Innlent

Tugmilljónatjón á togara

Síða skipsins hefur gengið inn um 35-40 sentímetra, eins og sést í lestinni.
Síða skipsins hefur gengið inn um 35-40 sentímetra, eins og sést í lestinni. Fréttablaðið/Óskar Friðriksson
Tugmilljónatjón varð á togaranum Bylgju VE þegar gámaskipið Tetuan sigldi utan í skipið sem bundið var við bryggju í Vestmannaeyjahöfn.

Lögreglan í Vestmannaeyjum telur gámaskipið hafa tekið illa við þegar það breytti um stefnu með þeim afleiðingum að það sigldi á togarann. Gámaskipið varð fyrir litlu sem engu tjóni og er farið úr höfninni.

Hlynur Richardsson, verkstjóri hjá Skipalyftunni, segir að tjónið hafi ekki verið metið að fullu en vonar að það verði ekki meira en tuttugu milljónir.

Jóhann Þorvaldsson, yfirvélstjóri á Bylgju VE, segir gámaskipið hafa siglt inn í hliðina á Bylgju. „Mestu skemmdirnar eru við og undir sjólínu,“ segir Jóhann. „Miklar dældir eru inni í lestinni og á millidekkinu en skemmdirnar ná einnig niður í vélarrúmið.“ Aðspurður segist Jóhann ekki enn vita hve langan tíma taki að laga skemmdirnar. Málið sé nú í höndum tryggingafélagsins.- hgk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×