Lífið

Eins ólíkar og ljón eru heimilisköttum

Moskítóflugur eru ólíkar eftir tegundum.
Moskítóflugur eru ólíkar eftir tegundum. Nordicphotos/getty

Moskítóflugur eru mikil plága fyrir þá sem verða fyrir biti þeirra.

Janet McAllister, doktor í skordýrafræðum við bandarísku sóttvarnastofnunina, segir flugurnar haga sér á ólíkan máta eftir búsetu. „Hver tegund er ólík þeirri næstu og mætti segja að tegundirnar séu jafn ólíkar og ljón er heimilisketti. Þær haga sér á ólíkan hátt og eru með ólíkan matarsmekk,“ sagði McAllister og tekur fram að moskítóflugur laðist ekki sérstaklega að fólki með sætt blóð.

Teviðarolía og lofnarblómaolía eru sagðar virka best við biti flugnanna enda eru báðar olíurnar græðandi og bakteríudrepandi. Einnig er mælt með að bera venjulegt borðedik á bit moskítóflugna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.