Auðveldara að dæma konur Víðir Guðmundsson skrifar 20. júní 2013 06:00 Í öllum helstu fréttamiðlum ómaði frétt um daginn sem sagði frá því að dómarar efstu deildar kvenna í fótbolta fengju 156% minna greitt en þeir sem dæmdu í efstu deild karla. Mér varð spurn hverju þetta sætti. Framkvæmdastjóri KSÍ svaraði og sagði að meiri kröfur væru gerðar til dómara í karladeild, hraðinn væri meiri og atvik sem orkuðu tvímælis væru mun fleiri. Einn stjórnarmaður KSÍ skrifaði inn á Fótbolti.net að launin tækju mið af hraða og ákefð leiksins og að dómarar ásamt KSÍ hefðu komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að erfiðleikastig karladeildar væri meira og þar með eðlilegt að borga hærri laun fyrir þá leiki. Í framhaldi tók hann fram að þetta væri því ekki jafnréttismál og óháð kynferði. Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er svo sannarlega jafnréttismál því þetta endurspeglar viðhorf karla til kvenna. Eigum við bara ekki að segja það upphátt. Kvennabolti þykir bara ekki eins fínn og karlabolti! Sérstaklega í augum karla. Við búum í heimi þar sem karlar ráða flestu, eru í valdastöðum, hafa hærri laun, fá stærri skerf af kastljósi fjölmiðla og svo mætti lengi telja.Karlar ákveða Samkvæmt upplýsingum frá fyrrgreindum stjórnarmanni KSÍ eru karlkyns dómarar 94% allra dómara sem dæma fótboltaleiki. Einungis tvær konur sitja í stjórn KSÍ af 16 stjórnarmönnum eða 12%. Í 28 nefndum og stjórnum KSÍ eru um 215 sæti. Þar af skipa konur 40 sæti, eða tæp 19%. Með öðrum orðum; þeir sem segja að fótbolti í efstu deild karla sé á hærra erfiðleikastigi en fótbolti í efstu deild kvenna eru nánast eingöngu karlar. Ákvörðun um 156% lægri greiðslu er tekin af körlum. Tilviljun? Hvað heldur þú? Ég held að þeim þyki kvennabolti bara ekki eins merkilegur og karlabolti! Með rökum KSÍ-manna gæti ég allt eins haldið því fram að borga ætti kennurum sem kenna fleiri drengjum en stúlkum hærri laun. Strákar eru með fleiri hegðunarvandamál og meiri lærdómsörðugleika að meðaltali en stúlkur og kennarinn þarf því að hafa meira fyrir þeim, ekki satt? Eins gæti ég haldið því fram að rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af unglingum ætti að fá meira borgað en rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af eldri borgurum. Það er jú að öllum líkindum meiri hraði og fleiri atvik hjá unglingunum, eða hvað? Við þurfum bara að finna prósentumuninn. Ætli hann sé 156%?Snýst um peninga Dómari einn tjáði sig um málið á Fótbolti.net og sagði umræðuna fáránlega því í karladeild gæti einn leikur skipt tugum milljóna, ólíkt því sem gerist í kvennadeildinni. Þetta snýst sem sagt um peninga? Peninga sem eiga að vera mælikvarði á hversu vel við stöndum okkur og hversu mikils virði við erum. Lítum þá á niðurstöðuna: Ef kona spilar fótbolta í 90 mínútur eru ekki miklir peningar í spilinu. Ef karl spilar fótbolta í 90 mínútur eru miklir peningar í spilinu. Niðurstaða: Dómari sem dæmir leik með konum skal fá minna borgað – af því að kvennabolti þykir bara ekki eins merkilegur og karlabolti. Að þessu sögðu get ég bara dregið eina ályktun. Hún snýr að öllu samfélaginu og endurspeglast í þeim viðhorfum sem hér hefur verið lýst. Í 156% launamun, í ummælum og í þeirri fáfræði sem hér hefur verið dregin fram í dagsljósið. Mín ályktun er sú að konur þykja bara ekki eins merkilegar og karlar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í öllum helstu fréttamiðlum ómaði frétt um daginn sem sagði frá því að dómarar efstu deildar kvenna í fótbolta fengju 156% minna greitt en þeir sem dæmdu í efstu deild karla. Mér varð spurn hverju þetta sætti. Framkvæmdastjóri KSÍ svaraði og sagði að meiri kröfur væru gerðar til dómara í karladeild, hraðinn væri meiri og atvik sem orkuðu tvímælis væru mun fleiri. Einn stjórnarmaður KSÍ skrifaði inn á Fótbolti.net að launin tækju mið af hraða og ákefð leiksins og að dómarar ásamt KSÍ hefðu komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að erfiðleikastig karladeildar væri meira og þar með eðlilegt að borga hærri laun fyrir þá leiki. Í framhaldi tók hann fram að þetta væri því ekki jafnréttismál og óháð kynferði. Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er svo sannarlega jafnréttismál því þetta endurspeglar viðhorf karla til kvenna. Eigum við bara ekki að segja það upphátt. Kvennabolti þykir bara ekki eins fínn og karlabolti! Sérstaklega í augum karla. Við búum í heimi þar sem karlar ráða flestu, eru í valdastöðum, hafa hærri laun, fá stærri skerf af kastljósi fjölmiðla og svo mætti lengi telja.Karlar ákveða Samkvæmt upplýsingum frá fyrrgreindum stjórnarmanni KSÍ eru karlkyns dómarar 94% allra dómara sem dæma fótboltaleiki. Einungis tvær konur sitja í stjórn KSÍ af 16 stjórnarmönnum eða 12%. Í 28 nefndum og stjórnum KSÍ eru um 215 sæti. Þar af skipa konur 40 sæti, eða tæp 19%. Með öðrum orðum; þeir sem segja að fótbolti í efstu deild karla sé á hærra erfiðleikastigi en fótbolti í efstu deild kvenna eru nánast eingöngu karlar. Ákvörðun um 156% lægri greiðslu er tekin af körlum. Tilviljun? Hvað heldur þú? Ég held að þeim þyki kvennabolti bara ekki eins merkilegur og karlabolti! Með rökum KSÍ-manna gæti ég allt eins haldið því fram að borga ætti kennurum sem kenna fleiri drengjum en stúlkum hærri laun. Strákar eru með fleiri hegðunarvandamál og meiri lærdómsörðugleika að meðaltali en stúlkur og kennarinn þarf því að hafa meira fyrir þeim, ekki satt? Eins gæti ég haldið því fram að rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af unglingum ætti að fá meira borgað en rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af eldri borgurum. Það er jú að öllum líkindum meiri hraði og fleiri atvik hjá unglingunum, eða hvað? Við þurfum bara að finna prósentumuninn. Ætli hann sé 156%?Snýst um peninga Dómari einn tjáði sig um málið á Fótbolti.net og sagði umræðuna fáránlega því í karladeild gæti einn leikur skipt tugum milljóna, ólíkt því sem gerist í kvennadeildinni. Þetta snýst sem sagt um peninga? Peninga sem eiga að vera mælikvarði á hversu vel við stöndum okkur og hversu mikils virði við erum. Lítum þá á niðurstöðuna: Ef kona spilar fótbolta í 90 mínútur eru ekki miklir peningar í spilinu. Ef karl spilar fótbolta í 90 mínútur eru miklir peningar í spilinu. Niðurstaða: Dómari sem dæmir leik með konum skal fá minna borgað – af því að kvennabolti þykir bara ekki eins merkilegur og karlabolti. Að þessu sögðu get ég bara dregið eina ályktun. Hún snýr að öllu samfélaginu og endurspeglast í þeim viðhorfum sem hér hefur verið lýst. Í 156% launamun, í ummælum og í þeirri fáfræði sem hér hefur verið dregin fram í dagsljósið. Mín ályktun er sú að konur þykja bara ekki eins merkilegar og karlar!
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun