Hinir sílogandi netheimar Halldór Auðar Svansson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í. Þessu góða gríni fylgir smá alvara þar sem netheimar gætu allt eins verið (stór) íbúðablokk því þeir eru samfélag í samfélaginu, hálfgerð endurspeglun þess. Jón og Gunna búa í Álfheimum en svo eiga þau sér líka búsetu í netheimum. Núorðið er aðalaðsetur þeirra líklegast á Facebook en þaðan skreppa þau til að hitta aðra og spjalla í athugasemdakerfum DV, Vísis, Eyjunnar og svo framvegis. Krakkarnir þeirra eru líklegri til að halda til á Snapchat og Instagram með vinum sínum. Sumir, meðal annars úr hópi valdhafa, vilja gera lítið úr netsamfélaginu og setja það út í horn með því að nota hugtök á borð við netheima og bloggsamfélag í hálfniðrandi merkingu og gefa leynt og ljóst í skyn að netsamfélagið sé hálfómarktækt eða óraunverulegt (oftast mislíkar viðkomandi eitthvað sem þar fer fram, á borð við gagnrýni á þá sjálfa). Slíkt tal hljómar vægast sagt gamaldags, þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að netumræðan hefur oft mikil áhrif. Netið hefur líka gert fólki mun auðveldara um vik að halda upplýsingum til haga og rifja þær upp þegar við á. Það er kannski helst það sem valdhöfum gremst en hvað sem því líður hafa þeir síður stjórn á umræðunni en áður; netfrelsisbyltingin er komin til að vera. Kjörlendi eineltis Öllu frelsi fylgir þó ábyrgð. Þetta dásamlega netfrelsi má líka misnota, til að mynda með því að meiða með orðum og níðast á þeim sem liggja vel við höggi. Návígið sem netið skapar getur verið kjörlendi eineltis og ofsókna fyrir þá sem vilja nýta sér það þannig. Um það þekkjum við mörg óskemmtileg og jafnvel skelfileg dæmi. Línan milli eðlilegra skoðanaskipta og andlegs ofbeldis er reyndar að vissu leyti matskennd en allir eru sammála um að hún er til staðar. Hluti vandans á netinu er að þar er frekar auðvelt fyrir okkur að horfa framhjá þeim afleiðingum sem hegðun okkar hefur á tilfinningar annarra, af því að á netinu sitjum við ekki augliti til auglitis. Nú er auðvitað ekki hægt að neyða nokkurn til að taka tillit til tilfinninga annarra en það er hægt að minna á mikilvægi uppbyggilegra samskipta og kalla fólk til ábyrgðar fyrir framkomu sína. Við Íslendingar eigum okkur málsháttinn „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, úr kvæði Einars Benediktssonar sem aldrei er of oft kveðið, þar sem það er frábær áminning um ábyrgðina sem fylgir því að eiga í mannlegum samskiptum. Fyrir mörgum er ofangreint vafalaust sjálfsögð sannindi, en þau eru því miður ekki öllum sjálfsögð og þess vegna hljótum við öll að bera ábyrgð á að passa upp á hvert annað í því návígissamfélagi sem netheimar eru. Þá þurfum við líka að átta okkur vel á hvernig netheimar virka og hvað fer þar fram, ekki síst hvað börn og ungmenni eru að gera hvert öðru, í skjóli tækni og tækifæra sem auðvelt er að misnota með fáeinum handtökum. Beislum eldinn og yljum okkur við hann í stað þess að brenna brýr eða börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í. Þessu góða gríni fylgir smá alvara þar sem netheimar gætu allt eins verið (stór) íbúðablokk því þeir eru samfélag í samfélaginu, hálfgerð endurspeglun þess. Jón og Gunna búa í Álfheimum en svo eiga þau sér líka búsetu í netheimum. Núorðið er aðalaðsetur þeirra líklegast á Facebook en þaðan skreppa þau til að hitta aðra og spjalla í athugasemdakerfum DV, Vísis, Eyjunnar og svo framvegis. Krakkarnir þeirra eru líklegri til að halda til á Snapchat og Instagram með vinum sínum. Sumir, meðal annars úr hópi valdhafa, vilja gera lítið úr netsamfélaginu og setja það út í horn með því að nota hugtök á borð við netheima og bloggsamfélag í hálfniðrandi merkingu og gefa leynt og ljóst í skyn að netsamfélagið sé hálfómarktækt eða óraunverulegt (oftast mislíkar viðkomandi eitthvað sem þar fer fram, á borð við gagnrýni á þá sjálfa). Slíkt tal hljómar vægast sagt gamaldags, þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að netumræðan hefur oft mikil áhrif. Netið hefur líka gert fólki mun auðveldara um vik að halda upplýsingum til haga og rifja þær upp þegar við á. Það er kannski helst það sem valdhöfum gremst en hvað sem því líður hafa þeir síður stjórn á umræðunni en áður; netfrelsisbyltingin er komin til að vera. Kjörlendi eineltis Öllu frelsi fylgir þó ábyrgð. Þetta dásamlega netfrelsi má líka misnota, til að mynda með því að meiða með orðum og níðast á þeim sem liggja vel við höggi. Návígið sem netið skapar getur verið kjörlendi eineltis og ofsókna fyrir þá sem vilja nýta sér það þannig. Um það þekkjum við mörg óskemmtileg og jafnvel skelfileg dæmi. Línan milli eðlilegra skoðanaskipta og andlegs ofbeldis er reyndar að vissu leyti matskennd en allir eru sammála um að hún er til staðar. Hluti vandans á netinu er að þar er frekar auðvelt fyrir okkur að horfa framhjá þeim afleiðingum sem hegðun okkar hefur á tilfinningar annarra, af því að á netinu sitjum við ekki augliti til auglitis. Nú er auðvitað ekki hægt að neyða nokkurn til að taka tillit til tilfinninga annarra en það er hægt að minna á mikilvægi uppbyggilegra samskipta og kalla fólk til ábyrgðar fyrir framkomu sína. Við Íslendingar eigum okkur málsháttinn „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, úr kvæði Einars Benediktssonar sem aldrei er of oft kveðið, þar sem það er frábær áminning um ábyrgðina sem fylgir því að eiga í mannlegum samskiptum. Fyrir mörgum er ofangreint vafalaust sjálfsögð sannindi, en þau eru því miður ekki öllum sjálfsögð og þess vegna hljótum við öll að bera ábyrgð á að passa upp á hvert annað í því návígissamfélagi sem netheimar eru. Þá þurfum við líka að átta okkur vel á hvernig netheimar virka og hvað fer þar fram, ekki síst hvað börn og ungmenni eru að gera hvert öðru, í skjóli tækni og tækifæra sem auðvelt er að misnota með fáeinum handtökum. Beislum eldinn og yljum okkur við hann í stað þess að brenna brýr eða börnin okkar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun