Vilja breyta hugmyndum fólks um hvað fötlun sé Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 31. október 2013 19:57 Ármann bendir á að það sé mjög menningartengt og misjafnt á hverjum tíma hvað sé talið fötlun. Skilgreiningarnar séu bæði bundnar tíma og samfélaginu. mynd/365 „Við skoðuðum stöðu fatlaðs fólks á Íslandi í gegnum tíðina og hvernig talað er um fötlun í nútímanum,” segir Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum og einn ritstjóri bókarinnar Fötlun og menning: Íslandssaga í öðru ljósi, sem kom út nýlega. Hann ritstýrir bókinni ásamt tveimur öðrum, Hönnu Björg Sigurjónsdóttur, dósent í fötlunarfræðum og Kristínu Björnsdóttur, lektor í fötlunarfræðum. Ármann segir að þrátt fyrir að mörg dæmi finnist um slæma meðferð á fötluðu fólki hafi líka verið sagðar hetjusögur af fötluðu fólki. Guðir í heiðnum sið hafi oft verið með áberandi fötlunareinkenni, til dæmis hafi Óðinn verið eineygður og Týr einhentur. Menn hafi jafnvel fórnað einhverjum líkamshluta til þess að öðlast einhvern annan mátt í staðinn. Hann segir áhugaverðan kafla í sögu fötlunar hefjast á 19. öld. Þá voru til dæmis dvergar og risar og ýmsir sem litu óvenjulega út tekið þátt í svokölluðum „fríkasýningum“. Þannig hafi fólkið fengið tækifæri til þess að framfleyta sér á grundvelli fötlunar sinnar sem sviðslistamenn. Á hinn bóginn hafi það verið sett í sérkennilega, takmarkandi og að ýmsu leyti niðurlægjandi stöðu með því að vera til sýnis vegna fötlunar sinnar. Ármann bendir á að það sé mjög menningartengt og misjafnt á hverjum tíma hvað sé talið fötlun. Skilgreiningarnar séu bæði bundnar tíma og samfélaginu. Því fari fjarri að rétt sé að líta á þá sem þolendur sem þurfi að lýsa sem aumkunarverðum. „Við spyrjum spurninga um hvað sé raunverulega fötlun og hvað ekki. Hvernig standi á því að einn sé fatlaður á meðan annar er það ekki. Sumir komast yfir þröskulda og aðrir ekki, sumir sjá en aðrir ekki. Fólk getur vantað lyktarskyn en eftir því tekur enginn. Fólk sem til dæmis sér illa fær gleraugu í nútímanum og er yfirleitt ekki meðhöndlað sem fatlað,“ segir hann. Hann segir þau hafa farið um ýmis skeið Íslandssögunnar og skoðað þau frá sjónarhorni fötlunarfræði. Það sé nýtt sjónarhorn. Fötlun sé þá ekki aðeins lýst sem líkamlegum skorti eða eingöngu á læknisfræðilegan hátt. Hann segir þau hafa markvist reynt að forðast fötlunarklisjur.Vilja hefja umræðuna „Fatlað fólk er oft niðurlægt en líka oft hafið upp, það er sagt um fatlað fólk að það sé hugrakkt. Auðvitað er fatlað fólk misjafnt eins og allir, sumir eru hugrakkir og aðrir ekki, sumir lenda líka í mjög erfiðum aðstæðum á meðan aðrir eiga við mun minni erfiðleika að stríða. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk,” segir Ármann, Ármann segir að í bókinni sé fengist við alls konar heimildir, frásagnarheimildir, kvæði og myndlist en líka við gömul skjöl og það athugað hvernig kerfið hefur tekið á fötluðum. Til dæmis hvernig og af hverju stofnanir í kringum fötlun verða til. „Við erum ekki að reyna að tæma efnið, heldur að reyna að hefja umræðu. Við ræðum sumt nákvæmlega en annað minna. Til dæmis erum við sjaldnast að ræða um fólk sem telst vera fjölfatlað. Helstu átökin í kringum fötlun koma fram þegar um er að ræða fólk sem hefur bæði mikla getu og vilja til að taka þátt í samfélaginu,“ segir hann. „Við lítum á þessa bók sem upphaf á nýrri umræðu þar sem fötlun er skoðuð sem hluti af menningunni og mótuð af henni. Við viljum gjarnan breyta hugmyndum fólks um hvað fötlun er en ekki þó endarlega leysa einn sannleik af hólmi með öðrum heldur breyta fullvissu í vafa. Það er þörf á því að samfélagið taki hugmyndir sínar um fötlun til endurskoðunar.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira
„Við skoðuðum stöðu fatlaðs fólks á Íslandi í gegnum tíðina og hvernig talað er um fötlun í nútímanum,” segir Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum og einn ritstjóri bókarinnar Fötlun og menning: Íslandssaga í öðru ljósi, sem kom út nýlega. Hann ritstýrir bókinni ásamt tveimur öðrum, Hönnu Björg Sigurjónsdóttur, dósent í fötlunarfræðum og Kristínu Björnsdóttur, lektor í fötlunarfræðum. Ármann segir að þrátt fyrir að mörg dæmi finnist um slæma meðferð á fötluðu fólki hafi líka verið sagðar hetjusögur af fötluðu fólki. Guðir í heiðnum sið hafi oft verið með áberandi fötlunareinkenni, til dæmis hafi Óðinn verið eineygður og Týr einhentur. Menn hafi jafnvel fórnað einhverjum líkamshluta til þess að öðlast einhvern annan mátt í staðinn. Hann segir áhugaverðan kafla í sögu fötlunar hefjast á 19. öld. Þá voru til dæmis dvergar og risar og ýmsir sem litu óvenjulega út tekið þátt í svokölluðum „fríkasýningum“. Þannig hafi fólkið fengið tækifæri til þess að framfleyta sér á grundvelli fötlunar sinnar sem sviðslistamenn. Á hinn bóginn hafi það verið sett í sérkennilega, takmarkandi og að ýmsu leyti niðurlægjandi stöðu með því að vera til sýnis vegna fötlunar sinnar. Ármann bendir á að það sé mjög menningartengt og misjafnt á hverjum tíma hvað sé talið fötlun. Skilgreiningarnar séu bæði bundnar tíma og samfélaginu. Því fari fjarri að rétt sé að líta á þá sem þolendur sem þurfi að lýsa sem aumkunarverðum. „Við spyrjum spurninga um hvað sé raunverulega fötlun og hvað ekki. Hvernig standi á því að einn sé fatlaður á meðan annar er það ekki. Sumir komast yfir þröskulda og aðrir ekki, sumir sjá en aðrir ekki. Fólk getur vantað lyktarskyn en eftir því tekur enginn. Fólk sem til dæmis sér illa fær gleraugu í nútímanum og er yfirleitt ekki meðhöndlað sem fatlað,“ segir hann. Hann segir þau hafa farið um ýmis skeið Íslandssögunnar og skoðað þau frá sjónarhorni fötlunarfræði. Það sé nýtt sjónarhorn. Fötlun sé þá ekki aðeins lýst sem líkamlegum skorti eða eingöngu á læknisfræðilegan hátt. Hann segir þau hafa markvist reynt að forðast fötlunarklisjur.Vilja hefja umræðuna „Fatlað fólk er oft niðurlægt en líka oft hafið upp, það er sagt um fatlað fólk að það sé hugrakkt. Auðvitað er fatlað fólk misjafnt eins og allir, sumir eru hugrakkir og aðrir ekki, sumir lenda líka í mjög erfiðum aðstæðum á meðan aðrir eiga við mun minni erfiðleika að stríða. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk,” segir Ármann, Ármann segir að í bókinni sé fengist við alls konar heimildir, frásagnarheimildir, kvæði og myndlist en líka við gömul skjöl og það athugað hvernig kerfið hefur tekið á fötluðum. Til dæmis hvernig og af hverju stofnanir í kringum fötlun verða til. „Við erum ekki að reyna að tæma efnið, heldur að reyna að hefja umræðu. Við ræðum sumt nákvæmlega en annað minna. Til dæmis erum við sjaldnast að ræða um fólk sem telst vera fjölfatlað. Helstu átökin í kringum fötlun koma fram þegar um er að ræða fólk sem hefur bæði mikla getu og vilja til að taka þátt í samfélaginu,“ segir hann. „Við lítum á þessa bók sem upphaf á nýrri umræðu þar sem fötlun er skoðuð sem hluti af menningunni og mótuð af henni. Við viljum gjarnan breyta hugmyndum fólks um hvað fötlun er en ekki þó endarlega leysa einn sannleik af hólmi með öðrum heldur breyta fullvissu í vafa. Það er þörf á því að samfélagið taki hugmyndir sínar um fötlun til endurskoðunar.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira