Lægsta hvötin Teitur Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara tilfinninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræðalegar eða mjög persónulegar. Ekki síst ef við eigum von á því að fá neikvæð viðbrögð þegar við látum þær í ljós. Lítið og sætt dæmi sem flestir kannast við er að vera ástfanginn, en vera ekki viss um að sá sem ástin beinist að beri sömu tilfinningar til okkar og við til viðkomandi. Þessi glíma, að opinbera sig ekki fyrr en maður er nokkuð viss í sinni sök, leiðir af sér áhugaverð hegðunarmynstur og er oft á tíðum heilmikið leikrit. Hver man ekki eftir því að vera skotinn í fyrsta sinn, þvílíkt sem það var vandræðalegt allt saman! Svo vaxa menn úr grasi og þroskast, sumum gengur betur en öðrum að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga alltaf í jafn miklum erfiðleikum með það. Annað dæmi um tilfinningar sem við getum átt í erfiðleikum með að tjá er sorgin. Þeir sem ganga í gegnum lífið hafa allir á einhverjum tímapunkti orðið fyrir missi ástvinar, hvernig sem slíkt ber að, eða hver það er sem kveður, er það alltaf ákveðið áfall. Margir bera harm sinn í hljóði, sumir missa tökin á lífinu og tilverunni, aðrir bresta í grát og bera tilfinningar sínar á borð. Allir eiga það þó sameiginlegt að líða illa og eiga erfitt. Við vitum að engir tveir einstaklingar eru eins og upplifun þeirra því ekki sú sama, en af því að sorgin er það algengt fyrirbæri getum við að vissu leyti sett okkur í spor þess sem glímir við sorgina hverju sinni og við tökum þátt í henni. Með þessu er ég á engan hátt að einfalda sorgarferlið, né gera lítið úr tilfinningum einstaklinga heldur þvert á móti að benda á það að engin ein leið er út úr slíkri vanlíðan.Reiðin og gleðin Í tengslum við bæði ást og sorg er algengt að upplifa reiði sem á sér margar orsakir í sjálfu sér en grundvallast þó oftast á því að maður hefur ekki fulla stjórn á því sem er í kringum mann. Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur tilfinningum eða gjörðum annarra. Þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu lítil áhrif hann hefur brýst reiðin stundum út sem viðbragð. Við eigum auðveldara með að stjórna reiðinni þegar við sýnum auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að hafa takmarkaða stjórn. Reiði er í eðli sínu neikvæð tilfinning í samanburði við hinar fyrri sem byggja á væntumþykju og hluttekningu í lífi annarra. Hægt er að ræða ýmsar aðrar tilfinningar sem hafa áhrif á líf okkar og líðan en andstæðan við reiðina er gleðin sem virðist oftsinnis vera auðvelt að sýna og tjá sé hún til staðar. Henni fylgir jákvæðni og einhver orka sem er smitandi. Við viljum gjarnan vera í kringum þá sem eru glaðir og við þurfum að hlæja, helst sem mest. Þá er okkur mikilvæg svokölluð öryggistilfinning, ekki síður en hræðslan, en það eru tilfinningar sem byggja á lífshvötinni svokölluðu sem liggur til grundvallar því að viðhalda sjálfum sér. Hvatir og þarfir spila stórt hlutverk en í þann flokk falla til dæmis kynhvötin og kynþörfin sem geta brenglað verulega tilfinningalíf einstaklinga og hafa áhrif á samskipti þeirra við aðra. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þessar frumhvatir stýri meiru um það hvernig við högum okkur en flest annað. Oft er talað um hinar lægstu hvatir en erfitt er að skilgreina þær nema út frá þörfum og tilfinningum einstaklinga og því hvaða áhrif þær hafa á þá. Ef ég ætti að velja eina sem virðist ekkert jákvætt hafa með sér, þá væri það öfundin. Hún skilur ekkert uppbyggilegt eftir sig og megintilgangur hennar virðist vera að brjóta niður þann sem öfundar og skemma samskiptin við þann sem öfundast er út í. Meiningin með þessum freudíska pistli er að benda á við getum átt erfitt með að stjórna tilfinningum okkar en að við eigum að reyna að stefna að þeim jákvæðu sem veita vellíðan. Þá er skynsamlegt að tjá tilfinningar sínar á þann máta að þeir sem í kringum mann eru skilji og þurfi síður að geta í eyðurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara tilfinninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræðalegar eða mjög persónulegar. Ekki síst ef við eigum von á því að fá neikvæð viðbrögð þegar við látum þær í ljós. Lítið og sætt dæmi sem flestir kannast við er að vera ástfanginn, en vera ekki viss um að sá sem ástin beinist að beri sömu tilfinningar til okkar og við til viðkomandi. Þessi glíma, að opinbera sig ekki fyrr en maður er nokkuð viss í sinni sök, leiðir af sér áhugaverð hegðunarmynstur og er oft á tíðum heilmikið leikrit. Hver man ekki eftir því að vera skotinn í fyrsta sinn, þvílíkt sem það var vandræðalegt allt saman! Svo vaxa menn úr grasi og þroskast, sumum gengur betur en öðrum að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga alltaf í jafn miklum erfiðleikum með það. Annað dæmi um tilfinningar sem við getum átt í erfiðleikum með að tjá er sorgin. Þeir sem ganga í gegnum lífið hafa allir á einhverjum tímapunkti orðið fyrir missi ástvinar, hvernig sem slíkt ber að, eða hver það er sem kveður, er það alltaf ákveðið áfall. Margir bera harm sinn í hljóði, sumir missa tökin á lífinu og tilverunni, aðrir bresta í grát og bera tilfinningar sínar á borð. Allir eiga það þó sameiginlegt að líða illa og eiga erfitt. Við vitum að engir tveir einstaklingar eru eins og upplifun þeirra því ekki sú sama, en af því að sorgin er það algengt fyrirbæri getum við að vissu leyti sett okkur í spor þess sem glímir við sorgina hverju sinni og við tökum þátt í henni. Með þessu er ég á engan hátt að einfalda sorgarferlið, né gera lítið úr tilfinningum einstaklinga heldur þvert á móti að benda á það að engin ein leið er út úr slíkri vanlíðan.Reiðin og gleðin Í tengslum við bæði ást og sorg er algengt að upplifa reiði sem á sér margar orsakir í sjálfu sér en grundvallast þó oftast á því að maður hefur ekki fulla stjórn á því sem er í kringum mann. Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur tilfinningum eða gjörðum annarra. Þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu lítil áhrif hann hefur brýst reiðin stundum út sem viðbragð. Við eigum auðveldara með að stjórna reiðinni þegar við sýnum auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að hafa takmarkaða stjórn. Reiði er í eðli sínu neikvæð tilfinning í samanburði við hinar fyrri sem byggja á væntumþykju og hluttekningu í lífi annarra. Hægt er að ræða ýmsar aðrar tilfinningar sem hafa áhrif á líf okkar og líðan en andstæðan við reiðina er gleðin sem virðist oftsinnis vera auðvelt að sýna og tjá sé hún til staðar. Henni fylgir jákvæðni og einhver orka sem er smitandi. Við viljum gjarnan vera í kringum þá sem eru glaðir og við þurfum að hlæja, helst sem mest. Þá er okkur mikilvæg svokölluð öryggistilfinning, ekki síður en hræðslan, en það eru tilfinningar sem byggja á lífshvötinni svokölluðu sem liggur til grundvallar því að viðhalda sjálfum sér. Hvatir og þarfir spila stórt hlutverk en í þann flokk falla til dæmis kynhvötin og kynþörfin sem geta brenglað verulega tilfinningalíf einstaklinga og hafa áhrif á samskipti þeirra við aðra. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þessar frumhvatir stýri meiru um það hvernig við högum okkur en flest annað. Oft er talað um hinar lægstu hvatir en erfitt er að skilgreina þær nema út frá þörfum og tilfinningum einstaklinga og því hvaða áhrif þær hafa á þá. Ef ég ætti að velja eina sem virðist ekkert jákvætt hafa með sér, þá væri það öfundin. Hún skilur ekkert uppbyggilegt eftir sig og megintilgangur hennar virðist vera að brjóta niður þann sem öfundar og skemma samskiptin við þann sem öfundast er út í. Meiningin með þessum freudíska pistli er að benda á við getum átt erfitt með að stjórna tilfinningum okkar en að við eigum að reyna að stefna að þeim jákvæðu sem veita vellíðan. Þá er skynsamlegt að tjá tilfinningar sínar á þann máta að þeir sem í kringum mann eru skilji og þurfi síður að geta í eyðurnar.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun