1.208 Porsche 911 bílar Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2013 10:15 Á ýmsan hátt er haldið uppá 50 ára afmæli Porsche 911 bílsins í ár. Í þessu tilviki hefur líklega verið slegið heimsmet í fjölda 911 bíla samankomna á einum stað. Staðurinn er Silverstone kappakstursbrautin í Englandi og það voru hvorki meira né minna en 1.208 eigendur sportbílsins goðsagnarkennda sem mættu með bíla sína, bílgerðinni til heiðurs. Þessi fjöldi hefur vafalaust farið langt með að fylla Silverstone brautina. Frá því Porsche 911 var kynntur til leiks árið 1963 hafa 820.000 slíkir bílar verið framleiddir og stærstur hluti þeirra enn ökuhæfir. Þó að 1.208 Porsche 911 bílar verðir að teljast mikið, þá er það aðeins 0,15% af framleiðslunni frá upphafi. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá bílana aka um Silverstone brautina og er það eðlilega fögur sjón fyrir aðdáendur Porsche 911 bíla. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent
Á ýmsan hátt er haldið uppá 50 ára afmæli Porsche 911 bílsins í ár. Í þessu tilviki hefur líklega verið slegið heimsmet í fjölda 911 bíla samankomna á einum stað. Staðurinn er Silverstone kappakstursbrautin í Englandi og það voru hvorki meira né minna en 1.208 eigendur sportbílsins goðsagnarkennda sem mættu með bíla sína, bílgerðinni til heiðurs. Þessi fjöldi hefur vafalaust farið langt með að fylla Silverstone brautina. Frá því Porsche 911 var kynntur til leiks árið 1963 hafa 820.000 slíkir bílar verið framleiddir og stærstur hluti þeirra enn ökuhæfir. Þó að 1.208 Porsche 911 bílar verðir að teljast mikið, þá er það aðeins 0,15% af framleiðslunni frá upphafi. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá bílana aka um Silverstone brautina og er það eðlilega fögur sjón fyrir aðdáendur Porsche 911 bíla.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent