Hinir sílogandi netheimar Halldór Auðar Svansson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í. Þessu góða gríni fylgir smá alvara þar sem netheimar gætu allt eins verið (stór) íbúðablokk því þeir eru samfélag í samfélaginu, hálfgerð endurspeglun þess. Jón og Gunna búa í Álfheimum en svo eiga þau sér líka búsetu í netheimum. Núorðið er aðalaðsetur þeirra líklegast á Facebook en þaðan skreppa þau til að hitta aðra og spjalla í athugasemdakerfum DV, Vísis, Eyjunnar og svo framvegis. Krakkarnir þeirra eru líklegri til að halda til á Snapchat og Instagram með vinum sínum. Sumir, meðal annars úr hópi valdhafa, vilja gera lítið úr netsamfélaginu og setja það út í horn með því að nota hugtök á borð við netheima og bloggsamfélag í hálfniðrandi merkingu og gefa leynt og ljóst í skyn að netsamfélagið sé hálfómarktækt eða óraunverulegt (oftast mislíkar viðkomandi eitthvað sem þar fer fram, á borð við gagnrýni á þá sjálfa). Slíkt tal hljómar vægast sagt gamaldags, þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að netumræðan hefur oft mikil áhrif. Netið hefur líka gert fólki mun auðveldara um vik að halda upplýsingum til haga og rifja þær upp þegar við á. Það er kannski helst það sem valdhöfum gremst en hvað sem því líður hafa þeir síður stjórn á umræðunni en áður; netfrelsisbyltingin er komin til að vera. Kjörlendi eineltis Öllu frelsi fylgir þó ábyrgð. Þetta dásamlega netfrelsi má líka misnota, til að mynda með því að meiða með orðum og níðast á þeim sem liggja vel við höggi. Návígið sem netið skapar getur verið kjörlendi eineltis og ofsókna fyrir þá sem vilja nýta sér það þannig. Um það þekkjum við mörg óskemmtileg og jafnvel skelfileg dæmi. Línan milli eðlilegra skoðanaskipta og andlegs ofbeldis er reyndar að vissu leyti matskennd en allir eru sammála um að hún er til staðar. Hluti vandans á netinu er að þar er frekar auðvelt fyrir okkur að horfa framhjá þeim afleiðingum sem hegðun okkar hefur á tilfinningar annarra, af því að á netinu sitjum við ekki augliti til auglitis. Nú er auðvitað ekki hægt að neyða nokkurn til að taka tillit til tilfinninga annarra en það er hægt að minna á mikilvægi uppbyggilegra samskipta og kalla fólk til ábyrgðar fyrir framkomu sína. Við Íslendingar eigum okkur málsháttinn „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, úr kvæði Einars Benediktssonar sem aldrei er of oft kveðið, þar sem það er frábær áminning um ábyrgðina sem fylgir því að eiga í mannlegum samskiptum. Fyrir mörgum er ofangreint vafalaust sjálfsögð sannindi, en þau eru því miður ekki öllum sjálfsögð og þess vegna hljótum við öll að bera ábyrgð á að passa upp á hvert annað í því návígissamfélagi sem netheimar eru. Þá þurfum við líka að átta okkur vel á hvernig netheimar virka og hvað fer þar fram, ekki síst hvað börn og ungmenni eru að gera hvert öðru, í skjóli tækni og tækifæra sem auðvelt er að misnota með fáeinum handtökum. Beislum eldinn og yljum okkur við hann í stað þess að brenna brýr eða börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í. Þessu góða gríni fylgir smá alvara þar sem netheimar gætu allt eins verið (stór) íbúðablokk því þeir eru samfélag í samfélaginu, hálfgerð endurspeglun þess. Jón og Gunna búa í Álfheimum en svo eiga þau sér líka búsetu í netheimum. Núorðið er aðalaðsetur þeirra líklegast á Facebook en þaðan skreppa þau til að hitta aðra og spjalla í athugasemdakerfum DV, Vísis, Eyjunnar og svo framvegis. Krakkarnir þeirra eru líklegri til að halda til á Snapchat og Instagram með vinum sínum. Sumir, meðal annars úr hópi valdhafa, vilja gera lítið úr netsamfélaginu og setja það út í horn með því að nota hugtök á borð við netheima og bloggsamfélag í hálfniðrandi merkingu og gefa leynt og ljóst í skyn að netsamfélagið sé hálfómarktækt eða óraunverulegt (oftast mislíkar viðkomandi eitthvað sem þar fer fram, á borð við gagnrýni á þá sjálfa). Slíkt tal hljómar vægast sagt gamaldags, þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að netumræðan hefur oft mikil áhrif. Netið hefur líka gert fólki mun auðveldara um vik að halda upplýsingum til haga og rifja þær upp þegar við á. Það er kannski helst það sem valdhöfum gremst en hvað sem því líður hafa þeir síður stjórn á umræðunni en áður; netfrelsisbyltingin er komin til að vera. Kjörlendi eineltis Öllu frelsi fylgir þó ábyrgð. Þetta dásamlega netfrelsi má líka misnota, til að mynda með því að meiða með orðum og níðast á þeim sem liggja vel við höggi. Návígið sem netið skapar getur verið kjörlendi eineltis og ofsókna fyrir þá sem vilja nýta sér það þannig. Um það þekkjum við mörg óskemmtileg og jafnvel skelfileg dæmi. Línan milli eðlilegra skoðanaskipta og andlegs ofbeldis er reyndar að vissu leyti matskennd en allir eru sammála um að hún er til staðar. Hluti vandans á netinu er að þar er frekar auðvelt fyrir okkur að horfa framhjá þeim afleiðingum sem hegðun okkar hefur á tilfinningar annarra, af því að á netinu sitjum við ekki augliti til auglitis. Nú er auðvitað ekki hægt að neyða nokkurn til að taka tillit til tilfinninga annarra en það er hægt að minna á mikilvægi uppbyggilegra samskipta og kalla fólk til ábyrgðar fyrir framkomu sína. Við Íslendingar eigum okkur málsháttinn „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, úr kvæði Einars Benediktssonar sem aldrei er of oft kveðið, þar sem það er frábær áminning um ábyrgðina sem fylgir því að eiga í mannlegum samskiptum. Fyrir mörgum er ofangreint vafalaust sjálfsögð sannindi, en þau eru því miður ekki öllum sjálfsögð og þess vegna hljótum við öll að bera ábyrgð á að passa upp á hvert annað í því návígissamfélagi sem netheimar eru. Þá þurfum við líka að átta okkur vel á hvernig netheimar virka og hvað fer þar fram, ekki síst hvað börn og ungmenni eru að gera hvert öðru, í skjóli tækni og tækifæra sem auðvelt er að misnota með fáeinum handtökum. Beislum eldinn og yljum okkur við hann í stað þess að brenna brýr eða börnin okkar.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun