Viðskipti innlent

Lítillega aukin verðbólga

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Dýrtíðin aðeins aukin. Vísitala neysluverðs gildir til verðtryggingar í janúar 2014.
Dýrtíðin aðeins aukin. Vísitala neysluverðs gildir til verðtryggingar í janúar 2014. Fréttablaðið/Vilhelm
Verðbólga í nóvembermánuði hækkar í 3,7 prósent úr 3,6 prósentum í október. Er þá horft til verðbólgu síðastliðna 12 mánuði.

Hagstofa Íslands birti nýjustu mælingu sína á vísitölu neysluverðs (verðbólguvísitölunni) í morgun.

Fram kemur að miðað við verðlag í nóvember sé vísitalan 416,7 stig og hefur hækkað um 0,36 prósent frá fyrra mánuði. „Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 394,5 stig og hækkaði um 0,20 prósent frá október,“ segir á vef Hagstofunnar.

„Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða.“

Þá kemur fram að þótt ársverðbólga mælist 3,7 prósent í mánuðinum, þá sé verðbólga án húsnæðis 2,9 prósent.

„Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7 prósent sem jafngildir 2,8 prósenta verðbólgu á ári (1,9 prósent fyrir vísitöluna án húsnæðis).“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×