
Auðveldara að dæma konur
Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er svo sannarlega jafnréttismál því þetta endurspeglar viðhorf karla til kvenna. Eigum við bara ekki að segja það upphátt. Kvennabolti þykir bara ekki eins fínn og karlabolti! Sérstaklega í augum karla. Við búum í heimi þar sem karlar ráða flestu, eru í valdastöðum, hafa hærri laun, fá stærri skerf af kastljósi fjölmiðla og svo mætti lengi telja.
Karlar ákveða
Samkvæmt upplýsingum frá fyrrgreindum stjórnarmanni KSÍ eru karlkyns dómarar 94% allra dómara sem dæma fótboltaleiki. Einungis tvær konur sitja í stjórn KSÍ af 16 stjórnarmönnum eða 12%. Í 28 nefndum og stjórnum KSÍ eru um 215 sæti. Þar af skipa konur 40 sæti, eða tæp 19%. Með öðrum orðum; þeir sem segja að fótbolti í efstu deild karla sé á hærra erfiðleikastigi en fótbolti í efstu deild kvenna eru nánast eingöngu karlar. Ákvörðun um 156% lægri greiðslu er tekin af körlum. Tilviljun? Hvað heldur þú? Ég held að þeim þyki kvennabolti bara ekki eins merkilegur og karlabolti!
Með rökum KSÍ-manna gæti ég allt eins haldið því fram að borga ætti kennurum sem kenna fleiri drengjum en stúlkum hærri laun. Strákar eru með fleiri hegðunarvandamál og meiri lærdómsörðugleika að meðaltali en stúlkur og kennarinn þarf því að hafa meira fyrir þeim, ekki satt? Eins gæti ég haldið því fram að rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af unglingum ætti að fá meira borgað en rútubílstjóri sem keyrir rútu fulla af eldri borgurum. Það er jú að öllum líkindum meiri hraði og fleiri atvik hjá unglingunum, eða hvað? Við þurfum bara að finna prósentumuninn. Ætli hann sé 156%?
Snýst um peninga
Dómari einn tjáði sig um málið á Fótbolti.net og sagði umræðuna fáránlega því í karladeild gæti einn leikur skipt tugum milljóna, ólíkt því sem gerist í kvennadeildinni. Þetta snýst sem sagt um peninga? Peninga sem eiga að vera mælikvarði á hversu vel við stöndum okkur og hversu mikils virði við erum. Lítum þá á niðurstöðuna:
Ef kona spilar fótbolta í 90 mínútur eru ekki miklir peningar í spilinu.
Ef karl spilar fótbolta í 90 mínútur eru miklir peningar í spilinu.
Niðurstaða: Dómari sem dæmir leik með konum skal fá minna borgað – af því að kvennabolti þykir bara ekki eins merkilegur og karlabolti.
Að þessu sögðu get ég bara dregið eina ályktun. Hún snýr að öllu samfélaginu og endurspeglast í þeim viðhorfum sem hér hefur verið lýst. Í 156% launamun, í ummælum og í þeirri fáfræði sem hér hefur verið dregin fram í dagsljósið. Mín ályktun er sú að konur þykja bara ekki eins merkilegar og karlar!
Skoðun

Von í Vonarskarði
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Þjóð gegn þjóðarmorði
Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar

Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu??
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar

Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun?
Íris E. Gísladóttir skrifar

Þegar öllu er á botninn hvolft
Ingólfur Sverrisson skrifar

Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi
Gunnar Pétur Haraldsson skrifar

Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Á hvaða ári er Inga Sæland stödd?
Snorri Másson skrifar

Eru börn innviðir?
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist
Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar

Körfubolti á tímum þjóðarmorðs
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Draugagangur í Alaska
Hannes Pétursson skrifar

Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða
Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar

Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum
Ægir Lúðvíksson skrifar

76 dagar
Erlingur Sigvaldason skrifar

Í minningu körfuboltahetja
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði?
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Húsnæðisbæturnar sem hurfu
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Hjartans mál í kennslu
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Sporin þín Valtýr
Soffía Sigurðardóttir skrifar

Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Sjallar og lyklaborðið
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt
Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar

„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Verndun vatns og stjórn vatnamála
Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar