Aðgerðir á leigumarkaði Pétur Ólafsson skrifar 12. september 2013 06:00 Síðastliðinn þriðjudag samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillögu minnihlutans um að skoða mögulegar ívilnanir vegna lóðaúthlutana til aðila sem hyggjast byggja leiguíbúðir í bænum. Jafnframt kanni þeir kosti þess að Kópavogsbær komi að byggingu íbúða til leigu, bæði félagslegra og á hinum almenna leigumarkaði. Skuli þessar upplýsingar liggja fyrir með minnisblaði innan tveggja vikna. Umræður um málefni leigjenda á fundi bæjarstjórnar voru afar góðar og málefnalegar að mestu leyti. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar sýni kjósendum að þeir geti brugðist við af almennri skynsemi frekar en að láta eigin tilfinningar eða hugmyndafræði byrgja sér sýn. Mikil eftirspurn er eftir leiguíbúðum í bænum og ef viðbragð hins frjálsa markaðar er uppsprengt verð er það skylda ríkis og sveitarfélaga að bregðast hratt og örugglega við í þágu almennings. Í öllum löndum í norðanverðri Evrópu eru starfrækt einhvers konar leigufélög. Aðkoma sveitarfélaga þar er mikil og rík hefð er fyrir leiguforminu. Aðilar vinnumarkaðarins þar í löndum eru einnig umsvifamiklir þar sem þak yfir höfuð er markmið félaganna frekar en ofsahagnaður. Það er þessi hugsun sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og minnihluti bæjarstjórnar Kópavogs orðuðu á fundinum í fyrradag og það er þessi hugsun sem vonandi verður að veruleika þegar tími aðgerða er runninn upp, hvort sem er í Kópavogi, Reykjavík eða um land allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillögu minnihlutans um að skoða mögulegar ívilnanir vegna lóðaúthlutana til aðila sem hyggjast byggja leiguíbúðir í bænum. Jafnframt kanni þeir kosti þess að Kópavogsbær komi að byggingu íbúða til leigu, bæði félagslegra og á hinum almenna leigumarkaði. Skuli þessar upplýsingar liggja fyrir með minnisblaði innan tveggja vikna. Umræður um málefni leigjenda á fundi bæjarstjórnar voru afar góðar og málefnalegar að mestu leyti. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar sýni kjósendum að þeir geti brugðist við af almennri skynsemi frekar en að láta eigin tilfinningar eða hugmyndafræði byrgja sér sýn. Mikil eftirspurn er eftir leiguíbúðum í bænum og ef viðbragð hins frjálsa markaðar er uppsprengt verð er það skylda ríkis og sveitarfélaga að bregðast hratt og örugglega við í þágu almennings. Í öllum löndum í norðanverðri Evrópu eru starfrækt einhvers konar leigufélög. Aðkoma sveitarfélaga þar er mikil og rík hefð er fyrir leiguforminu. Aðilar vinnumarkaðarins þar í löndum eru einnig umsvifamiklir þar sem þak yfir höfuð er markmið félaganna frekar en ofsahagnaður. Það er þessi hugsun sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og minnihluti bæjarstjórnar Kópavogs orðuðu á fundinum í fyrradag og það er þessi hugsun sem vonandi verður að veruleika þegar tími aðgerða er runninn upp, hvort sem er í Kópavogi, Reykjavík eða um land allt.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar