Stjórnmálastarfsemi fyrirtækja? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 41 milljón króna fór frá íslenskum útgerðarfélögum til Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og frambjóðenda þeirra árin 2008-2011 og prófkjörsframbjóðenda Sjálfstæðisflokks fyrir þingkosningar 2013. Það er tífalt hærra en aðrir flokkar fengu til samans. Framlög til flokkanna 2012 liggja ekki fyrir. Þetta hefur Hörður Unnsteinsson stjórnmálafræðinemi tekið saman í nýrri BA-ritgerð. Eitt fyrsta verk sömu flokka, í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, er að lækka veiðileyfagjald útgerðarfyrirtækja um alls 10 milljarða á þessu ári og því næsta. Meðan ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna undirbjó hækkun á veiðileyfagjaldi eyddu útgerðir landsins og samtök þeirra a.m.k. milljónatugum í auglýsingar og aðgerðir gegn þeim áformum. Þrjú af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins, Ísfélagið í Vestmannaeyjum, Samherji og Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki í gegnum dótturfélag, hafa keypt Morgunblaðið ásamt fleirum og sett í það hundruð milljóna, sem engan fjárhagslegan arð bera. Ráðið í ritstjórastól einn öflugasta stjórnmálamann samtímans, Davíð Oddsson, sem ritstýrir blaðinu daglega í þeirra þágu. Allt eru þetta smáaurar fyrir að hafa til þessa haft nær ókeypis aðgang að sameiginlegri auðlind Íslendinga. Jón Steinsson hagfræðingur hefur reiknað út að auðlindaarður útgerðarinnar þessi sömu ár, þ.e. 2008-2011, hafi árlega verið á bilinu 38-56 milljarðar króna eða hátt í tvö hundruð milljarðar. Þá er búið að draga frá allan tilkostnað og eðlilegan arð af fjárfestingum. Reikna megi með að talan sé hærri fyrir 2012. Ef ekki væri fyrir lög um upplýsingaskyldu um fjárframlög til stjórnmálastarfsemi, sem tóku gildi 2007, myndum við ekki vita um milljónatugina sem runnið hafa til Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og þeirra frambjóðenda. Eftir áðurnefnda auglýsingaherferð LÍÚ og útgerðarfyrirtækjanna hef ég mikið velt fyrir mér spurningunni: Þarf að útvíkka upplýsingaskyldu um fjárreiður stjórnmálastarfsemi til fyrirtækja sem blanda sér beint í stjórnmálabaráttu? Í Bandaríkjunum, þar sem strangar reglur eru um takmörk og upplýsingaskyldu um fjárframlög til stjórnmálaflokka, er orðinn vaxandi vandamál fjáraustur alls konar hliðarsamtaka (political action committees), sem í dag eyða meira fé til stjórnmálabaráttu en flokkarnir sjálfir og þeirra frambjóðendur en lúta engum takmörkunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
41 milljón króna fór frá íslenskum útgerðarfélögum til Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og frambjóðenda þeirra árin 2008-2011 og prófkjörsframbjóðenda Sjálfstæðisflokks fyrir þingkosningar 2013. Það er tífalt hærra en aðrir flokkar fengu til samans. Framlög til flokkanna 2012 liggja ekki fyrir. Þetta hefur Hörður Unnsteinsson stjórnmálafræðinemi tekið saman í nýrri BA-ritgerð. Eitt fyrsta verk sömu flokka, í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, er að lækka veiðileyfagjald útgerðarfyrirtækja um alls 10 milljarða á þessu ári og því næsta. Meðan ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna undirbjó hækkun á veiðileyfagjaldi eyddu útgerðir landsins og samtök þeirra a.m.k. milljónatugum í auglýsingar og aðgerðir gegn þeim áformum. Þrjú af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins, Ísfélagið í Vestmannaeyjum, Samherji og Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki í gegnum dótturfélag, hafa keypt Morgunblaðið ásamt fleirum og sett í það hundruð milljóna, sem engan fjárhagslegan arð bera. Ráðið í ritstjórastól einn öflugasta stjórnmálamann samtímans, Davíð Oddsson, sem ritstýrir blaðinu daglega í þeirra þágu. Allt eru þetta smáaurar fyrir að hafa til þessa haft nær ókeypis aðgang að sameiginlegri auðlind Íslendinga. Jón Steinsson hagfræðingur hefur reiknað út að auðlindaarður útgerðarinnar þessi sömu ár, þ.e. 2008-2011, hafi árlega verið á bilinu 38-56 milljarðar króna eða hátt í tvö hundruð milljarðar. Þá er búið að draga frá allan tilkostnað og eðlilegan arð af fjárfestingum. Reikna megi með að talan sé hærri fyrir 2012. Ef ekki væri fyrir lög um upplýsingaskyldu um fjárframlög til stjórnmálastarfsemi, sem tóku gildi 2007, myndum við ekki vita um milljónatugina sem runnið hafa til Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og þeirra frambjóðenda. Eftir áðurnefnda auglýsingaherferð LÍÚ og útgerðarfyrirtækjanna hef ég mikið velt fyrir mér spurningunni: Þarf að útvíkka upplýsingaskyldu um fjárreiður stjórnmálastarfsemi til fyrirtækja sem blanda sér beint í stjórnmálabaráttu? Í Bandaríkjunum, þar sem strangar reglur eru um takmörk og upplýsingaskyldu um fjárframlög til stjórnmálaflokka, er orðinn vaxandi vandamál fjáraustur alls konar hliðarsamtaka (political action committees), sem í dag eyða meira fé til stjórnmálabaráttu en flokkarnir sjálfir og þeirra frambjóðendur en lúta engum takmörkunum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar