Lífið

Enginn vill kaupa húsið hennar Rihönnu

Glæsihýsið í Beverly Hills sem Rihanna seldi fyrir fjórum árum er komið aftur á markaðinn en eitthvað gengur illa að selja slotið.

Rihanna seldi húsið því það var langt frá því að vera gallalaust og fékk fyrir það fimm milljónir dollara, tæplega sex hundruð milljónir króna.

Tjilluð á körfuboltaleik.
Húsið var sett aftur á markaðinn í september í fyrra og 9,95 milljónir dollara settir á það, rúmur milljarður króna. Nú sjö mánuðum seinna er búið að lækka verðið niður í 8,395 milljónir dollara, tæpan milljarð króna.

Rihanna og kærasti hennar, Chris Brown.
Húsið er búið sjö svefnherbergjum og níu baðherbergjum og því fylgir sundlaug, spa og bíósalur.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.