65% fleiri smyglmál vegna munntóbaks í ár en í fyrra Þorgils Jónsson skrifar 11. október 2013 07:00 Tollverðir hafa lagt hald á mun meira munntóbak í ár en í fyrra. Fréttablaðið/Anton Tollverðir lögðu hald á helmingi meira munntóbak á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra og 65% fleiri slík mál komu upp. Þetta kemur fram í tölum sem skrifstofa tollstjóra tók saman að beiðni Fréttablaðsins. Í ár var lagt hald á rúm 65 kíló í 275 tilfellum, en í fyrra var um að ræða tæp 44 kíló í 167 málum. Tollverðir lögðu einnig hald á um 700 sígarettukarton sem reynt var að smygla til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er um það bil þremur prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Hins vegar fjölgaði einstökum málum um tíu prósent, úr 333 tilfellum í fyrra upp í 369, sem bendir frekar til þess að fleiri hafi verið teknir með magn til einkaneyslu sem farið hefur upp fyrir lögleg viðmið. Flest málanna komu upp við leit á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið sagði í vikunni frá því að sígarettusala á fyrstu níu mánuðum ársins hafi dregist saman um tæp tíu prósent frá fyrra ári og sala á neftóbaki, sem oftar en ekki er takið í vör, dróst saman um sjö prósent. Þessi samdráttur í sölu var settur í samhengi við mikla hækkun á smásöluverði á tóbaki í kjölfar stórhækkunar á tóbaksgjöldum um síðustu áramót. Gjöld á sígarettur hækkuðu um 20% og gjöld á neftóbak tvöfölduðust. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð, virðist þessi aukning í munntóbakssmygli og fjölgun á málum vegna sígarettusmygls milli ára haldast í hendur við söluþróun hér á landi. Ólíklegt verður þó að teljast, miðað við þessar tölur, að smygl vegi að fullu upp á móti samdrætti í sölu hér á landi í ár sem nam 8500 sígarettukartonum og tæpu tonni af neftóbaki. Þá sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, að sala á sígarettum hjá þeim hafi dregist saman um 3,5% það sem af er ári. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Tollverðir lögðu hald á helmingi meira munntóbak á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra og 65% fleiri slík mál komu upp. Þetta kemur fram í tölum sem skrifstofa tollstjóra tók saman að beiðni Fréttablaðsins. Í ár var lagt hald á rúm 65 kíló í 275 tilfellum, en í fyrra var um að ræða tæp 44 kíló í 167 málum. Tollverðir lögðu einnig hald á um 700 sígarettukarton sem reynt var að smygla til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er um það bil þremur prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Hins vegar fjölgaði einstökum málum um tíu prósent, úr 333 tilfellum í fyrra upp í 369, sem bendir frekar til þess að fleiri hafi verið teknir með magn til einkaneyslu sem farið hefur upp fyrir lögleg viðmið. Flest málanna komu upp við leit á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið sagði í vikunni frá því að sígarettusala á fyrstu níu mánuðum ársins hafi dregist saman um tæp tíu prósent frá fyrra ári og sala á neftóbaki, sem oftar en ekki er takið í vör, dróst saman um sjö prósent. Þessi samdráttur í sölu var settur í samhengi við mikla hækkun á smásöluverði á tóbaki í kjölfar stórhækkunar á tóbaksgjöldum um síðustu áramót. Gjöld á sígarettur hækkuðu um 20% og gjöld á neftóbak tvöfölduðust. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð, virðist þessi aukning í munntóbakssmygli og fjölgun á málum vegna sígarettusmygls milli ára haldast í hendur við söluþróun hér á landi. Ólíklegt verður þó að teljast, miðað við þessar tölur, að smygl vegi að fullu upp á móti samdrætti í sölu hér á landi í ár sem nam 8500 sígarettukartonum og tæpu tonni af neftóbaki. Þá sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, að sala á sígarettum hjá þeim hafi dregist saman um 3,5% það sem af er ári.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira