Óþarfir leiðtogar Pawel Bartoszek skrifar 15. mars 2013 06:00 Suður-Afríka Óvissa ríkir nú í Suður-Afríku í kjölfar frétta af hrakandi heilsu hins 95 ára gamla leiðtoga landsins, Nelsons Mandela. Hafin er hatrömm barátta innan flokks Mandela, Afríska þjóðarráðsins, um hver eigi að taka við af honum. „Við erum hrædd,“ sagði hin 24 ára gamla Abri frá Höfðaborg. „Við höfum aldrei haft annan leiðtoga. Við getum ekki hugsað okkur líf með einhverjum öðrum forseta.“ Margir fréttaskýrendur óttast um framtíð lýðræðis í landinu. Sumir óttast að kynþáttastríð kunni að breiðast út, jafnvel að hvíti minnihlutinn reyni að hrifsa til sín völd á ný og endurvekja aðskilnaðarstefnuna. Aðrir óttast hið þveröfuga: miklar ofsóknir á hendur hvítu fólki. Í stuttu máli sagt veit enginn hvað næstu mánuðir muni bera í skauti sér. Bresk stjórnvöld hafa hvatt þegna sína til takmarka ferðalög til landsins. …Nei, bíddu við, það er ekki alveg þannig. Nelson Mandela var við völd á árunum 1994-1999. Síðan þá hefur Suður-Afríka haft tvo forseta. Þótt ríkið glími eins og önnur ríki við ýmsan vanda, þótt ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að Afríska þjóðarráðið hafi of ráðandi stöðu á pólitíska sviðinu (flokkurinn fær enn 65% fylgi í kosningum), er óhætt að fullyrða að umskiptin úr kynþáttaaðskilnaði yfir í lýðræði hafi almennt heppnast vel. Auðvitað hefði Nelson Mandela getað náð jafnmörgum kjörtímabilum og Hugo Chavez. En lýðræðið í Suður-Afríku myndi ekki hafa gott af því. Tékkland Herinn er í viðbragðsstöðu eftir andlát Vaclavs Havel, forseta Tékklands, og skólar hafa verið lokaðir í viku. Havel var afar vinsæll heima fyrir þótt hann hafi stundum verið gagnrýndur á alþjóðavettvangi fyrir meinta einræðistilburði. Hann lagði til stjórnarskrárbreytingar árið 2007 sem gerðu honum kleift að ná endurkjöri til ársins 2014. Fastlega var gert ráð fyrir að hann myndi sigra þær kosningar einnig en lungnakrabbameinið kom í veg fyrir það. Algjör óvissa ríkir nú um pólitíska framtíð landsins og óljóst er hver muni fylla það tóm sem andlát Havels skilur eftir sig en Havel sjálfur lét vera að útnefna eftirmann. Helstu leiðtogar í tékkneskum stjórnmálum mærðu hann í bak og fyrir við minningarathöfn í gærkvöldi. Þegar er farið að tala um hann sem „hinn eilífa forseta“. Stjórnmálaástandið er þó afar tvísýnt og meðal annars kom til átaka við útför hans. Sumir óttast að tékkneskt lýðræði kunni að vera í hættu. …Nei, bíddu þetta var ekki þannig. Venesúela Herinn var kallaður út og lögregla sett í viðbragðsstöðu eftir andlát hins vinsæla en umdeilda Hugos Chavez, forseta Venesúela. Chavez náði fyrst kjöri árið 1998. Hann setti landinu nýja stjórnarskrá ári síðar. Hann reyndi svo í tvígang að breyta henni til að afnema takmörk á fjölda kjörtímabila og tókst það í seinna skiptið. Hann náði svo kjöri í fjórða sinn í október og kjörtímabil hans átti að hefjast í janúar. Stjórnarskrá Venesúela segir að ef kjörinn forseti deyr áður en hann nær að sverja embættiseið sinn eigi þingforseti að taka við. Deyi forseti eftir athöfnina taki varaforsetinn við. Hugo Chavez var of lasinn til að mæta í eigin setningarathöfn 10. janúar svo henni var frestað. Engu að síður var varaforsetinn (ekki þingforsetinn) látinn taka við. Boða átti til kosninga innan við þrjátíu dögum frá andláti forsetans. Chavez dó 5. mars. Kosningarnar verða 14. apríl, eða 40 dögum eftir andlátið. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum og öðrum tilraunum stjórnmálamanna úr flokki Chavez til að beygja stjórnskipan landsins sér í hag. Nú ætla ég ekki að kalla Chavez einræðisherra, því ég hugsa að þann titil verðskuldi hann ekki. Honum tókst meira segja að tapa kosningum (um stjórnarskrárbreytingar árið 2007), nokkuð sem besti vinur hans Castro hefur ekki enn afrekað. En leiðtogar verða metnir eftir því hvernig þeir skilja við lönd sín. Í þeim samanburði er ekki annað hægt en að dást að mönnum eins og Mandela og Havel. Sumir virðast kunna það betur en aðrir að hætta að vera vinsælir leiðtogar og verða bara vinsælir menn. Helst óþarfir líka. Því það er stundum yndislegast og best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Suður-Afríka Óvissa ríkir nú í Suður-Afríku í kjölfar frétta af hrakandi heilsu hins 95 ára gamla leiðtoga landsins, Nelsons Mandela. Hafin er hatrömm barátta innan flokks Mandela, Afríska þjóðarráðsins, um hver eigi að taka við af honum. „Við erum hrædd,“ sagði hin 24 ára gamla Abri frá Höfðaborg. „Við höfum aldrei haft annan leiðtoga. Við getum ekki hugsað okkur líf með einhverjum öðrum forseta.“ Margir fréttaskýrendur óttast um framtíð lýðræðis í landinu. Sumir óttast að kynþáttastríð kunni að breiðast út, jafnvel að hvíti minnihlutinn reyni að hrifsa til sín völd á ný og endurvekja aðskilnaðarstefnuna. Aðrir óttast hið þveröfuga: miklar ofsóknir á hendur hvítu fólki. Í stuttu máli sagt veit enginn hvað næstu mánuðir muni bera í skauti sér. Bresk stjórnvöld hafa hvatt þegna sína til takmarka ferðalög til landsins. …Nei, bíddu við, það er ekki alveg þannig. Nelson Mandela var við völd á árunum 1994-1999. Síðan þá hefur Suður-Afríka haft tvo forseta. Þótt ríkið glími eins og önnur ríki við ýmsan vanda, þótt ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að Afríska þjóðarráðið hafi of ráðandi stöðu á pólitíska sviðinu (flokkurinn fær enn 65% fylgi í kosningum), er óhætt að fullyrða að umskiptin úr kynþáttaaðskilnaði yfir í lýðræði hafi almennt heppnast vel. Auðvitað hefði Nelson Mandela getað náð jafnmörgum kjörtímabilum og Hugo Chavez. En lýðræðið í Suður-Afríku myndi ekki hafa gott af því. Tékkland Herinn er í viðbragðsstöðu eftir andlát Vaclavs Havel, forseta Tékklands, og skólar hafa verið lokaðir í viku. Havel var afar vinsæll heima fyrir þótt hann hafi stundum verið gagnrýndur á alþjóðavettvangi fyrir meinta einræðistilburði. Hann lagði til stjórnarskrárbreytingar árið 2007 sem gerðu honum kleift að ná endurkjöri til ársins 2014. Fastlega var gert ráð fyrir að hann myndi sigra þær kosningar einnig en lungnakrabbameinið kom í veg fyrir það. Algjör óvissa ríkir nú um pólitíska framtíð landsins og óljóst er hver muni fylla það tóm sem andlát Havels skilur eftir sig en Havel sjálfur lét vera að útnefna eftirmann. Helstu leiðtogar í tékkneskum stjórnmálum mærðu hann í bak og fyrir við minningarathöfn í gærkvöldi. Þegar er farið að tala um hann sem „hinn eilífa forseta“. Stjórnmálaástandið er þó afar tvísýnt og meðal annars kom til átaka við útför hans. Sumir óttast að tékkneskt lýðræði kunni að vera í hættu. …Nei, bíddu þetta var ekki þannig. Venesúela Herinn var kallaður út og lögregla sett í viðbragðsstöðu eftir andlát hins vinsæla en umdeilda Hugos Chavez, forseta Venesúela. Chavez náði fyrst kjöri árið 1998. Hann setti landinu nýja stjórnarskrá ári síðar. Hann reyndi svo í tvígang að breyta henni til að afnema takmörk á fjölda kjörtímabila og tókst það í seinna skiptið. Hann náði svo kjöri í fjórða sinn í október og kjörtímabil hans átti að hefjast í janúar. Stjórnarskrá Venesúela segir að ef kjörinn forseti deyr áður en hann nær að sverja embættiseið sinn eigi þingforseti að taka við. Deyi forseti eftir athöfnina taki varaforsetinn við. Hugo Chavez var of lasinn til að mæta í eigin setningarathöfn 10. janúar svo henni var frestað. Engu að síður var varaforsetinn (ekki þingforsetinn) látinn taka við. Boða átti til kosninga innan við þrjátíu dögum frá andláti forsetans. Chavez dó 5. mars. Kosningarnar verða 14. apríl, eða 40 dögum eftir andlátið. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum og öðrum tilraunum stjórnmálamanna úr flokki Chavez til að beygja stjórnskipan landsins sér í hag. Nú ætla ég ekki að kalla Chavez einræðisherra, því ég hugsa að þann titil verðskuldi hann ekki. Honum tókst meira segja að tapa kosningum (um stjórnarskrárbreytingar árið 2007), nokkuð sem besti vinur hans Castro hefur ekki enn afrekað. En leiðtogar verða metnir eftir því hvernig þeir skilja við lönd sín. Í þeim samanburði er ekki annað hægt en að dást að mönnum eins og Mandela og Havel. Sumir virðast kunna það betur en aðrir að hætta að vera vinsælir leiðtogar og verða bara vinsælir menn. Helst óþarfir líka. Því það er stundum yndislegast og best.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun