Innlent

Tekið á móti skipbrotsmönnum með eggjum og beikoni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þórir Guðmundsson og aðrir starfsmenn Rauðakrossins, ásamt sjálfboðaliðum tóku á móti skipbrotsmönnu.
Þórir Guðmundsson og aðrir starfsmenn Rauðakrossins, ásamt sjálfboðaliðum tóku á móti skipbrotsmönnu.
„Það var gleðilegt að geta tekið á móti þeim með eggjum og beikoni og gefið þeim góðan morgunmat eftir volkið,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðstjóri hjálparstarfssviðs Rauða krossins á Íslandi. Þau voru komin í hús til okkar um hálf níu í morgun. Þetta er mikil svaðilför sem þau eiga að baki. Skútan sökk um fimm í nótt en þá var áhöfn skútunnar komin um borð í skip Landsbjargar. Þá voru skipbrotsmenn búnir að berjast við að halda henni á floti og ausa vatni upp úr skútunni í nokkurn tíma.“

„Okkur bárust boð í morgun að það væri verið að koma með skipbrotsmenn í land og það var óskað eftir því að Rauði krossinn tæki við þeim sem hlutverk í Rauða krossins í skipulagi almannavarna. Við erum með viðbragðshóp á höfuðborgarsvæðinu sem var kallaður til og þeir ásamt starfsmönnum Rauða krossins voru tilbúin með morgunmat handa fólkinu. Við tókum skóstærðir og náðum í fatnað og annað fyrir fólkið. Þetta eru tólf manns á ýmsum aldri, yngsta er 11 ára. Þau dvelja nú í góðu yfirlæti hjá okkur og þau eru mjög þakklát fyrir að það skuli verið hugsað um þau og hugsað fyrir þörfum þeirra. Þau geta lagst til hvílu hérna og fengið aðgang að tölvum og símum til að hafa samband við aðstandendur sína.“

„Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og sérfræðingur Rauða krossins í áfallahjálp ræddi við fólkið. Það er oft þannig þegar fólk kemur hrakið, að besti stuðningurinn og besta áfallahjálpin er að gefa því að borða og gefa þeim tilfinningu að þau séu örugg og komin í trausta höfn.“ 

Fólkið sem var á ýmsum aldri, fékk aðgang að tölvum og símum.
Starfsmenn Rauðakrossins brugðust fljótt við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×