Er bjartsýni við hæfi? Ólafur G. Skúlason skrifar 31. október 2013 06:00 Umræða síðustu daga varðandi heilbrigðiskerfið hefur vakið með mér aukna bjartsýni. Margir verða örugglega hissa á þessari upplifun minni en hana er einfalt að skýra. Síðastliðna daga hefur hver þingmaðurinn á fætur öðrum komið fram í fjölmiðlum eða haldið tölu á þingi um vandamál heilbrigðisþjónustunnar. Allir eru þeir sammála um að nauðsynlegt sé að standa vörð um heilbrigðiskerfið og forgangsraða málunum þannig að aukið fjármagn verði varið til þess, einkum til Landspítala. Ég get því ekki búist við öðru en að þingmenn taki saman höndum, þvert á flokkslínur, og finni lausn á viðvarandi fjársvelti heilbrigðiskerfisins. Eitt er víst að þjóðin er þeim sammála í þessum efnum. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum eru frásagnir heilbrigðisstarfsmanna sem nú stíga fram og lýsa því ástandi sem ríkir innan veggja Landspítalans. Ástandi sem hefur varað í ansi langan tíma. Heyrst hafa raddir sem segja að ástandið geti ekki verið eins slæmt og sagt er, en því get ég lofað, að enginn þeirra sem fram hafa komið í fjölmiðlum fer með ýkjur. Það viðheldur þó bjartsýni minni að loks hafi heilbrigðisstarfsfólk stigið fram og gert grein fyrir þeim aðstæðum sem nú ríkja í heilbrigðiskerfinu. Það að orða vandamálin er fyrsta skrefið í að finna á þeim lausn.Á heimsmælikvarða Við sem búum hér á landi erum heppin. Heppnin felst í því að við eigum heilbrigðisstarfsmenn á heimsmælikvarða hvað varðar menntun, þekkingu og færni. Það er fyrir tilstuðlan þessa fólks að heilbrigðiskerfið okkar hefur haldist gangandi hingað til. Það er því mikilvægt að hlustað sé á það þegar það stígur fram og segir hingað og ekki lengra. Það hafi ekki lengur tök á að veita þá þjónustu sem það annars myndi vilja veita hefði það til þess tíma og úrræði. Það hlýtur að vera forgangsatriði að búa þannig um hnútana að það geti sinnt starfi sínu eftir bestu getu. Landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga undanfarin ár er staðreynd enda laun og starfsaðstæður erlendis mun ákjósanlegri en hérlendis. Vitað er að Ísland mun aldrei verða samkeppnishæft við erlend ríki varðandi launakjör þar sem hin háu laun erlendis eru tilkomin vegna veikrar stöðu krónunnar gegn erlendum gjaldmiðlum. Það er hins vegar hægt að haga málum þannig hér að heilbrigðisstarfsfólk fái laun sem samræmast menntun þeirra og ábyrgð. Það er einnig hægt að bæta vinnuumhverfi þess og tækjabúnað svo það geti sinnt sínu starfi á fullnægjandi hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga varðandi heilbrigðiskerfið hefur vakið með mér aukna bjartsýni. Margir verða örugglega hissa á þessari upplifun minni en hana er einfalt að skýra. Síðastliðna daga hefur hver þingmaðurinn á fætur öðrum komið fram í fjölmiðlum eða haldið tölu á þingi um vandamál heilbrigðisþjónustunnar. Allir eru þeir sammála um að nauðsynlegt sé að standa vörð um heilbrigðiskerfið og forgangsraða málunum þannig að aukið fjármagn verði varið til þess, einkum til Landspítala. Ég get því ekki búist við öðru en að þingmenn taki saman höndum, þvert á flokkslínur, og finni lausn á viðvarandi fjársvelti heilbrigðiskerfisins. Eitt er víst að þjóðin er þeim sammála í þessum efnum. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum eru frásagnir heilbrigðisstarfsmanna sem nú stíga fram og lýsa því ástandi sem ríkir innan veggja Landspítalans. Ástandi sem hefur varað í ansi langan tíma. Heyrst hafa raddir sem segja að ástandið geti ekki verið eins slæmt og sagt er, en því get ég lofað, að enginn þeirra sem fram hafa komið í fjölmiðlum fer með ýkjur. Það viðheldur þó bjartsýni minni að loks hafi heilbrigðisstarfsfólk stigið fram og gert grein fyrir þeim aðstæðum sem nú ríkja í heilbrigðiskerfinu. Það að orða vandamálin er fyrsta skrefið í að finna á þeim lausn.Á heimsmælikvarða Við sem búum hér á landi erum heppin. Heppnin felst í því að við eigum heilbrigðisstarfsmenn á heimsmælikvarða hvað varðar menntun, þekkingu og færni. Það er fyrir tilstuðlan þessa fólks að heilbrigðiskerfið okkar hefur haldist gangandi hingað til. Það er því mikilvægt að hlustað sé á það þegar það stígur fram og segir hingað og ekki lengra. Það hafi ekki lengur tök á að veita þá þjónustu sem það annars myndi vilja veita hefði það til þess tíma og úrræði. Það hlýtur að vera forgangsatriði að búa þannig um hnútana að það geti sinnt starfi sínu eftir bestu getu. Landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga undanfarin ár er staðreynd enda laun og starfsaðstæður erlendis mun ákjósanlegri en hérlendis. Vitað er að Ísland mun aldrei verða samkeppnishæft við erlend ríki varðandi launakjör þar sem hin háu laun erlendis eru tilkomin vegna veikrar stöðu krónunnar gegn erlendum gjaldmiðlum. Það er hins vegar hægt að haga málum þannig hér að heilbrigðisstarfsfólk fái laun sem samræmast menntun þeirra og ábyrgð. Það er einnig hægt að bæta vinnuumhverfi þess og tækjabúnað svo það geti sinnt sínu starfi á fullnægjandi hátt.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun