Júragarður á Rassgötu Hafþór Eide Hafþórsson skrifar 31. október 2013 06:00 Það hefur komið mér nokkuð á óvart síðustu vikur og mánuði hversu margir hafa sterkar skoðanir á kynhneigð fólks á Íslandi í dag. Nýjasta vangaveltan kviknaði við skrif Snorra Óskarssonar, betur þekktur sem Snorri í Betel, á Facebook hinn 27. október síðastliðinn. Þar hjólar Snorri í Jóhönnu Sigurðardóttur og eiginkonu hennar vegna útkomu bókarinnar „Við Jóhanna“. Ritaði Snorri meðal annars eftirfarandi orð; „Gefast eiginmanni, eignast börn. Yfirgefa eiginmann og fara villu vegar. Er nema von að Biblían kalli þennan lífsmáta synd?“ Ég fæ ekki með nokkru móti skilið af hverju Snorri þarf að vera að bauna á gamlar konur sem hafa elskað hvor aðra í tugi ára. Hann telur sig sjálfan kannski mjög kærleiksríkan einstakling með því fræða okkur um stöðu mannanna og hvað sé rétt og rangt, samkvæmt eigin túlkun á Biblíunni. En af hverju velur Snorri samt að taka fyrir kynhneigð fólks frekar en eitthvað annað? Skyldu það kannski vera fordómar sem ráða för? Hvort sem Snorra líkar það betur eða verr, þá er kynhneigð meðfædd og verður þar af leiðandi ekki breytt. Af hverju fer Snorri ekki frekar í stríð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins til þess að hvíldardagurinn verði haldinn algjörlega heilagur og að skellt verði í lás í öllum fyrirtækjum og stofnunum hvern sunnudag í mánuði? Þótt líkurnar séu mjög litlar á að það myndi takast, er það miklu raunhæfara heldur en að breyta grundvallareðli fólks, kynhneigð þess. – Þetta þyrfti Snorri kallinn að fara að skilja. Ég get allavega ekki séð þennan geislandi kærleik sem Snorri á til með að hreykja sjálfum sér af. Það er nefnilega mjög takmarkaður kærleikur í því fólginn að tala fyrir því að fólk lifi í afneitun og sé ekki það sjálft allt sitt líf. Mér fyndist það virðingarverðara ef Snorri viðurkenndi einfaldlega að hann sé haldinn hatri og fordómum í garð samkynhneigðra, í stað þess að mála sig sem einhvern kærleiksbjörn, tala undir rós og afskræma þannig orðið kærleikur. Hinir einu sönnu Kærleiksbirnir myndu pottþétt grenja úr hlátri ef þeir vissu til dæmis að á Íslandi í dag sé maður að nafni Gylfi Ægisson sem telur að samkynhneigð skemmi börn. Þeim myndi heldur ekki leiðast það að það sé til „venjulegur“ karlmaður að nafni Halldór Jónsson sem bloggaði um að það væri ólíðandi að „venjulegir“ karlmenn þyrftu að horfa á upp „aðra“ karlmenn kyssast á almannafæri. Halldór þessi minntist reyndar ekki einu orði á kossaflens tveggja stúlkna, spurning hvort það lúti öðrum og meira spennandi lögmálum í huga þessa venjulega karlmanns. Að lokum vil ég taka fram að ég vil þessum mönnum ekkert illt. Ég geri mér grein fyrir að það getur verið erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og að þessir herramenn eru nær risaeðlutímanum í aldri en ég. Þeir félagar yrðu því flottir saman á Rassgötu Gylfa Ægissonar, þar sem foreldrar gætu sett börnin sín í pössun til siðapostulanna þriggja og þannig tryggt að afkvæmin skemmist ekki vegna samkynhneigðar. Ég er þó viss um að börnin myndu ekki skemmast ef svo ólíklega vildi til að Halldór tæki upp á því að skella einum rembingskossi á hann Gylfa sinn í Júragarðinum á Rassgötu 2 í Reykjavík, þar sem Snorri héldi á mistilteini yfir þeim turtildúfunum og blessaði jafnframt gesti og gangandi. Þvert á móti held ég að börnunum myndi finnast þetta krúttlegt og fallegt, rétt eins mér finnst samband Jóhönnu og Jónínu vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Það hefur komið mér nokkuð á óvart síðustu vikur og mánuði hversu margir hafa sterkar skoðanir á kynhneigð fólks á Íslandi í dag. Nýjasta vangaveltan kviknaði við skrif Snorra Óskarssonar, betur þekktur sem Snorri í Betel, á Facebook hinn 27. október síðastliðinn. Þar hjólar Snorri í Jóhönnu Sigurðardóttur og eiginkonu hennar vegna útkomu bókarinnar „Við Jóhanna“. Ritaði Snorri meðal annars eftirfarandi orð; „Gefast eiginmanni, eignast börn. Yfirgefa eiginmann og fara villu vegar. Er nema von að Biblían kalli þennan lífsmáta synd?“ Ég fæ ekki með nokkru móti skilið af hverju Snorri þarf að vera að bauna á gamlar konur sem hafa elskað hvor aðra í tugi ára. Hann telur sig sjálfan kannski mjög kærleiksríkan einstakling með því fræða okkur um stöðu mannanna og hvað sé rétt og rangt, samkvæmt eigin túlkun á Biblíunni. En af hverju velur Snorri samt að taka fyrir kynhneigð fólks frekar en eitthvað annað? Skyldu það kannski vera fordómar sem ráða för? Hvort sem Snorra líkar það betur eða verr, þá er kynhneigð meðfædd og verður þar af leiðandi ekki breytt. Af hverju fer Snorri ekki frekar í stríð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins til þess að hvíldardagurinn verði haldinn algjörlega heilagur og að skellt verði í lás í öllum fyrirtækjum og stofnunum hvern sunnudag í mánuði? Þótt líkurnar séu mjög litlar á að það myndi takast, er það miklu raunhæfara heldur en að breyta grundvallareðli fólks, kynhneigð þess. – Þetta þyrfti Snorri kallinn að fara að skilja. Ég get allavega ekki séð þennan geislandi kærleik sem Snorri á til með að hreykja sjálfum sér af. Það er nefnilega mjög takmarkaður kærleikur í því fólginn að tala fyrir því að fólk lifi í afneitun og sé ekki það sjálft allt sitt líf. Mér fyndist það virðingarverðara ef Snorri viðurkenndi einfaldlega að hann sé haldinn hatri og fordómum í garð samkynhneigðra, í stað þess að mála sig sem einhvern kærleiksbjörn, tala undir rós og afskræma þannig orðið kærleikur. Hinir einu sönnu Kærleiksbirnir myndu pottþétt grenja úr hlátri ef þeir vissu til dæmis að á Íslandi í dag sé maður að nafni Gylfi Ægisson sem telur að samkynhneigð skemmi börn. Þeim myndi heldur ekki leiðast það að það sé til „venjulegur“ karlmaður að nafni Halldór Jónsson sem bloggaði um að það væri ólíðandi að „venjulegir“ karlmenn þyrftu að horfa á upp „aðra“ karlmenn kyssast á almannafæri. Halldór þessi minntist reyndar ekki einu orði á kossaflens tveggja stúlkna, spurning hvort það lúti öðrum og meira spennandi lögmálum í huga þessa venjulega karlmanns. Að lokum vil ég taka fram að ég vil þessum mönnum ekkert illt. Ég geri mér grein fyrir að það getur verið erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og að þessir herramenn eru nær risaeðlutímanum í aldri en ég. Þeir félagar yrðu því flottir saman á Rassgötu Gylfa Ægissonar, þar sem foreldrar gætu sett börnin sín í pössun til siðapostulanna þriggja og þannig tryggt að afkvæmin skemmist ekki vegna samkynhneigðar. Ég er þó viss um að börnin myndu ekki skemmast ef svo ólíklega vildi til að Halldór tæki upp á því að skella einum rembingskossi á hann Gylfa sinn í Júragarðinum á Rassgötu 2 í Reykjavík, þar sem Snorri héldi á mistilteini yfir þeim turtildúfunum og blessaði jafnframt gesti og gangandi. Þvert á móti held ég að börnunum myndi finnast þetta krúttlegt og fallegt, rétt eins mér finnst samband Jóhönnu og Jónínu vera.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun