Tíu prósenta aukning í fjölda ferðamanna milli ára 9. ágúst 2013 12:47 Ferðamenn í Reykjavík Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nýliðnum júlí eða 11.400 fleiri en í júlí í fyrra. Um er að ræða 10,2% aukningu milli ára, segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Þegar litið er til fjölda ferðamanna í júlí á því tólf ára tímabili (2002-2013) sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum má sjá umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna. Þeim hefur fjölgað úr 46 þúsund árið 2002 í um 123 þúsund árið 2013 eða um 77 þúsund ferðamenn. Aukningin milli ára hefur verið að jafnaði 9,7% en sveiflur milli ára hafa hins vegar verið talsvert miklar. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar fjölmennastir Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júlí frá Bandaríkjunum (14,9%) og Þýskalandi (12,2%). Þar á eftir komu Frakkar (8,2%), Bretar (8,1%), Danir (7,2%), Norðmenn (5,1%), Svíar (4,3%), Hollendingar (3,4%) og Svisslendingar (3,4%). Samtals voru þessar níu þjóðir um tveir þriðju (66,8%) ferðamanna í júlí. Af einstaka þjóðum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Frökkum og Bretum mest milli ára í júlí. Þannig komu 3.492 fleiri Bandaríkjamenn í júlí ár, 1.729 fleiri Frakkar og 1.448 fleiri Bretar. Færri Svíar, Þjóðverjar og Norðmenn komu hins vegar í júlí í ár en í fyrra. Auking frá öllum mörkuðum nema Norðurlöndum Þegar aukning milli ára er skoðuð eftir einstaka markaðssvæðum má sjá 22,3% aukningu N-Ameríkana, 17,0% aukningu Breta, 5,9% aukningu Mið- og S-Evrópubúa og 19,4% aukningu þeirra sem koma frá löndum sem flokkuð eru undir annað. Norðurlandabúum fækkar hins vegar um 4,4%. Um 435 þúsund ferðamenn frá áramótum Frá áramótum hafa 434.930 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 78 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 21,8% milli ára. 42,6% fleiri Bretar hafa heimsótt landið, 27,7% fleiri N-Ameríkanar, 17,8% fleiri Mið- og S-Evrópubúar og 25,3% fleiri ferðamenn frá löndum sem flokkast undir ,,annað“. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 4,9%. Utanferðir Íslendinga Um 33 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí eða 1.700 færri en í júlí í fyrra. Frá áramótum hafa um 203 þúsund Íslendingar farið utan, um 2.200 færri en á sama tímabili árið 2012. Fækkunin nemur 1,1% milli ára. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nýliðnum júlí eða 11.400 fleiri en í júlí í fyrra. Um er að ræða 10,2% aukningu milli ára, segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Þegar litið er til fjölda ferðamanna í júlí á því tólf ára tímabili (2002-2013) sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum má sjá umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna. Þeim hefur fjölgað úr 46 þúsund árið 2002 í um 123 þúsund árið 2013 eða um 77 þúsund ferðamenn. Aukningin milli ára hefur verið að jafnaði 9,7% en sveiflur milli ára hafa hins vegar verið talsvert miklar. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar fjölmennastir Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júlí frá Bandaríkjunum (14,9%) og Þýskalandi (12,2%). Þar á eftir komu Frakkar (8,2%), Bretar (8,1%), Danir (7,2%), Norðmenn (5,1%), Svíar (4,3%), Hollendingar (3,4%) og Svisslendingar (3,4%). Samtals voru þessar níu þjóðir um tveir þriðju (66,8%) ferðamanna í júlí. Af einstaka þjóðum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Frökkum og Bretum mest milli ára í júlí. Þannig komu 3.492 fleiri Bandaríkjamenn í júlí ár, 1.729 fleiri Frakkar og 1.448 fleiri Bretar. Færri Svíar, Þjóðverjar og Norðmenn komu hins vegar í júlí í ár en í fyrra. Auking frá öllum mörkuðum nema Norðurlöndum Þegar aukning milli ára er skoðuð eftir einstaka markaðssvæðum má sjá 22,3% aukningu N-Ameríkana, 17,0% aukningu Breta, 5,9% aukningu Mið- og S-Evrópubúa og 19,4% aukningu þeirra sem koma frá löndum sem flokkuð eru undir annað. Norðurlandabúum fækkar hins vegar um 4,4%. Um 435 þúsund ferðamenn frá áramótum Frá áramótum hafa 434.930 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 78 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 21,8% milli ára. 42,6% fleiri Bretar hafa heimsótt landið, 27,7% fleiri N-Ameríkanar, 17,8% fleiri Mið- og S-Evrópubúar og 25,3% fleiri ferðamenn frá löndum sem flokkast undir ,,annað“. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 4,9%. Utanferðir Íslendinga Um 33 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí eða 1.700 færri en í júlí í fyrra. Frá áramótum hafa um 203 þúsund Íslendingar farið utan, um 2.200 færri en á sama tímabili árið 2012. Fækkunin nemur 1,1% milli ára. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira