Sigur Hinsegin daga í Reykjavík Mikael Torfason skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Við vorum ekki mörg sem mættum í Hinsegin göngu, Gay Pride, fyrir um 20 árum. Hommar og lesbíur hlupu þá niður Laugaveg með kröfuspjöld – þau vildu fá að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi en sú krafa átti ekki hljómgrunn á Laugavegi þá. Flestir gangandi vegfarendur snéru sér að búðargluggum og létu sem þeir sæju ekki bræður sína og systur. Íslensku samfélagi fannst flest annað mikilvægara en að verða við kröfum hinsegin fólks. Sem betur fer breyttist þetta fljótt og tæpum 10 árum síðar mættu 8 þúsund manns í Hinsegin göngu. 2002 náði fjöldinn 30 þúsund og á laugardag mun þátttakendum í gleðigöngu Hinsegin daga líða eins og allir landsmenn séu mættir. Það er samt ótrúlegt að hugsa til þess hvað það er stutt síðan nær enginn hafði áhuga á gleðigöngu samkynhneigðra. Einnig er með ólíkindum að hugsa til þess hversu langan tíma það tók okkur sem samfélag að virða grundvallarmannréttindi hinsegin fólks. Samkynhneigðir og gagnkynhneigðir Íslendingar sátu ekki við sama borð hvað varðar samræðisaldur fyrr en árið 1992. Fram að því hafði fólki verið mismunað vegna kynhneigðar og það þótt ekkert tiltökumál. Lög um staðfesta samvist voru ekki samþykkt fyrr en 1996 og samkynhneigð pör máttu ekki ættleiða fram til ársins 2006. Já, kæri lesandi, árið 2006! Reyndar höfðu þeim verið leyfðar stjúpættlæðingar árið 2000 en prestar og forstöðufólk trúfélaga máttu ekki gifta homma og lesbíur fyrr en árið 2010. Það er fyrir þremur árum. Í raun er óskiljanlegt að saga umburðarlyndis og sjálfsagðra mannréttinda handa samkynhneigðum sé jafn ung og raun ber vitni. Þau börn sem alast upp í dag munu eiga erfitt með að trúa því hvernig við komum fram við samkynhneigða. Í dag er það nefnilega þannig að hvert einasta leikskólabarn á Íslandi veit að sumt fólk er hinsegin og að það er sjálfsagt að hjón séu af sama kyni. Þegar þetta unga fólk verður fullorðið nálgumst við fullnaðarsigur gegn fordómum. Stundum berast okkur fréttir úr sértrúarsöfnuðum hér á landi sem enn ala á fordómum gegn samkynhneigðum. Við megum aldrei þreytast á því að segja slíkar fréttir og fólk á að svara slíkri umræðu og reyna að uppræta fáfræðina og fordómana. Einnig er erfitt að heyra skelfileg tíðindi frá löndum eins og Rússlandi, en þar á fólk enn langt í land. Ástandið á Vesturlöndum er svolítið einstakt og meira að segja í Bandaríkjunum er óhætt að leyfa sér smá bjartsýni þessi misserin þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Hér á landi þurfum við helst að vara okkur á gleymskunni því það má ekki fenna yfir það hversu forpokuð og fávís við vorum á Íslandi fyrir svo skömmu síðan. Við megum vera stolt af hugarfarsbreytingu okkar og eigum að vera það. Það hefur náðst frábær árangur hér á litlu eyjunni okkar en við megum aldrei gleyma því hversu lengi hinsegin fólki var mismunað hér á landi. Aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við vorum ekki mörg sem mættum í Hinsegin göngu, Gay Pride, fyrir um 20 árum. Hommar og lesbíur hlupu þá niður Laugaveg með kröfuspjöld – þau vildu fá að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi en sú krafa átti ekki hljómgrunn á Laugavegi þá. Flestir gangandi vegfarendur snéru sér að búðargluggum og létu sem þeir sæju ekki bræður sína og systur. Íslensku samfélagi fannst flest annað mikilvægara en að verða við kröfum hinsegin fólks. Sem betur fer breyttist þetta fljótt og tæpum 10 árum síðar mættu 8 þúsund manns í Hinsegin göngu. 2002 náði fjöldinn 30 þúsund og á laugardag mun þátttakendum í gleðigöngu Hinsegin daga líða eins og allir landsmenn séu mættir. Það er samt ótrúlegt að hugsa til þess hvað það er stutt síðan nær enginn hafði áhuga á gleðigöngu samkynhneigðra. Einnig er með ólíkindum að hugsa til þess hversu langan tíma það tók okkur sem samfélag að virða grundvallarmannréttindi hinsegin fólks. Samkynhneigðir og gagnkynhneigðir Íslendingar sátu ekki við sama borð hvað varðar samræðisaldur fyrr en árið 1992. Fram að því hafði fólki verið mismunað vegna kynhneigðar og það þótt ekkert tiltökumál. Lög um staðfesta samvist voru ekki samþykkt fyrr en 1996 og samkynhneigð pör máttu ekki ættleiða fram til ársins 2006. Já, kæri lesandi, árið 2006! Reyndar höfðu þeim verið leyfðar stjúpættlæðingar árið 2000 en prestar og forstöðufólk trúfélaga máttu ekki gifta homma og lesbíur fyrr en árið 2010. Það er fyrir þremur árum. Í raun er óskiljanlegt að saga umburðarlyndis og sjálfsagðra mannréttinda handa samkynhneigðum sé jafn ung og raun ber vitni. Þau börn sem alast upp í dag munu eiga erfitt með að trúa því hvernig við komum fram við samkynhneigða. Í dag er það nefnilega þannig að hvert einasta leikskólabarn á Íslandi veit að sumt fólk er hinsegin og að það er sjálfsagt að hjón séu af sama kyni. Þegar þetta unga fólk verður fullorðið nálgumst við fullnaðarsigur gegn fordómum. Stundum berast okkur fréttir úr sértrúarsöfnuðum hér á landi sem enn ala á fordómum gegn samkynhneigðum. Við megum aldrei þreytast á því að segja slíkar fréttir og fólk á að svara slíkri umræðu og reyna að uppræta fáfræðina og fordómana. Einnig er erfitt að heyra skelfileg tíðindi frá löndum eins og Rússlandi, en þar á fólk enn langt í land. Ástandið á Vesturlöndum er svolítið einstakt og meira að segja í Bandaríkjunum er óhætt að leyfa sér smá bjartsýni þessi misserin þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Hér á landi þurfum við helst að vara okkur á gleymskunni því það má ekki fenna yfir það hversu forpokuð og fávís við vorum á Íslandi fyrir svo skömmu síðan. Við megum vera stolt af hugarfarsbreytingu okkar og eigum að vera það. Það hefur náðst frábær árangur hér á litlu eyjunni okkar en við megum aldrei gleyma því hversu lengi hinsegin fólki var mismunað hér á landi. Aldrei.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun