Lækkum iðgjöld í lífeyrissjóð og bætum kjör án verðbólgu Benedikt Sigurðarson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Frá Hruni hefur verulegur fjöldi fólks glímt við versnandi kjör, lægri laun og atvinnuleysi en umfram allt hefur greiðslubyrði af húsnæði – bæði lán og leiga – rokið upp fyrir velsæmismörkin. Hækkun vöruverðs, eldneytis og matvæla linnir ekki, séreignarsparnaðurinn (120 milljarðar) týndur í hít fjármálakerfisins sem aldrei virðist fá nóg og opinberir aðilar hækka allar gjaldskrár umfram verðbólguna. Verðbólgan æðir áfram og lán skuldsetts almennings bólgna út. Því er þörf á að bæta kjör allra og eftirspurn er eftir því að allir aðilar stilli hækkunum í hóf. Enginn vafi er á að einstakar atvinnugreinar hafa efni á að bæta kjör starfsmanna sinna verulega. Sjávarútvegurinn t.d. blómstrar og ein einasta fjölskylda tekur til sín hagnað sem nemur 16 milljörðum á ári – samt grenja fulltrúar LÍÚ af frekjunni bólgnir. Ferðaþjónustan vex og vex – með fallinni krónu – en virðist því miður ekki skila nærri öllum vextinum í hinu opinbera hagkerfi. Skylduiðgjald í lífeyrissjóði landsmanna er 15,5% og boðað að það verði 18% og jafnvel 20% áður en langt líður. Slíkur skattur á launafólkið er auðvitað ekki ásættanlegur. Því miður er hugmyndafræði söfnunar- og ávöxtunarlífeyrissjóðs með iðgjaldagreiðslum allsendis ósjálfbær og sennilega bókstaflega galin frá upphafi. Þótt hugmyndin gangi stærðfræðilega upp – með síhækkandi iðgjöldum – þá er ávöxtunarhugmyndin með verðtryggðum 3,5% + viðmiðun í engu samræmi við höktandi og veikburða hagvöxt í íslenska efnahagskerfinu. Ekkert atvinnulíf stendur undir verðtryggðri ávöxtun í þessum mæli – allra síst skuldsett atvinnulíf með handstýrðum okurvöxtum. Langstæður ósiður hefur verið hérlendis að kostnaðarauka vegna launahækkana sé skilað beint út í verð vöru og þjónustu – jafnvel umfram og áður en kostnaðurinn kemur fram. Af því skýrist viðvarandi og óð verðbólga, sem einungis hefur verið misjafnlega hraðfara – alltaf samt óviðráðanleg. Þess vegna má ekki koma til þess að gerður verði kjarasamningur með almennum og einföldum launahækkunum, sem velt er beint út í verðlag og verðtryggða okurvexti. Stökkbreytingarhrina á lánum hinna skuldsettu mun þá í enn meiri mæli en áður flytja frá þeim fjármuni – og til hinna fáu sem graðga til sín auð og hagsmuni með braski og spillingu. Lífeyrissjóðir með skylduaðild taka til sín allt að 140 milljarða á ári og boðað er að sá skerfur verði 170-200 milljarðar á skömmum tíma. Samt blasir það við að ekki er mögulegt að ávaxta þessa fjármuni innanlands með viðunandi hætti – og auðvitað ekki mögulegt að geyma þá heldur. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að unnt sé að færa þessa fjármuni úr landi – því betur – enda ekki nein augljós eða áhættulítil ávöxtunartækifæri á alþjóðlegum pappírsmörkuðum. Þótt gjaldeyrishöftin yrðu afnumin á fáeinum mánuðum (eftir samninga við kröfuhafa bankanna) þá mun gjaldeyrisbúskapur landsins engan veginn standa undir útstreymi fjármuna lífeyrissjóðanna næstu 5-8 ár a.m.k. Áframhaldandi og hækkandi skylduaðildargjöld í lífeyrissjóðina hlaða því upp vanda sem ekki sér fyrir endann á. Einfaldaður framreikningur, sem speglar þenslu lífeyrissjóðanna, sýnir fram á að kannski svo snemma sem árið 2027 verða allar peningalegar eignir í samfélaginu mögulega komnar í eigu lífeyrissjóðanna. Slíkt mundi framkalla nýtt hrun áður en svo langt verður gengið.Stokkum upp lífeyrissjóðakerfið Hér þarf því alveg nýja nálgun: Við verðum að tryggja að ekki komi til almenns kostnaðarauka í atvinnurekstri vegna launahækkana sem leiða einungis til að það herði á hringekju verðbólgunnar. Við getum hins vegar stokkað upp lífeyrissjóðakerfið. Lokað núverandi sjóðum, lækkað skylduaðildargjald í lífeyrissjóðina niður í 5-8% af launaveltu. Tekið upp nýjan gegnumstreymissjóð – EINN LÍFEYRISSJÓÐ FYRIR ALLA LANDSMENN, sem greiðir öllum sama grunnlífeyri m.v. staðfest lágmarksframfærsluviðmið. Almennir launamenn gætu valið um það hvort þeir taka út meira eða minna af þeim 10-15% sem sparast í lífeyrisgreiðslum sem bein laun eða sem séreignarsparnað og njóta þá á móti tiltekins skattalegs hagræðis. Ríkið ætti að „kaupa“ (ekki þjóðnýta) núverandi lífeyrissjóði og greiða fyrir þá með því að tryggja öllum áunnin og sanngjarnlega endurmetin réttindi í núverandi sjóðum. Ríkið getur skalað niður núverandi sjóðsöfnun og greitt upp óhagstæðustu innlendu lánin og jafnframt glímt við að ná niður erlendum skuldum með samningum við erlenda lánardrottna. Er ekki einfalt að koma þessu á dagskrá? Svarið er því miður sennilega neitandi. Hagsmunaverðir úr stjórnum lífeyrissjóðanna – með net sín inn í alla forystu stéttarfélaganna og atvinnurekenda – munu berjast eins og ljón við að koma í veg fyrir að allar slíkar lausnir verði ræddar. Vegna þess einfaldlega að þeir munu missa við þetta þá valdapósta og hagsmuni sem þeir taka beint til sín sjálfir í formi áhrifa og ríkulegra launa. Dettur annars einhverjum í hug að láta forstjóra lífeyrissjóðanna ráða því hvort brýn hugmynd af þessu tagi fæst rædd við gerð þeirra kjarasamninga sem framundan eru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Frá Hruni hefur verulegur fjöldi fólks glímt við versnandi kjör, lægri laun og atvinnuleysi en umfram allt hefur greiðslubyrði af húsnæði – bæði lán og leiga – rokið upp fyrir velsæmismörkin. Hækkun vöruverðs, eldneytis og matvæla linnir ekki, séreignarsparnaðurinn (120 milljarðar) týndur í hít fjármálakerfisins sem aldrei virðist fá nóg og opinberir aðilar hækka allar gjaldskrár umfram verðbólguna. Verðbólgan æðir áfram og lán skuldsetts almennings bólgna út. Því er þörf á að bæta kjör allra og eftirspurn er eftir því að allir aðilar stilli hækkunum í hóf. Enginn vafi er á að einstakar atvinnugreinar hafa efni á að bæta kjör starfsmanna sinna verulega. Sjávarútvegurinn t.d. blómstrar og ein einasta fjölskylda tekur til sín hagnað sem nemur 16 milljörðum á ári – samt grenja fulltrúar LÍÚ af frekjunni bólgnir. Ferðaþjónustan vex og vex – með fallinni krónu – en virðist því miður ekki skila nærri öllum vextinum í hinu opinbera hagkerfi. Skylduiðgjald í lífeyrissjóði landsmanna er 15,5% og boðað að það verði 18% og jafnvel 20% áður en langt líður. Slíkur skattur á launafólkið er auðvitað ekki ásættanlegur. Því miður er hugmyndafræði söfnunar- og ávöxtunarlífeyrissjóðs með iðgjaldagreiðslum allsendis ósjálfbær og sennilega bókstaflega galin frá upphafi. Þótt hugmyndin gangi stærðfræðilega upp – með síhækkandi iðgjöldum – þá er ávöxtunarhugmyndin með verðtryggðum 3,5% + viðmiðun í engu samræmi við höktandi og veikburða hagvöxt í íslenska efnahagskerfinu. Ekkert atvinnulíf stendur undir verðtryggðri ávöxtun í þessum mæli – allra síst skuldsett atvinnulíf með handstýrðum okurvöxtum. Langstæður ósiður hefur verið hérlendis að kostnaðarauka vegna launahækkana sé skilað beint út í verð vöru og þjónustu – jafnvel umfram og áður en kostnaðurinn kemur fram. Af því skýrist viðvarandi og óð verðbólga, sem einungis hefur verið misjafnlega hraðfara – alltaf samt óviðráðanleg. Þess vegna má ekki koma til þess að gerður verði kjarasamningur með almennum og einföldum launahækkunum, sem velt er beint út í verðlag og verðtryggða okurvexti. Stökkbreytingarhrina á lánum hinna skuldsettu mun þá í enn meiri mæli en áður flytja frá þeim fjármuni – og til hinna fáu sem graðga til sín auð og hagsmuni með braski og spillingu. Lífeyrissjóðir með skylduaðild taka til sín allt að 140 milljarða á ári og boðað er að sá skerfur verði 170-200 milljarðar á skömmum tíma. Samt blasir það við að ekki er mögulegt að ávaxta þessa fjármuni innanlands með viðunandi hætti – og auðvitað ekki mögulegt að geyma þá heldur. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að unnt sé að færa þessa fjármuni úr landi – því betur – enda ekki nein augljós eða áhættulítil ávöxtunartækifæri á alþjóðlegum pappírsmörkuðum. Þótt gjaldeyrishöftin yrðu afnumin á fáeinum mánuðum (eftir samninga við kröfuhafa bankanna) þá mun gjaldeyrisbúskapur landsins engan veginn standa undir útstreymi fjármuna lífeyrissjóðanna næstu 5-8 ár a.m.k. Áframhaldandi og hækkandi skylduaðildargjöld í lífeyrissjóðina hlaða því upp vanda sem ekki sér fyrir endann á. Einfaldaður framreikningur, sem speglar þenslu lífeyrissjóðanna, sýnir fram á að kannski svo snemma sem árið 2027 verða allar peningalegar eignir í samfélaginu mögulega komnar í eigu lífeyrissjóðanna. Slíkt mundi framkalla nýtt hrun áður en svo langt verður gengið.Stokkum upp lífeyrissjóðakerfið Hér þarf því alveg nýja nálgun: Við verðum að tryggja að ekki komi til almenns kostnaðarauka í atvinnurekstri vegna launahækkana sem leiða einungis til að það herði á hringekju verðbólgunnar. Við getum hins vegar stokkað upp lífeyrissjóðakerfið. Lokað núverandi sjóðum, lækkað skylduaðildargjald í lífeyrissjóðina niður í 5-8% af launaveltu. Tekið upp nýjan gegnumstreymissjóð – EINN LÍFEYRISSJÓÐ FYRIR ALLA LANDSMENN, sem greiðir öllum sama grunnlífeyri m.v. staðfest lágmarksframfærsluviðmið. Almennir launamenn gætu valið um það hvort þeir taka út meira eða minna af þeim 10-15% sem sparast í lífeyrisgreiðslum sem bein laun eða sem séreignarsparnað og njóta þá á móti tiltekins skattalegs hagræðis. Ríkið ætti að „kaupa“ (ekki þjóðnýta) núverandi lífeyrissjóði og greiða fyrir þá með því að tryggja öllum áunnin og sanngjarnlega endurmetin réttindi í núverandi sjóðum. Ríkið getur skalað niður núverandi sjóðsöfnun og greitt upp óhagstæðustu innlendu lánin og jafnframt glímt við að ná niður erlendum skuldum með samningum við erlenda lánardrottna. Er ekki einfalt að koma þessu á dagskrá? Svarið er því miður sennilega neitandi. Hagsmunaverðir úr stjórnum lífeyrissjóðanna – með net sín inn í alla forystu stéttarfélaganna og atvinnurekenda – munu berjast eins og ljón við að koma í veg fyrir að allar slíkar lausnir verði ræddar. Vegna þess einfaldlega að þeir munu missa við þetta þá valdapósta og hagsmuni sem þeir taka beint til sín sjálfir í formi áhrifa og ríkulegra launa. Dettur annars einhverjum í hug að láta forstjóra lífeyrissjóðanna ráða því hvort brýn hugmynd af þessu tagi fæst rædd við gerð þeirra kjarasamninga sem framundan eru?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar