Hvað er í húfi á Landspítala? Læknar á Landspítala skrifar 21. október 2013 06:00 Það er ekki tilviljun að alvarlegur vandi Landspítala er nú stöðugt til umræðu. Starfsfólk, nemar og sjúklingar koma nær daglega fram í fjölmiðlum og lýsa bráðavanda ýmissa lykildeilda sjúkrahússins. Þessir einstaklingar bera hag sjúklinganna fyrir brjósti og telja aðbúnað þeirra óásættanlegan. Það er mikið í húfi því að ástandið á sjúkrahúsi allra landsmanna varðar allan almenning og er ekki einkamál stjórnmálamanna. Staðreyndin er sú að ástandið á Landspítala hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi.Áhyggjur sjúklinga og starfsfólks Sjúklingar, starfsfólk og almenningur hafa áhyggjur af þeirri takmörkuðu þjónustu sem hægt er að veita. Starfsfólk er langþreytt á viðvarandi niðurskurði og hefur miklar áhyggjur af þeirri slæmu aðstöðu sem sjúklingum og starfsmönnum er boðin. Ekki bætir úr skák að ekkert samhengi reyndist á milli kosningaloforða og efnda sem birtust í fjárlagafrumvarpinu. Þetta skilningsleysi á alvarlegri stöðu spítalans olli starfsmönnum gríðarlegum vonbrigðum og er algjörlega úr takti við umræðuna í þjóðfélaginu. Ráðherrum og alþingismönnum, sem við efumst ekki um að vilja láta gott af sér leiða, getur vart staðið á sama þegar ýmsar lykileiningar spítalans eru í dag reknar eftir neyðaráætlun. Hversu lengi getur það gengið? Með aðstoð nema hefur langþreytt starfsfólk með auknu vinnuframlagi, haldið starfseminni gangandi, án þess að yfirvinna sé alltaf greidd. Þessi staða hefur leitt af sér atgervisflótta og vítahring vaxandi manneklu sem ekki sér fyrir endann á. Við teljum að enn sé hægt að sporna við landflótta lækna og annarra lykilstarfsmanna. Það stendur þó tæpt og grípa þarf strax til aðgerða sem verða að fela í sér fjárfestingu í mannauði, tækjum og aðstöðu á Landspítala. Slík fjárfesting mun skila sér í bættri heilsu og líðan allra landsmanna þegar þeir þurfa mest á hjálp að halda.Brestir í starfsemi lykildeilda Alvarlegir brestir eru komnir í starfsemi lyflækningasviðs, stærsta sviðs Landspítala svo og í starfsemi annarra deilda, t.d. myndgreiningardeildar og hjartaskurðdeildar. Þetta veldur skiljanlega áhyggjum úti í samfélaginu. Ljóst er að Alþingi Íslendinga verður að snúa þessari þróun við með því að rétta hlut spítalans í afgreiðslu fjárlaga. Því er mjög ánægjulegt að þingmenn úr öllum flokkum hafa á undanförnum vikum kynnt sér stöðu Landspítala og lýst yfir stuðningi við að veita til hans nauðsynlegu fjármagni. Einnig ber að fagna þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna um að ráðast tafarlaust í byggingu nýs spítala. Fé er vissulega takmarkað og forgangsraða verður til nauðsynlegra verkefna. Landspítalinn hefur lengi þurft að forgangsraða í sinni starfsemi. Starfsfólk og sjúklingar á Landspítala kynnast því daglega, t.d. þegar sjúkrarými duga ekki til. Þegar sjúkrarúmum hefur fækkað í sparnaðarskyni þarf að forgangsraða og ákveða hvaða sjúklingar þurfa mest á innlögn að halda. Þó svo að ýmis mikilvæg verkefni í okkar samfélagi bíði úrlausnar, þá hlýtur áframhaldandi heilbrigði og velferð sjúklinga að vera þar efst á blaði. Allir landsmenn vilja og eiga að geta reitt sig á Landspítalann fyrir sig og sína þegar alvarleg veikindi knýja dyra.Úreltur tækjabúnaður Svo illa er komið fyrir myndgreiningardeild spítalans að úrbætur þola enga bið. Tæki sem teljast mikilvæg í nútíma læknisfræði eru sum hver hreinlega ekki til hér á landi. Annar mikilvægur tækjabúnaður er úr sér genginn vegna mikils álags og er síbilandi, með tilheyrandi áhættu fyrir sjúklinga. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur skorið niður fé til tækjakaupa eru uppgerðir varahlutir keyptir í sparnaðarskyni á netinu í elstu tækin, sem eru orðin 17 ára! Nýlega þurfti t.d. að flytja sjúkling sem grunur lék á að væri með heilablæðingu í tölvusneiðmyndatöku á einkarekna myndgreiningarstofu í Orkuhúsinu þar sem sneiðmyndatækin á Landspítala voru biluð samtímis í Fossvogi og á Hringbraut. Þetta ástand teflir öryggi sjúklinga í tvísýnu og er algerlega óásættanlegt.Aðgerðir ráðherra duga ekki til Nýlegar aðgerðir sem gripið var til á lyflækningasviði í samvinnu við heilbrigðisráðherra eru skref fram á við en nægja ekki til að snúa við þeim bráðavanda sem þar ríkir. Á Lyflækningadeild krabbameina er ástandið t.d. mjög alvarlegt. Þar eru nú aðeins fjórir sérfræðingar að sinna störfum sem átta sinntu áður. Krabbameinssjúklingum fjölgar hins vegar stöðugt, ekki síst vegna fjölgunar aldraðra. Svipað ástand er á Geislameðferðardeild krabbameina, þar sem einn þriggja lækna er að hætta störfum sakir aldurs. Öðrum læknum á þessum krabbameinsdeildum hafa borist atvinnutilboð erlendis frá sem þeir íhuga. Nýja lækna vantar strax til starfa því að óbreyttu er veruleg hætta á frekari flótta krabbameinslækna frá deildinni.Þarftu á krabbameinslækni að halda? Fátt setur tilveru sjúklinga og aðstandenda jafnrækilega úr jafnvægi og að greinast með krabbamein. Sjúklingum og aðstandendum þeirra er þannig kippt út úr sínu daglega lífi. Miklar framfarir hafa orðið á síðustu áratugum í krabbameinslækningum: ný lyf hafa komið fram og skurðaðgerðir og geislameðferð hafa þróast auk þess sem myndgreining hafur batnað. Það er ánægjuleg staðreynd að hér á landi hefur árangur krabbameinsmeðferðar verið með því besta sem þekkist og stór hluti krabbameinssjúklinga læknast. Þessi góði árangur er afrakstur stöðugrar uppbyggingar síðustu áratuga og er ekki sjálfgefinn. Honum þarf að viðhalda. Þú gætir verið í þeim sporum, lesandi góður, að greinast með krabbamein. Finnst þér ásættanlegt að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni lengist og geti numið allt að nokkrum vikum? Finnst þér í lagi að læknirinn þinn hitti þig sjaldnar en æskilegt væri og þá skemur í senn en áður vegna mikils vinnuálags? Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við. Krabbameinsdeildir eru á meðal sérhæfðustu og mikilvægustu deilda hvers sjúkrahúss. Núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða og það öryggisleysi sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm.Mikið í húfi Það er mikið í húfi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stöðva verður strax frekari atgervisflótta krabbameinslækna og annarra sérfræðinga. Einnig verður að fá fleiri deildarlækna til starfa á lyflækningasviði. Endurnýja þarf nauðsynlegan tækjakost svo að myndgreiningardeild og fleiri stoðdeildir sjúkrahússins geti sinnt nauðsynlegri þjónustu við sjúklinga spítalans, sem margir eiga í engin önnur hús að venda. Sem starfsmenn Landspítala viljum við vinna að þessum brýnu umbótum, fáist til þess nauðsynlegt fjármagn. Hagsmunir allra landsmanna eru í húfi.Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum, formaður prófessoraráðs LandspítalaEngilbert Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í geðlækningum, varaformaður prófessoraráðsArthur Löve, yfirlæknir og prófessor í veirufræðiÁsgeir Haraldsson, yfirlæknir og prófessor í barnalækningumBjarni A. Agnarsson, yfirlæknir og prófessor í meinafræðiBjörn Guðbjörnsson, yfirlæknir og prófessor í gigtarrannsóknumBjörn R. Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræðiEinar Stefánsson, yfirlæknir og prófessor í augnlækningumEinar Stefán Björnsson, yfirlæknir og prófessor í meltingarlækningumElías Ólafsson, yfirlæknir og prófessor í taugalækningumEyþór H. Björnsson, lungnalæknir og klínískur prófessorFriðbert Jónasson, yfirlæknir og prófessor í augnlækningumGísli H. Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningumGuðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumGunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor í lyfjafræðiHelgi Jónsson, gigtarlæknir og prófessor í gigtarlækningumHelgi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í krabbameinslækningumKarl G. Kristinsson, yfirlæknir og prófessor í sýklafræðiJóhann Heiðar Jóhannsson, meinafræðingur, klínískur prófessorJón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir og prófessor í meinafræðiJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir og prófessor í lífefnafræðiMagnús Gottfreðsson, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómumMagnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og forseti læknadeildar HÍPálmi V. Jónsson, yfirlæknir og prófessor í öldrunarlækningumPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir og prófessor í blóðsjúkdómumRafn Benediktsson, yfirlæknir og prófessor í innkirtlalækningumRagnar G. Bjarnason, yfirlæknir og prófessor í barnalækningumReynir T. Geirsson, yfirlæknir og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningumSigurður Guðmundsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumSigurður Yngvi Kristinsson, blóðmeinafræðingur og prófessor í blóðsjúkdómumÞórarinn Gíslason, yfirlæknir og prófessor í lungnalækningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki tilviljun að alvarlegur vandi Landspítala er nú stöðugt til umræðu. Starfsfólk, nemar og sjúklingar koma nær daglega fram í fjölmiðlum og lýsa bráðavanda ýmissa lykildeilda sjúkrahússins. Þessir einstaklingar bera hag sjúklinganna fyrir brjósti og telja aðbúnað þeirra óásættanlegan. Það er mikið í húfi því að ástandið á sjúkrahúsi allra landsmanna varðar allan almenning og er ekki einkamál stjórnmálamanna. Staðreyndin er sú að ástandið á Landspítala hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi.Áhyggjur sjúklinga og starfsfólks Sjúklingar, starfsfólk og almenningur hafa áhyggjur af þeirri takmörkuðu þjónustu sem hægt er að veita. Starfsfólk er langþreytt á viðvarandi niðurskurði og hefur miklar áhyggjur af þeirri slæmu aðstöðu sem sjúklingum og starfsmönnum er boðin. Ekki bætir úr skák að ekkert samhengi reyndist á milli kosningaloforða og efnda sem birtust í fjárlagafrumvarpinu. Þetta skilningsleysi á alvarlegri stöðu spítalans olli starfsmönnum gríðarlegum vonbrigðum og er algjörlega úr takti við umræðuna í þjóðfélaginu. Ráðherrum og alþingismönnum, sem við efumst ekki um að vilja láta gott af sér leiða, getur vart staðið á sama þegar ýmsar lykileiningar spítalans eru í dag reknar eftir neyðaráætlun. Hversu lengi getur það gengið? Með aðstoð nema hefur langþreytt starfsfólk með auknu vinnuframlagi, haldið starfseminni gangandi, án þess að yfirvinna sé alltaf greidd. Þessi staða hefur leitt af sér atgervisflótta og vítahring vaxandi manneklu sem ekki sér fyrir endann á. Við teljum að enn sé hægt að sporna við landflótta lækna og annarra lykilstarfsmanna. Það stendur þó tæpt og grípa þarf strax til aðgerða sem verða að fela í sér fjárfestingu í mannauði, tækjum og aðstöðu á Landspítala. Slík fjárfesting mun skila sér í bættri heilsu og líðan allra landsmanna þegar þeir þurfa mest á hjálp að halda.Brestir í starfsemi lykildeilda Alvarlegir brestir eru komnir í starfsemi lyflækningasviðs, stærsta sviðs Landspítala svo og í starfsemi annarra deilda, t.d. myndgreiningardeildar og hjartaskurðdeildar. Þetta veldur skiljanlega áhyggjum úti í samfélaginu. Ljóst er að Alþingi Íslendinga verður að snúa þessari þróun við með því að rétta hlut spítalans í afgreiðslu fjárlaga. Því er mjög ánægjulegt að þingmenn úr öllum flokkum hafa á undanförnum vikum kynnt sér stöðu Landspítala og lýst yfir stuðningi við að veita til hans nauðsynlegu fjármagni. Einnig ber að fagna þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna um að ráðast tafarlaust í byggingu nýs spítala. Fé er vissulega takmarkað og forgangsraða verður til nauðsynlegra verkefna. Landspítalinn hefur lengi þurft að forgangsraða í sinni starfsemi. Starfsfólk og sjúklingar á Landspítala kynnast því daglega, t.d. þegar sjúkrarými duga ekki til. Þegar sjúkrarúmum hefur fækkað í sparnaðarskyni þarf að forgangsraða og ákveða hvaða sjúklingar þurfa mest á innlögn að halda. Þó svo að ýmis mikilvæg verkefni í okkar samfélagi bíði úrlausnar, þá hlýtur áframhaldandi heilbrigði og velferð sjúklinga að vera þar efst á blaði. Allir landsmenn vilja og eiga að geta reitt sig á Landspítalann fyrir sig og sína þegar alvarleg veikindi knýja dyra.Úreltur tækjabúnaður Svo illa er komið fyrir myndgreiningardeild spítalans að úrbætur þola enga bið. Tæki sem teljast mikilvæg í nútíma læknisfræði eru sum hver hreinlega ekki til hér á landi. Annar mikilvægur tækjabúnaður er úr sér genginn vegna mikils álags og er síbilandi, með tilheyrandi áhættu fyrir sjúklinga. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur skorið niður fé til tækjakaupa eru uppgerðir varahlutir keyptir í sparnaðarskyni á netinu í elstu tækin, sem eru orðin 17 ára! Nýlega þurfti t.d. að flytja sjúkling sem grunur lék á að væri með heilablæðingu í tölvusneiðmyndatöku á einkarekna myndgreiningarstofu í Orkuhúsinu þar sem sneiðmyndatækin á Landspítala voru biluð samtímis í Fossvogi og á Hringbraut. Þetta ástand teflir öryggi sjúklinga í tvísýnu og er algerlega óásættanlegt.Aðgerðir ráðherra duga ekki til Nýlegar aðgerðir sem gripið var til á lyflækningasviði í samvinnu við heilbrigðisráðherra eru skref fram á við en nægja ekki til að snúa við þeim bráðavanda sem þar ríkir. Á Lyflækningadeild krabbameina er ástandið t.d. mjög alvarlegt. Þar eru nú aðeins fjórir sérfræðingar að sinna störfum sem átta sinntu áður. Krabbameinssjúklingum fjölgar hins vegar stöðugt, ekki síst vegna fjölgunar aldraðra. Svipað ástand er á Geislameðferðardeild krabbameina, þar sem einn þriggja lækna er að hætta störfum sakir aldurs. Öðrum læknum á þessum krabbameinsdeildum hafa borist atvinnutilboð erlendis frá sem þeir íhuga. Nýja lækna vantar strax til starfa því að óbreyttu er veruleg hætta á frekari flótta krabbameinslækna frá deildinni.Þarftu á krabbameinslækni að halda? Fátt setur tilveru sjúklinga og aðstandenda jafnrækilega úr jafnvægi og að greinast með krabbamein. Sjúklingum og aðstandendum þeirra er þannig kippt út úr sínu daglega lífi. Miklar framfarir hafa orðið á síðustu áratugum í krabbameinslækningum: ný lyf hafa komið fram og skurðaðgerðir og geislameðferð hafa þróast auk þess sem myndgreining hafur batnað. Það er ánægjuleg staðreynd að hér á landi hefur árangur krabbameinsmeðferðar verið með því besta sem þekkist og stór hluti krabbameinssjúklinga læknast. Þessi góði árangur er afrakstur stöðugrar uppbyggingar síðustu áratuga og er ekki sjálfgefinn. Honum þarf að viðhalda. Þú gætir verið í þeim sporum, lesandi góður, að greinast með krabbamein. Finnst þér ásættanlegt að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni lengist og geti numið allt að nokkrum vikum? Finnst þér í lagi að læknirinn þinn hitti þig sjaldnar en æskilegt væri og þá skemur í senn en áður vegna mikils vinnuálags? Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við. Krabbameinsdeildir eru á meðal sérhæfðustu og mikilvægustu deilda hvers sjúkrahúss. Núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða og það öryggisleysi sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm.Mikið í húfi Það er mikið í húfi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stöðva verður strax frekari atgervisflótta krabbameinslækna og annarra sérfræðinga. Einnig verður að fá fleiri deildarlækna til starfa á lyflækningasviði. Endurnýja þarf nauðsynlegan tækjakost svo að myndgreiningardeild og fleiri stoðdeildir sjúkrahússins geti sinnt nauðsynlegri þjónustu við sjúklinga spítalans, sem margir eiga í engin önnur hús að venda. Sem starfsmenn Landspítala viljum við vinna að þessum brýnu umbótum, fáist til þess nauðsynlegt fjármagn. Hagsmunir allra landsmanna eru í húfi.Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum, formaður prófessoraráðs LandspítalaEngilbert Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í geðlækningum, varaformaður prófessoraráðsArthur Löve, yfirlæknir og prófessor í veirufræðiÁsgeir Haraldsson, yfirlæknir og prófessor í barnalækningumBjarni A. Agnarsson, yfirlæknir og prófessor í meinafræðiBjörn Guðbjörnsson, yfirlæknir og prófessor í gigtarrannsóknumBjörn R. Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræðiEinar Stefánsson, yfirlæknir og prófessor í augnlækningumEinar Stefán Björnsson, yfirlæknir og prófessor í meltingarlækningumElías Ólafsson, yfirlæknir og prófessor í taugalækningumEyþór H. Björnsson, lungnalæknir og klínískur prófessorFriðbert Jónasson, yfirlæknir og prófessor í augnlækningumGísli H. Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningumGuðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumGunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor í lyfjafræðiHelgi Jónsson, gigtarlæknir og prófessor í gigtarlækningumHelgi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í krabbameinslækningumKarl G. Kristinsson, yfirlæknir og prófessor í sýklafræðiJóhann Heiðar Jóhannsson, meinafræðingur, klínískur prófessorJón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir og prófessor í meinafræðiJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir og prófessor í lífefnafræðiMagnús Gottfreðsson, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómumMagnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og forseti læknadeildar HÍPálmi V. Jónsson, yfirlæknir og prófessor í öldrunarlækningumPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir og prófessor í blóðsjúkdómumRafn Benediktsson, yfirlæknir og prófessor í innkirtlalækningumRagnar G. Bjarnason, yfirlæknir og prófessor í barnalækningumReynir T. Geirsson, yfirlæknir og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningumSigurður Guðmundsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumSigurður Yngvi Kristinsson, blóðmeinafræðingur og prófessor í blóðsjúkdómumÞórarinn Gíslason, yfirlæknir og prófessor í lungnalækningum
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar