. Flest málanna komu upp við leit á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið sagði í vikunni frá því að sígarettusala á fyrstu níu mánuðum ársins hafi dregist saman um tæp tíu prósent frá fyrra ári og sala á neftóbaki, sem oftar en ekki er takið í vör, dróst saman um sjö prósent. Þessi samdráttur í sölu var settur í samhengi við mikla hækkun á smásöluverði á tóbaki í kjölfar stórhækkunar á tóbaksgjöldum um síðustu áramót. Gjöld á sígarettur hækkuðu um 20% og gjöld á neftóbak tvöfölduðust. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð, virðist þessi aukning í munntóbakssmygli og fjölgun á málum vegna sígarettusmygls milli ára haldast í hendur við söluþróun hér á landi. Ólíklegt verður þó að teljast, miðað við þessar tölur, að smygl vegi að fullu upp á móti samdrætti í sölu hér á landi í ár sem nam 8500 sígarettukartonum og tæpu tonni af neftóbaki. Þá sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, að sala á sígarettum hjá þeim hafi dregist saman um 3,5% það sem af er ári.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira