Bæjarstjóri á villigötum Kristján Pálsson skrifar 14. mars 2013 06:00 Bæjarstjórinn í Grindavík ritar grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann boðar að slíta beri samstarfinu um Reykjanesfólkvang. Bæjarstjórinn telur sig með þessu vera að styrkja Reykjanesjarðvang (geopark) sem nýstofnaður er á Reykjanesi. Það er mikill misskilningur hjá bæjarstjóranum að halda að þessi ráðstöfun styrki jarðvanginn. Fljótfærnisleg aðgerð af þessu tagi getur þvert á móti spillt fyrir því að jarðvangurinn verði viðurkenndur. Þetta getur einnig spillt fyrir ferðaþjónustunni þegar til lengri tíma er litið og um leið veitt náttúruvernd á Reykjanesinu náðarhöggið.Reykjanesfólkvangur Fólkvangurinn var stofnaður árið 1975 af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu ásamt Grindavík og Reykjanesbæ. Reykjanesfólkvangur er stærsta friðlýsta svæði landsins um 300 km² og er unnið að því að Bláfjallafólkvangur og Herdísarvík bætist við og stækkar hann þá um 100 km². Grindvíkingar sýndu mikla framsýni þegar þeir tóku þátt í stofnun fólkvangsins á sínum tíma. Af náttúrufyrirbærum innan Reykjanesfólkvangs eru m.a. Kleifarvatn, Seltún, Krýsuvíkurberg, Vigdísarvellir og Móhálsadalur. Fólkvangur er næsta stig við þjóðgarð varðandi náttúruvernd og er munurinn sá að fólkvangar eru ekki með eins ströng ákvæði í lögum um verndun náttúrunnar og þjóðgarðar en hafa þó sama tilgang, að vernda einstaka náttúru landsins. Jarðvangar (geoparks) eru ekki til í íslensku lagaumhverfi og fela því ekki í sér neina náttúruvernd. Þjóðgarðar og fólkvangar (nature reserves) eru á heimsvísu með þá ímynd að þar sé eitthvað mjög einstakt sem heimamenn vilja vernda og ferðamenn telja þess virði að sjá og upplifa. Eins og flestir vita þá koma um 75% allra erlendra ferðamanna til landsins til að upplifa óspillta náttúru Íslands.Reykjanes geopark Ferðamálasamtök Suðurnesja (FSS) lögðu til fyrir nokkrum árum að stofnaður yrði geopark á Reykjanesi til að styrkja stoðir ferðaþjónustunnar, auka fjölbreytileikann og opna fyrir nýja markaði ferðamanna. Með stofnun geoparksins var hugmyndin að beina sjónum ferðamanna að menningu Suðurnesjanna, atvinnu og þjónustu samhliða því að draga fram jarðfræðilegan einstakleika. Suðurnesin búa yfir mikilli sérstöðu hvað varðar atvinnulíf, nálægð við háhita og virkjanir, menningu og jarðfræðilegan einstakleika þar sem Reykjaneshryggurinn gengur á land og upphaf rekbeltisins er sem sker Ísland í tvo fleka. Geoparkar eru orðnir nærri 100 um heiminn og eru þeir af öllum stærðum og gerðum. Sumir þeirra ganga inn á fólkvanga sem þykir styrkja tilvist og ímynd þeirra hvað varðar náttúruvernd. Fólkvangar geta verið innan borgarmarka og má í því sambandi nefna Hong Kong sem hefur fengið viðurkenningu sem geopark vegna sérstöðu borgarinnar og einstakra jarðminja við hana.Fljótræði Bæjarstjórinn sagði á fundi með stjórn fólkvangsins fyrir stuttu um þetta mál að Grindvíkingar vildu hafa yfirráðin yfir svæðinu austan Grindavíkur og teldu sig geta stjórnað því svæði rétt eins og Reykvíkingar sem ættu lítið land í fólkvanginum, hvað þá sveitarfélög sem ættu ekkert land eins og Reykjanesbær. Það er ekki mikil framtíðarsýn í þessum orðum bæjarstjórans. Hugsunarháttur á því plani að rjúfa tengsl og slíta samvinnu er fljótræði og hjálpar ekki ferðaþjónustunni né því að fá viðurkenningu á Reykjanesjarðvangi sem geopark hjá Europian Geoparks og UNESCO. Sama má segja um þá ákvörðun bæjarstjórans að aflýsa ráðstefnu um geoparka sem halda átti á Reykjanesi í ágúst nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bæjarstjórinn í Grindavík ritar grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann boðar að slíta beri samstarfinu um Reykjanesfólkvang. Bæjarstjórinn telur sig með þessu vera að styrkja Reykjanesjarðvang (geopark) sem nýstofnaður er á Reykjanesi. Það er mikill misskilningur hjá bæjarstjóranum að halda að þessi ráðstöfun styrki jarðvanginn. Fljótfærnisleg aðgerð af þessu tagi getur þvert á móti spillt fyrir því að jarðvangurinn verði viðurkenndur. Þetta getur einnig spillt fyrir ferðaþjónustunni þegar til lengri tíma er litið og um leið veitt náttúruvernd á Reykjanesinu náðarhöggið.Reykjanesfólkvangur Fólkvangurinn var stofnaður árið 1975 af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu ásamt Grindavík og Reykjanesbæ. Reykjanesfólkvangur er stærsta friðlýsta svæði landsins um 300 km² og er unnið að því að Bláfjallafólkvangur og Herdísarvík bætist við og stækkar hann þá um 100 km². Grindvíkingar sýndu mikla framsýni þegar þeir tóku þátt í stofnun fólkvangsins á sínum tíma. Af náttúrufyrirbærum innan Reykjanesfólkvangs eru m.a. Kleifarvatn, Seltún, Krýsuvíkurberg, Vigdísarvellir og Móhálsadalur. Fólkvangur er næsta stig við þjóðgarð varðandi náttúruvernd og er munurinn sá að fólkvangar eru ekki með eins ströng ákvæði í lögum um verndun náttúrunnar og þjóðgarðar en hafa þó sama tilgang, að vernda einstaka náttúru landsins. Jarðvangar (geoparks) eru ekki til í íslensku lagaumhverfi og fela því ekki í sér neina náttúruvernd. Þjóðgarðar og fólkvangar (nature reserves) eru á heimsvísu með þá ímynd að þar sé eitthvað mjög einstakt sem heimamenn vilja vernda og ferðamenn telja þess virði að sjá og upplifa. Eins og flestir vita þá koma um 75% allra erlendra ferðamanna til landsins til að upplifa óspillta náttúru Íslands.Reykjanes geopark Ferðamálasamtök Suðurnesja (FSS) lögðu til fyrir nokkrum árum að stofnaður yrði geopark á Reykjanesi til að styrkja stoðir ferðaþjónustunnar, auka fjölbreytileikann og opna fyrir nýja markaði ferðamanna. Með stofnun geoparksins var hugmyndin að beina sjónum ferðamanna að menningu Suðurnesjanna, atvinnu og þjónustu samhliða því að draga fram jarðfræðilegan einstakleika. Suðurnesin búa yfir mikilli sérstöðu hvað varðar atvinnulíf, nálægð við háhita og virkjanir, menningu og jarðfræðilegan einstakleika þar sem Reykjaneshryggurinn gengur á land og upphaf rekbeltisins er sem sker Ísland í tvo fleka. Geoparkar eru orðnir nærri 100 um heiminn og eru þeir af öllum stærðum og gerðum. Sumir þeirra ganga inn á fólkvanga sem þykir styrkja tilvist og ímynd þeirra hvað varðar náttúruvernd. Fólkvangar geta verið innan borgarmarka og má í því sambandi nefna Hong Kong sem hefur fengið viðurkenningu sem geopark vegna sérstöðu borgarinnar og einstakra jarðminja við hana.Fljótræði Bæjarstjórinn sagði á fundi með stjórn fólkvangsins fyrir stuttu um þetta mál að Grindvíkingar vildu hafa yfirráðin yfir svæðinu austan Grindavíkur og teldu sig geta stjórnað því svæði rétt eins og Reykvíkingar sem ættu lítið land í fólkvanginum, hvað þá sveitarfélög sem ættu ekkert land eins og Reykjanesbær. Það er ekki mikil framtíðarsýn í þessum orðum bæjarstjórans. Hugsunarháttur á því plani að rjúfa tengsl og slíta samvinnu er fljótræði og hjálpar ekki ferðaþjónustunni né því að fá viðurkenningu á Reykjanesjarðvangi sem geopark hjá Europian Geoparks og UNESCO. Sama má segja um þá ákvörðun bæjarstjórans að aflýsa ráðstefnu um geoparka sem halda átti á Reykjanesi í ágúst nk.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar