Einu sinni var… Úrsúla Jünemann skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Einu sinni var lítil þjóð sem þótti vænt um landið sitt og langaði að vernda og varðveita sérstaka og fallega náttúru þess fyrir komandi kynslóðir og fólk alls staðar að úr heiminum. Íbúar þessa litla lands þóttu mjög duglegir og vinnusamir og vildu gera vel. Svona gæti fallegt ævintýri byrjað, en raunin er önnur: Alveg frá því að menn byggðu þetta land var gengið á forðann, á auðlindirnar sem voru til staðar. Menn eyddu skóg- og kjarrlendi í stórum stíl þangað til næstum ekkert var eftir og auðn blasti við. Menn ofveiddu fiskistofna þangað til allt var búið og einungis drauga-bæir voru eftir sem sögðu frá gullgrafaraæði þeirra sem vildu gerast ríkir á einni nóttu. Menn vildu finna olíu, búa til stórskipahöfn og virkja hverja einustu sprænu á landinu. Menn vildu líka sigra heiminn í fjármálageiranum og töldu þjóðinni trú um að á þessu litla landi byggju snillingar sem væru miklu gáfaðri en annars staðar. Þessi spilaborg hrundi eins og margt annað. Leitt var bara að þeir sem áttu það síst skilið þurftu að borga brúsann. Heilbrigðiskerfið hrundi, menntamálin sátu á hakanum og starfsgreinar sem héldu þjóðfélaginu uppi þurftu að berjast fyrir tilveru sinni. En viti menn: Þessi litla þjóð var svo trúgjörn að hún kaus aftur menn yfir sig sem lofuðu öllu fögru og gátu svo ekki staðið við loforðin sín. Þetta voru sömu menn sem predikuðu um óheft frelsi, hagvöxt, lægri skatta og meiri eyðslu til þess að koma „hjólum atvinnulífsins“ af stað. Málin sem snertu vernd einstakrar náttúru í þessu fallega landi voru sett aftast á dagskrá. Nýir og breiðir vegir sem ekki var talin þörf á voru settir í forgangsröð í staðinn fyrir að hlúa að velferðarmálunum. Og hugrakkir menn sem létu ekki allt yfir sig ganga og mótmæltu voru handteknir og settir í steininn. Gott fólk: Ævintýri þessa litla lands er ekki búið. Þar er nóg til af veraldlegum gæðum þannig að allir gætu lifað góðu lífi. En einfeldni og trúgirni þarf að víkja fyrir gagnrýninni hugsun og skynsemi. Gefum þeim sem lugu sig inn í valdastöður frí og látum ævintýrin gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Einu sinni var lítil þjóð sem þótti vænt um landið sitt og langaði að vernda og varðveita sérstaka og fallega náttúru þess fyrir komandi kynslóðir og fólk alls staðar að úr heiminum. Íbúar þessa litla lands þóttu mjög duglegir og vinnusamir og vildu gera vel. Svona gæti fallegt ævintýri byrjað, en raunin er önnur: Alveg frá því að menn byggðu þetta land var gengið á forðann, á auðlindirnar sem voru til staðar. Menn eyddu skóg- og kjarrlendi í stórum stíl þangað til næstum ekkert var eftir og auðn blasti við. Menn ofveiddu fiskistofna þangað til allt var búið og einungis drauga-bæir voru eftir sem sögðu frá gullgrafaraæði þeirra sem vildu gerast ríkir á einni nóttu. Menn vildu finna olíu, búa til stórskipahöfn og virkja hverja einustu sprænu á landinu. Menn vildu líka sigra heiminn í fjármálageiranum og töldu þjóðinni trú um að á þessu litla landi byggju snillingar sem væru miklu gáfaðri en annars staðar. Þessi spilaborg hrundi eins og margt annað. Leitt var bara að þeir sem áttu það síst skilið þurftu að borga brúsann. Heilbrigðiskerfið hrundi, menntamálin sátu á hakanum og starfsgreinar sem héldu þjóðfélaginu uppi þurftu að berjast fyrir tilveru sinni. En viti menn: Þessi litla þjóð var svo trúgjörn að hún kaus aftur menn yfir sig sem lofuðu öllu fögru og gátu svo ekki staðið við loforðin sín. Þetta voru sömu menn sem predikuðu um óheft frelsi, hagvöxt, lægri skatta og meiri eyðslu til þess að koma „hjólum atvinnulífsins“ af stað. Málin sem snertu vernd einstakrar náttúru í þessu fallega landi voru sett aftast á dagskrá. Nýir og breiðir vegir sem ekki var talin þörf á voru settir í forgangsröð í staðinn fyrir að hlúa að velferðarmálunum. Og hugrakkir menn sem létu ekki allt yfir sig ganga og mótmæltu voru handteknir og settir í steininn. Gott fólk: Ævintýri þessa litla lands er ekki búið. Þar er nóg til af veraldlegum gæðum þannig að allir gætu lifað góðu lífi. En einfeldni og trúgirni þarf að víkja fyrir gagnrýninni hugsun og skynsemi. Gefum þeim sem lugu sig inn í valdastöður frí og látum ævintýrin gerast.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun