Hamburg Evrópumeistari í fyrsta sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2013 18:08 Hans Lindberg skoraði sex mörk fyrir Hamburg í dag. Nordic Photos / Getty Images Þýska liðið Hamburg varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa unnið sætan sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln, 30-29. Hamburg kom öllum að óvörum um helgina með því að leggja Kiel að velli í undanúrslitunum í gær. Kiel var ríkjandi meistari og stefndi að því að vinna þrennuna, annað árið í röð. Liðið hefur áður orðið Evrópumeistari bikarhafa en þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur Meistaradeildina. Hamburg hafði þrívegis áður komist í undanúrslit en aldrei komist í úrslitaleikinn fyrr en nú. Johannes Bitter átti stórleik í marki Hamburg og varði sautján skot. Hann varði oft á ögurstundu og sá til þess að Barcelona tókst ekki að jafna muninn í lok framlengingarinnar. Hans Lindberg og Michael Kraus skoruðu sex mörk hvor fyrir Hamburg en Siarhei Rutenka átta fyrir Barcelona. Victor Tomas kom næstur með sjö mörk. Jafnræði var með liðunum framan af en Börsungar leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Hamburg virtist svo ætla að sigla öruggum sigri í höfn er liðið skoraði fjögur mörk í röð þegar lítið var eftir af leiknum. Barcelona svaraði með fjórum mörkum og var staðan jöfn, 25-25, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Hans Lindberg lét svo verja frá sér þegar hálf mínúta var eftir og Barcelona hélt í sókn. Liðið fékk aukakast á lokasekúndunum en Bitter varði skot Rutenka. Því þurfti að framlengja leikinn. Hamburg byrjaði betur í framlengingunni og komst tveimur mörkum yfir. En aftur náði Barcelona að svara fyrir sig og hleypa mikilli spennu í lokamínúturnar. Lindberg kom svo Hamburg yfir, 30-29, með marki úr vítakasti og Bitter varði svo úr dauðafæri Börsunga þegar mínúta var eftir. Hamburg fór þó illa að ráði sínu í næstu sókn og Barcelona fékk boltann þegar 40 sekúndur voru eftir. Bitter varði þá aftur úr algjöru dauðafæri en Barcelona náði frákastinu. Daniel Sarmiento tók erfitt skot á lokasekúndunum en skotið fór yfir. Aukakast var dæmt en Rutenka skaut í varnarvegginn. Hamburg fagnaði því sigri í Meistaradeildinni en Börsungar máttu sætta sig við silfrið í þetta sinn. Handbolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Sjá meira
Þýska liðið Hamburg varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa unnið sætan sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln, 30-29. Hamburg kom öllum að óvörum um helgina með því að leggja Kiel að velli í undanúrslitunum í gær. Kiel var ríkjandi meistari og stefndi að því að vinna þrennuna, annað árið í röð. Liðið hefur áður orðið Evrópumeistari bikarhafa en þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur Meistaradeildina. Hamburg hafði þrívegis áður komist í undanúrslit en aldrei komist í úrslitaleikinn fyrr en nú. Johannes Bitter átti stórleik í marki Hamburg og varði sautján skot. Hann varði oft á ögurstundu og sá til þess að Barcelona tókst ekki að jafna muninn í lok framlengingarinnar. Hans Lindberg og Michael Kraus skoruðu sex mörk hvor fyrir Hamburg en Siarhei Rutenka átta fyrir Barcelona. Victor Tomas kom næstur með sjö mörk. Jafnræði var með liðunum framan af en Börsungar leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Hamburg virtist svo ætla að sigla öruggum sigri í höfn er liðið skoraði fjögur mörk í röð þegar lítið var eftir af leiknum. Barcelona svaraði með fjórum mörkum og var staðan jöfn, 25-25, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Hans Lindberg lét svo verja frá sér þegar hálf mínúta var eftir og Barcelona hélt í sókn. Liðið fékk aukakast á lokasekúndunum en Bitter varði skot Rutenka. Því þurfti að framlengja leikinn. Hamburg byrjaði betur í framlengingunni og komst tveimur mörkum yfir. En aftur náði Barcelona að svara fyrir sig og hleypa mikilli spennu í lokamínúturnar. Lindberg kom svo Hamburg yfir, 30-29, með marki úr vítakasti og Bitter varði svo úr dauðafæri Börsunga þegar mínúta var eftir. Hamburg fór þó illa að ráði sínu í næstu sókn og Barcelona fékk boltann þegar 40 sekúndur voru eftir. Bitter varði þá aftur úr algjöru dauðafæri en Barcelona náði frákastinu. Daniel Sarmiento tók erfitt skot á lokasekúndunum en skotið fór yfir. Aukakast var dæmt en Rutenka skaut í varnarvegginn. Hamburg fagnaði því sigri í Meistaradeildinni en Börsungar máttu sætta sig við silfrið í þetta sinn.
Handbolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Sjá meira