Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 23-22 Benedikt Grétarsson skrifar 14. mars 2013 13:14 Mynd/Vilhelm Afturelding henti Valsmönnum aftur í botnsæti N1-deildar karla er liðið vann frábæran eins marks sigur á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR. Afturelding er með stigi meira en Valur þegar tvær umferðir eru eftir. Leikurinn hafði mikla þýðingu fyrir Aftureldingu, sem þurfti nauðsynlega að ná í stig í botnbaráttu deildarinnar og heimamenn mættu gríðarlega grimmir til leiks. Vörn þeirra vann mikla og góða vinnu og Davíð Svansson hélt áfram að vera traustur í markinu. Pilturinn sá hefur spilað prýðilega í vetur og verður ekki sakaður um dapurt gegni Mosfellinga í deildinni. Jafnt var á öllum tölum fram eftir hálfleiknum og nýkrýndir bikarmeistararnir voru ekki með sýnilegt ryð eftir frábæran sigur sinn í Símabikarnum á sunnudaginn. Breiðhyltingar komust í 2-3 en þá kom magnaður kafli hjá Aftureldingu, sem skoraði 6-1 á næstu 8 mínútum. Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé og það virtist heldur betur kveikja í hans mönnum. ÍR skoraði 3 mörk í röð og þá var komið að Konráð Olavssyni, þjálfara Aftureldingar, að taka leikhlé. Aftur svínvirkaði leikhléið og heimamenn settu fótinn á bensíngjöfina á nýjan leik. Afturelding skoraði fjögur mörk gegn einu á lokakafla fyrri hálfleiks og leiddi 12-8 í leikhléi. Afturelding hafði áfram undirtökin í byrjun síðari hálfleiks og héldu gestunum í þægilegri fjarlægð. ÍR byrjaði að klippa Jóhann Jóhannson út úr sóknarleik Aftureldingar og mikið hik kom á heimamenn við þær aðgerðir. Breiðhyltingar söxuðu jafnt og þétt á forystu Aftureldingar og jöfnuðu metin, 18-18, þegar um 11 mínútur voru til leiksloka. Gamli refurinn, Hilmar Stefánsson, dró vagninn fyrir Mosfellinga síðustu mínútur leiksins en þá skoraði þessi snaggaralegi leikmaður fjögur mörk í röð. Svo virtist sem hornamaðurinn Benedikt Kristinsson hefði tryggt Aftureldingu sigurinn þegar hann skoraði laglegt mark og kom heimamönnum í 23-20 þegar aðeins um 2 mínútur voru eftir af leiknum. Í hönd fór þá æsilegur lokakafli, þar sem ÍR-ingar sýndu mikla baráttu og komu sér inn í leikinn aftur. Ólafur Sigurgeirsson skoraði fyrir ÍR og í næstu sókn töpuðu heimamenn boltanum klaufalega. Fyrrnefndur Ólafur krækti í frekar ódýrt víti 40 sekúndum fyrir leikslok sem Sturla Ásgeirsson nýtti örugglega. Heimamenn voru því með boltann þegar um hálf mínúta var eftir en klúðruðu honum aftur í hendur ÍR-inga. Breiðhyltingar freistuðu þess að jafna leikinn en flottur varnarleikur Benedikts Kristinssonar varð til þess að tíminn rann úr greipum ÍR. Jóhann Jóhannsson fékk beint rautt spjald undir lok leiksins, þegar hann sló Ingimund í andlitið, þegar Ingimundur var að reyna að koma sér í skotfæri. Gríðarlega mikilvægur sigur Aftureldingar í höfn, ekki síst þar sem Valsmenn unnu góðan útisigur á heillum horfnum Akureyringum. Barátta Mosfellinga var til fyrirmyndar og það herbragð að taka Björgvin Hólmgeirsson úr umferð allan leikinn, heppnaðist fullkomlega. ÍR spilaði leikinn frekar illa og gerðu sig seka um byrjendamistök. Ekki bætti úr sök að markvarslan var afar döpur hjá liðinu.Konráð: Vitleysa að taka Björgvin úr umferð eftir 10 mörk Konráð Olavsson fagnaði sínum fyrsta sigri sem þjálfari Aftureldingar og var að vonum sáttur við frammistöðu sinna manna og ekki síður við góðan stuðning úr pöllunum. „Þetta var sætt og við vildum gefa allt okkar í þennan leik og uppskárum eftir því. Lukkan var með okkur á lokakaflanum og það var alveg kominn tími á það.“ „Karakterinn í hópnum er mikill og við erum að fá virkilega gott framlag frá ungum leikmönnum sem eru ennþá í öðrum og þriðja flokk. Það eru nánast allir í liðinu á annarri löppinni vegna meiðsla en fórna sér heilshugar í verkefnið og það er ekki hægt annað en að vera ánægður með slíkt,“ sagði Konráð. Konráð sér lokaleik deildarinnar gegn Valsmönnum sem úrslitaleik og lítur björtum augum á framhaldið. „Við reynum auðvitað að taka öll stig á leiðinni í þann leik og þetta er í okkar höndum. Það verður gífurlega erfitt að spila í næsta leik gegn Akureyri, þeir eru búnir að vera að tapa undanfarið og mæta eflaust brjálaðir í þann leik.“ Þjálfarinn var alveg með á hreinu hvernig best er að glíma við stórskyttuna Björgvin Hólmgeirsson en Björgvin hefur gert Aftureldingu skráveifur í vetur. „Það er algjör óþarfi að bíða eftir því að hann setji 10 mörk á þig og fara þá að taka hann úr umferð. Langbest að gera það bara frá byrjun leiks,“ sagði Konráð léttur að lokum.Bjarki: Þeir lömdu okkur sundur og saman „Varnarleikurinn var eins og gatasigti og sóknarleikurinn var bara algjört afhroð,“ sagði brúnaþungur Bjarki Sigurðsson eftir leik. „Við erum bara í einhverju einstaklingsframtaki og við eigum auðvitað að geta leyst það þegar Bjöggi er tekinn úr umferð. Við ætluðum okkur sigur hér í dag til að tryggja okkur endanlega inn í úrslitakeppina en það var bara ekki að ganga upp.“ Afturelding spilaði varnarleikinn af mikilli ákefð og Bjarki segir sína menn hafa koðnað niður við hörkuna í stað þess að bregðast við eins og karlmenni. „Þeir bara lemja okkur sundur og saman og við sáum ekki til sólar. Svo er þetta rauða spjald frekar klaufalegt hjá þeirra leikmanni, þar sem Ingimundur var langt fyrir utan teig og ekki í neinni aðstöðu til að skjóta á markið.“ Bjarki vill ekki meina að hans menn hafi verið ryðgaðir eftir fagnaðarlæti helgarinnar. „Þó svo að menn vinni bikarinn um helgina, eiga þeir að kunna að haga sér skikkanlega. Við vissum að Afturelding myndi berjast og ef menn eru eitthvað ryðgaðir, þá er það bara vegna þess að menn eru værukærir og halda að þetta komi af sjálfu sér.“Davíð: Fljótur niður á jörðina eftir leik „Ótrúlegur liðsandi og geðveik barátta,“ var það fyrsta sem Davíð Svansson, sagði eftir sigur sinna manna. „Baráttan er svo sem alltaf til staðar en oft hefur hún bara dugað í 40-50 mínútur. Núna var þetta allan leikinn og það var hrikalega sætt að klára þetta.“ Davíð var feginn að hafa ekki vitað úrslitin á Akureyri fyrr en eftir leik. „Sem betur fer vissi ég ekki hvernig sá leikur endaði, það hefði verið hrikalega stressandi. Svo fær maður úrslitin í andlitið eftir leik og er ansi fljótur niður á jörðina,“ sagði Davíð að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Afturelding henti Valsmönnum aftur í botnsæti N1-deildar karla er liðið vann frábæran eins marks sigur á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR. Afturelding er með stigi meira en Valur þegar tvær umferðir eru eftir. Leikurinn hafði mikla þýðingu fyrir Aftureldingu, sem þurfti nauðsynlega að ná í stig í botnbaráttu deildarinnar og heimamenn mættu gríðarlega grimmir til leiks. Vörn þeirra vann mikla og góða vinnu og Davíð Svansson hélt áfram að vera traustur í markinu. Pilturinn sá hefur spilað prýðilega í vetur og verður ekki sakaður um dapurt gegni Mosfellinga í deildinni. Jafnt var á öllum tölum fram eftir hálfleiknum og nýkrýndir bikarmeistararnir voru ekki með sýnilegt ryð eftir frábæran sigur sinn í Símabikarnum á sunnudaginn. Breiðhyltingar komust í 2-3 en þá kom magnaður kafli hjá Aftureldingu, sem skoraði 6-1 á næstu 8 mínútum. Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé og það virtist heldur betur kveikja í hans mönnum. ÍR skoraði 3 mörk í röð og þá var komið að Konráð Olavssyni, þjálfara Aftureldingar, að taka leikhlé. Aftur svínvirkaði leikhléið og heimamenn settu fótinn á bensíngjöfina á nýjan leik. Afturelding skoraði fjögur mörk gegn einu á lokakafla fyrri hálfleiks og leiddi 12-8 í leikhléi. Afturelding hafði áfram undirtökin í byrjun síðari hálfleiks og héldu gestunum í þægilegri fjarlægð. ÍR byrjaði að klippa Jóhann Jóhannson út úr sóknarleik Aftureldingar og mikið hik kom á heimamenn við þær aðgerðir. Breiðhyltingar söxuðu jafnt og þétt á forystu Aftureldingar og jöfnuðu metin, 18-18, þegar um 11 mínútur voru til leiksloka. Gamli refurinn, Hilmar Stefánsson, dró vagninn fyrir Mosfellinga síðustu mínútur leiksins en þá skoraði þessi snaggaralegi leikmaður fjögur mörk í röð. Svo virtist sem hornamaðurinn Benedikt Kristinsson hefði tryggt Aftureldingu sigurinn þegar hann skoraði laglegt mark og kom heimamönnum í 23-20 þegar aðeins um 2 mínútur voru eftir af leiknum. Í hönd fór þá æsilegur lokakafli, þar sem ÍR-ingar sýndu mikla baráttu og komu sér inn í leikinn aftur. Ólafur Sigurgeirsson skoraði fyrir ÍR og í næstu sókn töpuðu heimamenn boltanum klaufalega. Fyrrnefndur Ólafur krækti í frekar ódýrt víti 40 sekúndum fyrir leikslok sem Sturla Ásgeirsson nýtti örugglega. Heimamenn voru því með boltann þegar um hálf mínúta var eftir en klúðruðu honum aftur í hendur ÍR-inga. Breiðhyltingar freistuðu þess að jafna leikinn en flottur varnarleikur Benedikts Kristinssonar varð til þess að tíminn rann úr greipum ÍR. Jóhann Jóhannsson fékk beint rautt spjald undir lok leiksins, þegar hann sló Ingimund í andlitið, þegar Ingimundur var að reyna að koma sér í skotfæri. Gríðarlega mikilvægur sigur Aftureldingar í höfn, ekki síst þar sem Valsmenn unnu góðan útisigur á heillum horfnum Akureyringum. Barátta Mosfellinga var til fyrirmyndar og það herbragð að taka Björgvin Hólmgeirsson úr umferð allan leikinn, heppnaðist fullkomlega. ÍR spilaði leikinn frekar illa og gerðu sig seka um byrjendamistök. Ekki bætti úr sök að markvarslan var afar döpur hjá liðinu.Konráð: Vitleysa að taka Björgvin úr umferð eftir 10 mörk Konráð Olavsson fagnaði sínum fyrsta sigri sem þjálfari Aftureldingar og var að vonum sáttur við frammistöðu sinna manna og ekki síður við góðan stuðning úr pöllunum. „Þetta var sætt og við vildum gefa allt okkar í þennan leik og uppskárum eftir því. Lukkan var með okkur á lokakaflanum og það var alveg kominn tími á það.“ „Karakterinn í hópnum er mikill og við erum að fá virkilega gott framlag frá ungum leikmönnum sem eru ennþá í öðrum og þriðja flokk. Það eru nánast allir í liðinu á annarri löppinni vegna meiðsla en fórna sér heilshugar í verkefnið og það er ekki hægt annað en að vera ánægður með slíkt,“ sagði Konráð. Konráð sér lokaleik deildarinnar gegn Valsmönnum sem úrslitaleik og lítur björtum augum á framhaldið. „Við reynum auðvitað að taka öll stig á leiðinni í þann leik og þetta er í okkar höndum. Það verður gífurlega erfitt að spila í næsta leik gegn Akureyri, þeir eru búnir að vera að tapa undanfarið og mæta eflaust brjálaðir í þann leik.“ Þjálfarinn var alveg með á hreinu hvernig best er að glíma við stórskyttuna Björgvin Hólmgeirsson en Björgvin hefur gert Aftureldingu skráveifur í vetur. „Það er algjör óþarfi að bíða eftir því að hann setji 10 mörk á þig og fara þá að taka hann úr umferð. Langbest að gera það bara frá byrjun leiks,“ sagði Konráð léttur að lokum.Bjarki: Þeir lömdu okkur sundur og saman „Varnarleikurinn var eins og gatasigti og sóknarleikurinn var bara algjört afhroð,“ sagði brúnaþungur Bjarki Sigurðsson eftir leik. „Við erum bara í einhverju einstaklingsframtaki og við eigum auðvitað að geta leyst það þegar Bjöggi er tekinn úr umferð. Við ætluðum okkur sigur hér í dag til að tryggja okkur endanlega inn í úrslitakeppina en það var bara ekki að ganga upp.“ Afturelding spilaði varnarleikinn af mikilli ákefð og Bjarki segir sína menn hafa koðnað niður við hörkuna í stað þess að bregðast við eins og karlmenni. „Þeir bara lemja okkur sundur og saman og við sáum ekki til sólar. Svo er þetta rauða spjald frekar klaufalegt hjá þeirra leikmanni, þar sem Ingimundur var langt fyrir utan teig og ekki í neinni aðstöðu til að skjóta á markið.“ Bjarki vill ekki meina að hans menn hafi verið ryðgaðir eftir fagnaðarlæti helgarinnar. „Þó svo að menn vinni bikarinn um helgina, eiga þeir að kunna að haga sér skikkanlega. Við vissum að Afturelding myndi berjast og ef menn eru eitthvað ryðgaðir, þá er það bara vegna þess að menn eru værukærir og halda að þetta komi af sjálfu sér.“Davíð: Fljótur niður á jörðina eftir leik „Ótrúlegur liðsandi og geðveik barátta,“ var það fyrsta sem Davíð Svansson, sagði eftir sigur sinna manna. „Baráttan er svo sem alltaf til staðar en oft hefur hún bara dugað í 40-50 mínútur. Núna var þetta allan leikinn og það var hrikalega sætt að klára þetta.“ Davíð var feginn að hafa ekki vitað úrslitin á Akureyri fyrr en eftir leik. „Sem betur fer vissi ég ekki hvernig sá leikur endaði, það hefði verið hrikalega stressandi. Svo fær maður úrslitin í andlitið eftir leik og er ansi fljótur niður á jörðina,“ sagði Davíð að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn