Júragarður á Rassgötu Hafþór Eide Hafþórsson skrifar 31. október 2013 06:00 Það hefur komið mér nokkuð á óvart síðustu vikur og mánuði hversu margir hafa sterkar skoðanir á kynhneigð fólks á Íslandi í dag. Nýjasta vangaveltan kviknaði við skrif Snorra Óskarssonar, betur þekktur sem Snorri í Betel, á Facebook hinn 27. október síðastliðinn. Þar hjólar Snorri í Jóhönnu Sigurðardóttur og eiginkonu hennar vegna útkomu bókarinnar „Við Jóhanna“. Ritaði Snorri meðal annars eftirfarandi orð; „Gefast eiginmanni, eignast börn. Yfirgefa eiginmann og fara villu vegar. Er nema von að Biblían kalli þennan lífsmáta synd?“ Ég fæ ekki með nokkru móti skilið af hverju Snorri þarf að vera að bauna á gamlar konur sem hafa elskað hvor aðra í tugi ára. Hann telur sig sjálfan kannski mjög kærleiksríkan einstakling með því fræða okkur um stöðu mannanna og hvað sé rétt og rangt, samkvæmt eigin túlkun á Biblíunni. En af hverju velur Snorri samt að taka fyrir kynhneigð fólks frekar en eitthvað annað? Skyldu það kannski vera fordómar sem ráða för? Hvort sem Snorra líkar það betur eða verr, þá er kynhneigð meðfædd og verður þar af leiðandi ekki breytt. Af hverju fer Snorri ekki frekar í stríð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins til þess að hvíldardagurinn verði haldinn algjörlega heilagur og að skellt verði í lás í öllum fyrirtækjum og stofnunum hvern sunnudag í mánuði? Þótt líkurnar séu mjög litlar á að það myndi takast, er það miklu raunhæfara heldur en að breyta grundvallareðli fólks, kynhneigð þess. – Þetta þyrfti Snorri kallinn að fara að skilja. Ég get allavega ekki séð þennan geislandi kærleik sem Snorri á til með að hreykja sjálfum sér af. Það er nefnilega mjög takmarkaður kærleikur í því fólginn að tala fyrir því að fólk lifi í afneitun og sé ekki það sjálft allt sitt líf. Mér fyndist það virðingarverðara ef Snorri viðurkenndi einfaldlega að hann sé haldinn hatri og fordómum í garð samkynhneigðra, í stað þess að mála sig sem einhvern kærleiksbjörn, tala undir rós og afskræma þannig orðið kærleikur. Hinir einu sönnu Kærleiksbirnir myndu pottþétt grenja úr hlátri ef þeir vissu til dæmis að á Íslandi í dag sé maður að nafni Gylfi Ægisson sem telur að samkynhneigð skemmi börn. Þeim myndi heldur ekki leiðast það að það sé til „venjulegur“ karlmaður að nafni Halldór Jónsson sem bloggaði um að það væri ólíðandi að „venjulegir“ karlmenn þyrftu að horfa á upp „aðra“ karlmenn kyssast á almannafæri. Halldór þessi minntist reyndar ekki einu orði á kossaflens tveggja stúlkna, spurning hvort það lúti öðrum og meira spennandi lögmálum í huga þessa venjulega karlmanns. Að lokum vil ég taka fram að ég vil þessum mönnum ekkert illt. Ég geri mér grein fyrir að það getur verið erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og að þessir herramenn eru nær risaeðlutímanum í aldri en ég. Þeir félagar yrðu því flottir saman á Rassgötu Gylfa Ægissonar, þar sem foreldrar gætu sett börnin sín í pössun til siðapostulanna þriggja og þannig tryggt að afkvæmin skemmist ekki vegna samkynhneigðar. Ég er þó viss um að börnin myndu ekki skemmast ef svo ólíklega vildi til að Halldór tæki upp á því að skella einum rembingskossi á hann Gylfa sinn í Júragarðinum á Rassgötu 2 í Reykjavík, þar sem Snorri héldi á mistilteini yfir þeim turtildúfunum og blessaði jafnframt gesti og gangandi. Þvert á móti held ég að börnunum myndi finnast þetta krúttlegt og fallegt, rétt eins mér finnst samband Jóhönnu og Jónínu vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur komið mér nokkuð á óvart síðustu vikur og mánuði hversu margir hafa sterkar skoðanir á kynhneigð fólks á Íslandi í dag. Nýjasta vangaveltan kviknaði við skrif Snorra Óskarssonar, betur þekktur sem Snorri í Betel, á Facebook hinn 27. október síðastliðinn. Þar hjólar Snorri í Jóhönnu Sigurðardóttur og eiginkonu hennar vegna útkomu bókarinnar „Við Jóhanna“. Ritaði Snorri meðal annars eftirfarandi orð; „Gefast eiginmanni, eignast börn. Yfirgefa eiginmann og fara villu vegar. Er nema von að Biblían kalli þennan lífsmáta synd?“ Ég fæ ekki með nokkru móti skilið af hverju Snorri þarf að vera að bauna á gamlar konur sem hafa elskað hvor aðra í tugi ára. Hann telur sig sjálfan kannski mjög kærleiksríkan einstakling með því fræða okkur um stöðu mannanna og hvað sé rétt og rangt, samkvæmt eigin túlkun á Biblíunni. En af hverju velur Snorri samt að taka fyrir kynhneigð fólks frekar en eitthvað annað? Skyldu það kannski vera fordómar sem ráða för? Hvort sem Snorra líkar það betur eða verr, þá er kynhneigð meðfædd og verður þar af leiðandi ekki breytt. Af hverju fer Snorri ekki frekar í stríð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins til þess að hvíldardagurinn verði haldinn algjörlega heilagur og að skellt verði í lás í öllum fyrirtækjum og stofnunum hvern sunnudag í mánuði? Þótt líkurnar séu mjög litlar á að það myndi takast, er það miklu raunhæfara heldur en að breyta grundvallareðli fólks, kynhneigð þess. – Þetta þyrfti Snorri kallinn að fara að skilja. Ég get allavega ekki séð þennan geislandi kærleik sem Snorri á til með að hreykja sjálfum sér af. Það er nefnilega mjög takmarkaður kærleikur í því fólginn að tala fyrir því að fólk lifi í afneitun og sé ekki það sjálft allt sitt líf. Mér fyndist það virðingarverðara ef Snorri viðurkenndi einfaldlega að hann sé haldinn hatri og fordómum í garð samkynhneigðra, í stað þess að mála sig sem einhvern kærleiksbjörn, tala undir rós og afskræma þannig orðið kærleikur. Hinir einu sönnu Kærleiksbirnir myndu pottþétt grenja úr hlátri ef þeir vissu til dæmis að á Íslandi í dag sé maður að nafni Gylfi Ægisson sem telur að samkynhneigð skemmi börn. Þeim myndi heldur ekki leiðast það að það sé til „venjulegur“ karlmaður að nafni Halldór Jónsson sem bloggaði um að það væri ólíðandi að „venjulegir“ karlmenn þyrftu að horfa á upp „aðra“ karlmenn kyssast á almannafæri. Halldór þessi minntist reyndar ekki einu orði á kossaflens tveggja stúlkna, spurning hvort það lúti öðrum og meira spennandi lögmálum í huga þessa venjulega karlmanns. Að lokum vil ég taka fram að ég vil þessum mönnum ekkert illt. Ég geri mér grein fyrir að það getur verið erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og að þessir herramenn eru nær risaeðlutímanum í aldri en ég. Þeir félagar yrðu því flottir saman á Rassgötu Gylfa Ægissonar, þar sem foreldrar gætu sett börnin sín í pössun til siðapostulanna þriggja og þannig tryggt að afkvæmin skemmist ekki vegna samkynhneigðar. Ég er þó viss um að börnin myndu ekki skemmast ef svo ólíklega vildi til að Halldór tæki upp á því að skella einum rembingskossi á hann Gylfa sinn í Júragarðinum á Rassgötu 2 í Reykjavík, þar sem Snorri héldi á mistilteini yfir þeim turtildúfunum og blessaði jafnframt gesti og gangandi. Þvert á móti held ég að börnunum myndi finnast þetta krúttlegt og fallegt, rétt eins mér finnst samband Jóhönnu og Jónínu vera.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar