
Er bjartsýni við hæfi?
Allir eru þeir sammála um að nauðsynlegt sé að standa vörð um heilbrigðiskerfið og forgangsraða málunum þannig að aukið fjármagn verði varið til þess, einkum til Landspítala. Ég get því ekki búist við öðru en að þingmenn taki saman höndum, þvert á flokkslínur, og finni lausn á viðvarandi fjársvelti heilbrigðiskerfisins. Eitt er víst að þjóðin er þeim sammála í þessum efnum.
Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum eru frásagnir heilbrigðisstarfsmanna sem nú stíga fram og lýsa því ástandi sem ríkir innan veggja Landspítalans. Ástandi sem hefur varað í ansi langan tíma. Heyrst hafa raddir sem segja að ástandið geti ekki verið eins slæmt og sagt er, en því get ég lofað, að enginn þeirra sem fram hafa komið í fjölmiðlum fer með ýkjur. Það viðheldur þó bjartsýni minni að loks hafi heilbrigðisstarfsfólk stigið fram og gert grein fyrir þeim aðstæðum sem nú ríkja í heilbrigðiskerfinu. Það að orða vandamálin er fyrsta skrefið í að finna á þeim lausn.
Á heimsmælikvarða
Við sem búum hér á landi erum heppin. Heppnin felst í því að við eigum heilbrigðisstarfsmenn á heimsmælikvarða hvað varðar menntun, þekkingu og færni. Það er fyrir tilstuðlan þessa fólks að heilbrigðiskerfið okkar hefur haldist gangandi hingað til. Það er því mikilvægt að hlustað sé á það þegar það stígur fram og segir hingað og ekki lengra. Það hafi ekki lengur tök á að veita þá þjónustu sem það annars myndi vilja veita hefði það til þess tíma og úrræði. Það hlýtur að vera forgangsatriði að búa þannig um hnútana að það geti sinnt starfi sínu eftir bestu getu.
Landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga undanfarin ár er staðreynd enda laun og starfsaðstæður erlendis mun ákjósanlegri en hérlendis. Vitað er að Ísland mun aldrei verða samkeppnishæft við erlend ríki varðandi launakjör þar sem hin háu laun erlendis eru tilkomin vegna veikrar stöðu krónunnar gegn erlendum gjaldmiðlum. Það er hins vegar hægt að haga málum þannig hér að heilbrigðisstarfsfólk fái laun sem samræmast menntun þeirra og ábyrgð. Það er einnig hægt að bæta vinnuumhverfi þess og tækjabúnað svo það geti sinnt sínu starfi á fullnægjandi hátt.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar