Gegn hernaðarhyggju og kynbundnu ofbeldi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 00:00 Í 23. sinn efna Sameinuðu þjóðirnar til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að þessu sinni er aðalbaráttumálið að kveða niður hernaðarhyggju og það mikla ofbeldi sem henni fylgir. Það hefur lengi verið ljóst að hvers kyns átök, ekki síst hernaðaraðgerðir, ýta undir ofbeldi gegn konum og börnum og æ oftar er kynferðisofbeldi notað sem vopn í styrjöldum þótt það sé stríðsglæpur. Sem betur fer búum við Íslendingar ekki á átakasvæði en við finnum auðvitað fyrir áhrifum styrjalda við komu flóttamanna og hælisleitenda. Ótti við hryðjuverk hefur áhrif á líf okkar enda hefur hann leitt til fáránlegra njósna og víðtæks eftirlits um allan heim. Átök hafa alvarlegar afleiðingar á efnahag heimsins og valda eyðileggingu á umhverfi og menningarverðmætum sem skerðir lífsgæði. Allt kemur þetta okkur við sem hluta af mannkyninu, hluta af heimsþorpinu. Árið 2013 verður lengi í minnum haft vegna afhjúpana ríkissjónvarpsins á kynferðisofbeldi gegn börnum, ekki síst drengjum, en það hefur löngum legið í þagnargildi hér á landi. Á eftir fylgdu hræðilegar sögur fólks sem sótti skóla kaþólsku kirkjunnar og því miður á eflaust eftir að fletta hulunni af margvíslegum ofbeldisglæpum gegn börnum, t.d. fötluðum börnum. Það síðastnefnda kom í ljós í skýrslu um ofbeldi gegn fötluðum konum sem birt var á árinu en þær skelfilegu frásagnir eru að öllum líkindum aðeins toppurinn á ísjakanum. Nú síðast sagði rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir frá sinni skelfilegu reynslu, nauðgun sem hún varð fyrir sem barn og hefur mótað líf hennar æ síðan. Stjórnvöld brugðust við og skipuðu nefnd sem lagði fram ítarlegar tillögur um aðgerðir. Þáverandi ríkisstjórn samþykkti aðgerðaáætlun til að bregðast við kynferðisofbeldinu og brýnt er að fylgja henni eftir. Einnig stóðu þrjú ráðuneyti fyrir vitundarvakningu sem m.a. fólst í því að efnt var til funda með kennurum, starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem koma að málefnum barna. Þessi mikla umræða hafði margvíslegar afleiðingar. Velferðarráðherra skipaði samstarfshóp um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum og aðsókn að meðferðarúrræðinu Karlar til ábyrgðar stórjókst. Sama gerðist hjá þeim samtökum sem sinna aðstoð við brotaþola kynbundins ofbeldis. Það er gott hve margir leita sér aðstoðar ýmist til að losna úr viðjum langvarandi þagnar og þöggunar eða til að stöðva ofbeldishegðun. En betur má ef duga skal. Umræðan verður að halda áfram því tölur Kvennaathvarfsins, Stígamóta og annarra sem vinna gegn ofbeldi leiða í ljós hve kynbundið ofbeldi er útbreitt, margþætt og kynjað. Konur og stúlkur eru yfirgnæfandi meirihluti brotaþola og karlar mikill meirihluti þeirra sem beita ofbeldi, líka gagnvart drengjum og öðrum körlum. Þarna er á ferð ævagömul ofbeldismenning sem sem þarf að kveða niður með öllum tiltækum ráðum. Það verður að stöðva ofbeldismennina. Það á enginn rétt á að níðast á annarri manneskju, andlega eða líkamlega. Það hjálpar ekki hve útbreidd klámnotkun drengja er en klámið niðurlægir og afmennskar bæði konur og karla. Það er því mikið verk að vinna við að fræða almenning, mennta fagstéttir, verja börnin, tryggja öryggi brotaþola og fá ofbeldismenn til að fara í meðferð. Markmiðið hlýtur að vera samfélag án kynbundins ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í 23. sinn efna Sameinuðu þjóðirnar til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að þessu sinni er aðalbaráttumálið að kveða niður hernaðarhyggju og það mikla ofbeldi sem henni fylgir. Það hefur lengi verið ljóst að hvers kyns átök, ekki síst hernaðaraðgerðir, ýta undir ofbeldi gegn konum og börnum og æ oftar er kynferðisofbeldi notað sem vopn í styrjöldum þótt það sé stríðsglæpur. Sem betur fer búum við Íslendingar ekki á átakasvæði en við finnum auðvitað fyrir áhrifum styrjalda við komu flóttamanna og hælisleitenda. Ótti við hryðjuverk hefur áhrif á líf okkar enda hefur hann leitt til fáránlegra njósna og víðtæks eftirlits um allan heim. Átök hafa alvarlegar afleiðingar á efnahag heimsins og valda eyðileggingu á umhverfi og menningarverðmætum sem skerðir lífsgæði. Allt kemur þetta okkur við sem hluta af mannkyninu, hluta af heimsþorpinu. Árið 2013 verður lengi í minnum haft vegna afhjúpana ríkissjónvarpsins á kynferðisofbeldi gegn börnum, ekki síst drengjum, en það hefur löngum legið í þagnargildi hér á landi. Á eftir fylgdu hræðilegar sögur fólks sem sótti skóla kaþólsku kirkjunnar og því miður á eflaust eftir að fletta hulunni af margvíslegum ofbeldisglæpum gegn börnum, t.d. fötluðum börnum. Það síðastnefnda kom í ljós í skýrslu um ofbeldi gegn fötluðum konum sem birt var á árinu en þær skelfilegu frásagnir eru að öllum líkindum aðeins toppurinn á ísjakanum. Nú síðast sagði rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir frá sinni skelfilegu reynslu, nauðgun sem hún varð fyrir sem barn og hefur mótað líf hennar æ síðan. Stjórnvöld brugðust við og skipuðu nefnd sem lagði fram ítarlegar tillögur um aðgerðir. Þáverandi ríkisstjórn samþykkti aðgerðaáætlun til að bregðast við kynferðisofbeldinu og brýnt er að fylgja henni eftir. Einnig stóðu þrjú ráðuneyti fyrir vitundarvakningu sem m.a. fólst í því að efnt var til funda með kennurum, starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem koma að málefnum barna. Þessi mikla umræða hafði margvíslegar afleiðingar. Velferðarráðherra skipaði samstarfshóp um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum og aðsókn að meðferðarúrræðinu Karlar til ábyrgðar stórjókst. Sama gerðist hjá þeim samtökum sem sinna aðstoð við brotaþola kynbundins ofbeldis. Það er gott hve margir leita sér aðstoðar ýmist til að losna úr viðjum langvarandi þagnar og þöggunar eða til að stöðva ofbeldishegðun. En betur má ef duga skal. Umræðan verður að halda áfram því tölur Kvennaathvarfsins, Stígamóta og annarra sem vinna gegn ofbeldi leiða í ljós hve kynbundið ofbeldi er útbreitt, margþætt og kynjað. Konur og stúlkur eru yfirgnæfandi meirihluti brotaþola og karlar mikill meirihluti þeirra sem beita ofbeldi, líka gagnvart drengjum og öðrum körlum. Þarna er á ferð ævagömul ofbeldismenning sem sem þarf að kveða niður með öllum tiltækum ráðum. Það verður að stöðva ofbeldismennina. Það á enginn rétt á að níðast á annarri manneskju, andlega eða líkamlega. Það hjálpar ekki hve útbreidd klámnotkun drengja er en klámið niðurlægir og afmennskar bæði konur og karla. Það er því mikið verk að vinna við að fræða almenning, mennta fagstéttir, verja börnin, tryggja öryggi brotaþola og fá ofbeldismenn til að fara í meðferð. Markmiðið hlýtur að vera samfélag án kynbundins ofbeldis.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun