Lífið

Mirren heimsótti veikan dreng

gladdi dreng Helen Mirren mætti í heimsókn til ungs drengs í gervi Bretlandsdrottningar.
Nordicphotos/getty
gladdi dreng Helen Mirren mætti í heimsókn til ungs drengs í gervi Bretlandsdrottningar. Nordicphotos/getty
Helen Mirren, í gervi Bretlandsdrottningar, heimsótti ungan, breskan dreng sem átti þá ósk heitasta að hitta höfuð krúnunnar. Hinn tíu ára gamli drengur hefur glímt við krabbamein um nokkurt skeið og óskuðu foreldrar hans eftir því að hann fengi að hitta drottninguna. Hin raunverulega drottning hafði þó ekki tíma en þess í stað fékk hann heimsókn frá leikkonunni. Mirren, fer með hlutverk drottningarinnar um þessar mundir í leikritinu The Audience. „Hún var í karakter allan tímann meðan á heimsókninni stóð. Sonur okkar hélt að hún væri hin raunverulega drottning, og það dugir okkur,“ sagði faðir drengsins, sem var Mirren óendanlega þakklátur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.