Innlent

Íslensk söngkona slær í gegn í þýskum sjónvarpsþætti

Íslenska söngkonan Þórunn Egilsdóttir heillaði dómarana í þýsku útgáfunni af þættinum The Voice um helgina.

Hún söng lagið Winter eftir sönkonuna Tori Amos.

Þórunn á íslenska foreldra en er uppalin í Lúxemborg. Útlit hennar í þættinum vakti mikla athygli. Hún var klædd í gul gúmmístígvél og með svarta línu málaða yfir andlitið. Á Facebook-síðu sinni er hún með mynd af þvottabirni, enda kalla þýskir fjölmiðlar hana Þvottabjarnarkonuna.

Facebook-síðu hennar má sjá hér og flutning hennar á laginu hér fyrir neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×