
Flóttamenn eiga rétt á aðstoð!
Þvert á það sem margir halda þá leita fæstir flóttamenn skjóls í Evrópu. Langflestir flóttamenn leita skjóls í nágrannaríkjum sínum sem oft eru fátæk og þar ríkir oft spenna eða jafnvel átök. Þannig hýsa t.d. Íran, Pakistan og Sýrland langflesta flóttamenn í heiminum.
Þótt Ísland sé eyland í eiginlegum skilningi þess orðs er svo ekki í raunveruleikanum. Við erum hluti af umheiminum. Ríkisstjórnir hafa stutt vopnuð átök í fjarlægum ríkjum og hingað leita einstaklingar sem hafa orðið fyrir barðinu á hörmungum stríðsátaka.
En íslensk stjórnvöld hafa einnig axlað ábyrgð og tekið á móti flóttamönnum í samvinnu við Flóttamannastofnun SÞ og veitt hluta þeirra sem sækja hér um hæli vernd. Það þarf hins vegar að gera betur í þeim efnum.
Í dag, á alþjóðadegi flóttamanna, vill Rauði krossinn ítreka þá áherslu sína að stjórnvöld tryggi skjótari afgreiðslu á umsóknum hælisleitenda til að koma í veg fyrir þá óvissu og jafnvel örvæntingu sem fólk finnur fyrir ef biðtíminn er of langur. Það er erfitt og mannskemmandi að bíða milli vonar og ótta – jafnvel árum saman. Á meðan getur fólk hvorki tekið virkan þátt í íslensku þjóðfélagi né skipulagt framtíð sína.
Við þurfum að hætta að fangelsa flóttamenn fyrir það eitt að framvísa fölsuðum skilríkjum enda brýtur slíkt líklega í bága við alþjóðlegar skuldbindingar stjórnvalda.
Við Íslendingar þurfum einnig að taka á móti fleiri „kvóta“-flóttamönnum í samvinnu við Flóttamannastofnun SÞ. Árið 2007 gerðu ráðherrar utanríkis- og velferðarmála með sér samkomulag um að taka árlega á móti hópi flóttamanna. Rauði krossinn vonar að hægt verði að standa við það samkomulag þannig að árlega fái 25-30 flóttamenn öruggt skjól á Íslandi.
Skoðun

Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta?
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana
Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar

Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims
Sigvaldi Einarsson skrifar

Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar

Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar
Finnur Th. Eiríksson skrifar

Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu
Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar

Hið landlæga fúsk
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Þetta þarftu að vita: 12 atriði
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Ég frétti af konu
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Eineltið endaði með örkumlun
Davíð Bergmann skrifar

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs
Finnur Ulf Dellsén skrifar

Við megum ekki tapa leiknum utan vallar
Eysteinn Pétur Lárusson skrifar

Börnin heyra bara sprengjugnýinn
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Gagnslausa fólkið
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Tjáningarfrelsi
Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar