Reiðhjólastell sem vegur 870 grömm Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 13:30 Þau gerast ekki léttari reiðhjólin. Það er deginum ljósara að því léttari sem reiðhjól eru því minna þarf að hafa fyrir því að stíga þau. Því eru mörg þeirra með léttu álstelli, en sumir ganga lengra og nota rándýrar koltrefjar sem vega ótrúlega lítið. Reiðhjólafyrirtækið Vandeyk hefur nú smíðað reiðhjól með grind sem vegur aðeins 870 grömm, en þá eru reyndar ótaldir þeir hlutir sem raðast á það, svo sem gírar, bremsur, sæti, hjólasveif og fleira. Hjólið kostar enga smáaura, eða 1.550.000 krónur, en hver á slíkt í hverjum vasa! Vandeyk fyrirtækið leitaði í smiðju ekki lakari aðila en Formúlu 1 bílasmiðsins Ralf Brand, sem vann áður fyrir Sauber liðið. Hann hefur einnig smíðað fyrir Toro Rosso, Opel bílafyrirtækið og Nascar keppnisbíla. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent
Það er deginum ljósara að því léttari sem reiðhjól eru því minna þarf að hafa fyrir því að stíga þau. Því eru mörg þeirra með léttu álstelli, en sumir ganga lengra og nota rándýrar koltrefjar sem vega ótrúlega lítið. Reiðhjólafyrirtækið Vandeyk hefur nú smíðað reiðhjól með grind sem vegur aðeins 870 grömm, en þá eru reyndar ótaldir þeir hlutir sem raðast á það, svo sem gírar, bremsur, sæti, hjólasveif og fleira. Hjólið kostar enga smáaura, eða 1.550.000 krónur, en hver á slíkt í hverjum vasa! Vandeyk fyrirtækið leitaði í smiðju ekki lakari aðila en Formúlu 1 bílasmiðsins Ralf Brand, sem vann áður fyrir Sauber liðið. Hann hefur einnig smíðað fyrir Toro Rosso, Opel bílafyrirtækið og Nascar keppnisbíla.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent