Leikarinn Ben Affleck kveðst njóta þess að eiga frí vikurnar eftir Óskarsverðlaunin. Hann eyðir tíma sínum með börnum sínum og eiginkonu.
„Ég hef sem betur fer ekki gert mikið annað en að slappa af síðustu vikur. Ég sit í sófanum og geri fátt, borða bara ís. Þetta hefur verið góður tími með konu minni og ég nýt hans til hins ýtrasta,“ sagði Affleck í viðtali við Us Weekly.
Affleck er kvæntur leikkonunni Jennifer Garner og saman eiga þau börnin Violet Anne, Seraphina Rose Elizabeth og Samuel.
