Tíu prósenta aukning í fjölda ferðamanna milli ára 9. ágúst 2013 12:47 Ferðamenn í Reykjavík Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nýliðnum júlí eða 11.400 fleiri en í júlí í fyrra. Um er að ræða 10,2% aukningu milli ára, segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Þegar litið er til fjölda ferðamanna í júlí á því tólf ára tímabili (2002-2013) sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum má sjá umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna. Þeim hefur fjölgað úr 46 þúsund árið 2002 í um 123 þúsund árið 2013 eða um 77 þúsund ferðamenn. Aukningin milli ára hefur verið að jafnaði 9,7% en sveiflur milli ára hafa hins vegar verið talsvert miklar. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar fjölmennastir Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júlí frá Bandaríkjunum (14,9%) og Þýskalandi (12,2%). Þar á eftir komu Frakkar (8,2%), Bretar (8,1%), Danir (7,2%), Norðmenn (5,1%), Svíar (4,3%), Hollendingar (3,4%) og Svisslendingar (3,4%). Samtals voru þessar níu þjóðir um tveir þriðju (66,8%) ferðamanna í júlí. Af einstaka þjóðum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Frökkum og Bretum mest milli ára í júlí. Þannig komu 3.492 fleiri Bandaríkjamenn í júlí ár, 1.729 fleiri Frakkar og 1.448 fleiri Bretar. Færri Svíar, Þjóðverjar og Norðmenn komu hins vegar í júlí í ár en í fyrra. Auking frá öllum mörkuðum nema Norðurlöndum Þegar aukning milli ára er skoðuð eftir einstaka markaðssvæðum má sjá 22,3% aukningu N-Ameríkana, 17,0% aukningu Breta, 5,9% aukningu Mið- og S-Evrópubúa og 19,4% aukningu þeirra sem koma frá löndum sem flokkuð eru undir annað. Norðurlandabúum fækkar hins vegar um 4,4%. Um 435 þúsund ferðamenn frá áramótum Frá áramótum hafa 434.930 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 78 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 21,8% milli ára. 42,6% fleiri Bretar hafa heimsótt landið, 27,7% fleiri N-Ameríkanar, 17,8% fleiri Mið- og S-Evrópubúar og 25,3% fleiri ferðamenn frá löndum sem flokkast undir ,,annað“. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 4,9%. Utanferðir Íslendinga Um 33 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí eða 1.700 færri en í júlí í fyrra. Frá áramótum hafa um 203 þúsund Íslendingar farið utan, um 2.200 færri en á sama tímabili árið 2012. Fækkunin nemur 1,1% milli ára. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nýliðnum júlí eða 11.400 fleiri en í júlí í fyrra. Um er að ræða 10,2% aukningu milli ára, segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Þegar litið er til fjölda ferðamanna í júlí á því tólf ára tímabili (2002-2013) sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum má sjá umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna. Þeim hefur fjölgað úr 46 þúsund árið 2002 í um 123 þúsund árið 2013 eða um 77 þúsund ferðamenn. Aukningin milli ára hefur verið að jafnaði 9,7% en sveiflur milli ára hafa hins vegar verið talsvert miklar. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar fjölmennastir Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júlí frá Bandaríkjunum (14,9%) og Þýskalandi (12,2%). Þar á eftir komu Frakkar (8,2%), Bretar (8,1%), Danir (7,2%), Norðmenn (5,1%), Svíar (4,3%), Hollendingar (3,4%) og Svisslendingar (3,4%). Samtals voru þessar níu þjóðir um tveir þriðju (66,8%) ferðamanna í júlí. Af einstaka þjóðum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Frökkum og Bretum mest milli ára í júlí. Þannig komu 3.492 fleiri Bandaríkjamenn í júlí ár, 1.729 fleiri Frakkar og 1.448 fleiri Bretar. Færri Svíar, Þjóðverjar og Norðmenn komu hins vegar í júlí í ár en í fyrra. Auking frá öllum mörkuðum nema Norðurlöndum Þegar aukning milli ára er skoðuð eftir einstaka markaðssvæðum má sjá 22,3% aukningu N-Ameríkana, 17,0% aukningu Breta, 5,9% aukningu Mið- og S-Evrópubúa og 19,4% aukningu þeirra sem koma frá löndum sem flokkuð eru undir annað. Norðurlandabúum fækkar hins vegar um 4,4%. Um 435 þúsund ferðamenn frá áramótum Frá áramótum hafa 434.930 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 78 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 21,8% milli ára. 42,6% fleiri Bretar hafa heimsótt landið, 27,7% fleiri N-Ameríkanar, 17,8% fleiri Mið- og S-Evrópubúar og 25,3% fleiri ferðamenn frá löndum sem flokkast undir ,,annað“. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 4,9%. Utanferðir Íslendinga Um 33 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí eða 1.700 færri en í júlí í fyrra. Frá áramótum hafa um 203 þúsund Íslendingar farið utan, um 2.200 færri en á sama tímabili árið 2012. Fækkunin nemur 1,1% milli ára. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira